This topic contains 31 replies, has 1 voice, and was last updated by Halldór Gunnlaugur Hauksson 19 years, 10 months ago.
-
CreatorTopic
-
13.12.2005 at 10:39 #196856
Sælir félagar norðan heiða. Ég er að kanna hug manna til ferðar í Réttartorfu með brennuefni fyrir Þrettándagleðina. Hugmyndin er að fara að morgni 29 des n.k. Eru einhverjir lausir þá?
Kveðja Erlingur Harðar
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
25.12.2005 at 19:24 #535914
Ja ef maður ber allar veðurspár saman þá lýtur fimmtudagurinn langtum best út. Frá miðvikudags seinniparti þegar verður komið frost og fram á föstudaginn, logn og léttskýjað.
En Halli átt þú ekki að vinna í einhverjum bíl í vikunni? (o:
Ég ætla ekkert að tjá mig um "brennuefnið" ég gæti bara móðgað einhvern og það vil ég ekki.. (o: Ég skil samt hvaða hagsmuna þú hefur að gæta í þessu,, He he he heÞAð er allavega best að blanda sér úrvals tóbak svo að maður verði klár fyrir fimmtudaginn.
Kveðja Pétur
26.12.2005 at 23:25 #535916Vonandi að menn séu búnir að eta nóg.
Nú skal haldið til fjalla á morgun. Ætlum að kíkja á færð og aðstæður við Kaldbak. Förum frá Leyrunesti um kl. 11:00. Þetta er hugsað bara sem smá upphitun fyrir Réttartorfu ferðina 29. VHF Rás 52. Æskilegt að menn hafi pontu með.kv,
HG
27.12.2005 at 00:34 #535918Já drengir og stúlkur, ég kem með, ég kem ekki með pontu, get þó auðveldlega stigið í pontu!!!
Hvað segið þið um það?
Kveðja:
Erlingur HarðarPS: Halli Leirunesti er með einföldu…. ááááiiii gat ekki annað… sorry!!!
27.12.2005 at 12:42 #535920
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
gleðilegahátíð
ég var að pæla hvenær ætla menn að leggja á stað
í torfuna væri alveg til í að renna meðkveðja dóri hauks A-714
28.12.2005 at 14:03 #535922Jæja nú er stefnt á brennuferð á morgun. Það þarf að taka eitthvað af brennuefni með svo að einhver tilgangur verði í ferðinni. Grétar hafði samband við mig áðan og benti á að það væri timbur og drasl við Vélatorg gengt Glerártorgi. Ég talaði við þá og leit á stæðuna og þar er nóg efni í alla bíla. Menn hafi með sér hamar og sög til að sníða efnið í bíla sína. Ég legg til að allir sem ætla að mæta skrái sig hér eða láti vita af sér á einhvern hátt, þeir sem sjá þennan þráð láti aðra vite sem e.t.v. ekki fylgjast með netinu.
Til þess að þetta verði nú ekki enn ein næturferðin er rétt að hefjast handa snemma. Mæting á rás 52 klukkan 08:00 væri sniðugt að hittast bara á Glerártorgi.
Endilega komið með tillögur, best væri ef allir tækju með 50kg af brennuefni úr staflanum hjá Vélatorgi.Svo er spurningin; Hverjir ætla að koma?
Fljótið er líklega ófært þar sem rennsli hefur aukist úr 64m3 í 105m3 á einum sólahring en er í rénun þó í 90m3 sem er ófært. Það má því búast við einhverju sjónarspili í klaka og vatni á fljótinu!!!
Ekki er ráðlegt að fara Svartárkotsleiðina þar sem bakkinn á Suðurá er mjög hár og brattur að sunnanverðu. Það verður því Stórutunguleiðin, eins gott að hafa stýrismaskínuna vel smurða.Kveðja:
Erlingur Harðar
28.12.2005 at 16:54 #535924Skruppum nokkrir í Fjörður í gær.
Hér eru nokkrar [b:1d9kg3s7][url=http://www.ey4x4.is/myndir/erlingur/fjordurdes05/:1d9kg3s7]myndir af því.[/url:1d9kg3s7][/b:1d9kg3s7]Kveðja:
Erlingur Harðar
28.12.2005 at 19:04 #535926Sælir ég og bubbi erum með… Verst fyrir bubba að ég er á Suzuki.. Hann þarf þá að taka 100 kg. (o: Ég skal í staðinn taka pontuna…
Kveðja Pétur
28.12.2005 at 21:10 #535928HG
A-111
28.12.2005 at 21:21 #535930Erling
A-887
30.12.2005 at 00:47 #535932Brennuferðin árlega var farin í dag 29 des. Alls fóru 14 bílar í Réttartorfu með brennuefni. Menn hittust kl. 08:00 til að lesta bílana sína með timbri, allir nema ég sem lét duga að mæta og lesta aðra bíla… (Náttúrulega ekki til eftirbreytni!) Við komum í Réttartorfu um 12:30, borðuðum og losuðum efnið. Síðan var haldið niður að vaðinu yfir Skjálfandafljót og það kannað. Fljótið var fært og renndum við öllum flotanum yfir. Þaðan var farið suður og langleiðina að Mosum (held ég) þar sem var stoppað eftir frábært færi. Snerum þar við og ókum að Aldeyjarfossi, hann skoðaður og drukkið kaffi. Síðan var rennt niður að Mýri, pumpað í og ekið heim. Allir komnir heim um 17:30 Frábær ferð og góð þáttaka og vil ég þakka öllum sem lögðu hönd á plóg. Ég hef sett inn nokkrar myndir úr ferðinni [b:2atniwbz][url=http://www.ey4x4.is/myndir/erlingur/brennuferd2005/:2atniwbz]hér[/url:2atniwbz][/b:2atniwbz] Þær eru ótextaðar og óunnar ennþá en það verður lagað fljótt.
Kveðja:
Erlingur Harðarson
30.12.2005 at 12:32 #535934Elli minn…þú gleymir alveg að minnast á tenórana 3 sem héldu áfram áleiðis inn í Laugafell með viðkomu í lauginni og ætluðu síðan að gista þar og koma niður í Skagafjörð daginn eftir. Slepptum því að gista og vorum komnir heim 19:30 sama dag.
Ótrúleg yfirferð.kv
HG
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.
