This topic contains 4 replies, has 1 voice, and was last updated by Einar Þórisson 20 years, 4 months ago.
-
Topic
-
Sælir.
Það sprakk hjá mér bremsurör í Pajeronum (annað langa rörið frá höfuðdælu í afturbremsurnar) og þegar ég fór að skoða ummerkin þá er ekki hægt annað en að dæma þau bæði ónýt.
Hvað gera bændur í svona málum: Varla fást tilsniðin rör og frágengin í umboðinu nema kosta heila glás. Eru einhverjir aðrir kostir en að fara á verkstæði og láta menn sem eiga efni og verkfæri um hituna. Hefur einhver hugmynd um hvað Stilling tekur fyrir endurnýjun á löngu rörunum ? Varla er gott að skítmixa einhverja bót á lekastaðinn – eða hvað ?Kveðjur
Ágúst
ps. Þetta gerðist mjög snögglega, allt í fína lagi þar til bremsupedalinn fór bara að sunka í gólfið, en ég var svo heppinn að vera í mjög rólegri umferð þannig að handbremsan dugði.
You must be logged in to reply to this topic.