This topic contains 10 replies, has 1 voice, and was last updated by Freyr Þórsson 16 years, 2 months ago.
-
Topic
-
Góða kvöldið hér. Hvaða ráð hafa menn handa mér varðandi bremsurna á pajeronum hjá mér?
Þannig er mál með vexti að í skoðun var sett út á bæði bremsuklossa að aftan og bremsurörið sem lyggur að afturhásingunni.
Skifti um klossana og lét svo smíða fyrir mig nýtt rör, skellti þessu í og lét svo endurskoða bílinn og hann flaug í gegn.
En núna þá bara gengur bremsupetalinn alla leið niður í gólf en er samt að bremsa nokkuð vel miðað við allt. 2 undanfarna morgna hefur hann reyndar ekki náð að bremsa neitt þegar bremsurnar hafa verið „kaldar“ (þegar bremsa á í fyrsta skifti frá því að ekið er af stað)
Ég lét lofttæma kerfið á verkstæði og var við það notast við hátækni búnað sem ætti öllu jafna að skila hámarks árangri, maðurinn sem gerði þetta vildi jafnvel meina að hann hefði náð að skifta út öllum vökvanum á kerfinu.
Þess ber að geta að dælurnar að aftan voru nú eitthvað stirðar og ljótar en samt hafa bremsurnar virkað frábærlega fram að þessum aðgerðum.
Verkstæðismaður sem ég talaði við um þetta vildi meina að annað hvort væru dælurnar að aftan orðnar slappar, eða þá að gúmmíin á höfuðdælunni orðin óþétt og því næði glussinn að leka til baka þegar stigið væri á bremsuna.
Með von um góð og gagnleg svör á nýju ári.
Kveðja
Hafþór Atli
You must be logged in to reply to this topic.