FERÐAKLÚBBURINN 4X4

Menu
  • Ganga í Klúbbinn
  • Innskráning
Ferðaklúbburinn 4x4 Valmynd   ≡ ╳
  • Forsíða
  • Um F4X4
    • Greiða félagsgjald
    • Ferðaklúbburinn
      • Skilmálar vefs Ferðaklúbbsins 4×4
      • Lög Ferðaklúbbsins 4×4
      • Markmið Ferðaklúbbsins 4×4
    • Bókasafnið
    • Vefsíðan
    • Hagsmunamál
      • Öryggismál í ferðamennsku
      • Ferðafrelsi
      • Samstarf við hagsmunaaðila
      • Upplýsingar til ferðafólks
      • Verðlag á búnaði til jeppaferða
    • Umgengni
    • GPS grunnur
      • Sprungukort af jöklum
    • Jöklakort
    • Ferðast á fjöllum
      • Gátlistar
      • Öryggismál í ferðamennsku
    • Afslættir
    • Ganga í Ferðaklúbbinn 4×4
  • Viðburðir
  • Deildir
    • Austurlandsdeild
    • Eyjafjarðadeild
    • Hornafjarðardeild
    • Húnvetningadeild
    • Húsavíkurdeild
    • Skagafjarðardeild
    • Suðurlandsdeild
    • Suðurnesjadeild
    • Vesturlandsdeild
    • Vestfjarðardeild
  • Nefndir
    • Stjórn
    • Ferðafrelsisnefnd
    • Ferlaráð
    • Fjarskiptanefnd
    • Húsnæðisnefnd
    • Hústrukkanefnd
    • Litlanefnd
    • Ritnefnd
    • Skálanefnd
    • Skemmtinefnd
    • Tækninefnd
    • Umhverfisnefnd
    • Ungliðanefnd
    • Vefnefnd
  • Skálar
    • Fjallaskarð
    • Leppistunguskáli
    • Réttartorfa
    • Setrið
    • Skiptabakki
    • Sultarfit
  • Spjall
  • Augl.
  • Ljósmyndir
    • Setja inn myndir

Bremsur í Musso

by Árni Freyr Rúnarsson

Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Bremsur í Musso

This topic contains 9 replies, has 1 voice, and was last updated by Profile photo of Ingi Ragnarsson Ingi Ragnarsson 15 years, 4 months ago.

  • Creator
    Topic
  • 11.01.2010 at 12:58 #209771
    Profile photo of Árni Freyr Rúnarsson
    Árni Freyr Rúnarsson
    Participant

    Er að vandræðast með bremsuleisi í Musso 97 árgerð.
    Fyrst er það mynsta vandamálið það er að klossarnir klárast, þegar ég er að skifta um þá þarf ég að taka dæluna af þarsem stimpillinn er pikkfastur úti.
    Þegar hann er kominn í og búið að skifta um klossana þá á að lofttæma en þá eru ventlarnir límdir fastir og þar með ómögulegt að ná þeim upp og skemmi ég ventlana báðumegin með tilheirandi kostnaði.
    Nú eru nýu ventlarnir komnir í og þá fer að leka með pakkningunni í annari dælunni.
    Og kvergi virðast fást pakkningar í dælurnar.

    Nú er ég kominn að því að finna mér aðrar dælur allan hringinn sem passa og lítið mál er að fá varahluti í og kostar ekki haus og fót að endurnýa, þá hvorki dælurnar né íhluti.

    Einnig er þetta típíska vandamál með Musso að handbremsan virkar svo gott sem ekki, og var ég að þæla í einhverju sem gæti einnig leist hana af.

    Bremsulausar kveðjur
    Árni F.
    Ö1459

  • Creator
    Topic
Viewing 9 replies - 1 through 9 (of 9 total)
  • Author
    Replies
  • 11.01.2010 at 16:01 #675964
    Profile photo of Logi Már Einarsson
    Logi Már Einarsson
    Participant
    • Umræður: 56
    • Svör: 1247

    Þetta er svo sem ekkert nýtt vandamál sem þú ert með og svo sem ekkert endilega bundið við einhverjar ákveðnar bíltegundir. Það að þú komir ekki stimplunum til baka með góðu móti gæti bent til tvennra hluta, annars vegar að þú notir klossana alveg inn í járn þannig að stimpillinn sé næstum því genginn út úr gúmmíþéttingunni og svo hins vegar að ryð sé komið í stimpilinn og þá er yfirleitt stutt í það að stimpillinn farið að skemma þéttigúmmíið og allt fari að leka. Einnig er líklegt að hlífðargúmmíið sé eitthvað farið að láta á sjá og það komist vatn í fremsta hlutann af stimplinum. Fastir loftventlar er mjög algegnt vandamál í gömlum dælum, gróa yfirleitt mjög fastir ef þeir eru ekki hreyfðir lengi og þarf þá yfirleitt að hita til að ná þeim úr eða þá í sumum tilfellum að bora þá úr, hef oft lent i svona grónum ventlum, besta vörnin er að hreyfa þá reglulega, þá ná þeir ekki að gróa fastir. Ég held að þú þurfir að skifta bæði um gúmmí og stimpil, hef ekki sjálfur lent í vandræðum með að fá hluti í þetta hjá mér, þeir hafa yfirleitt átt þetta hjá Benna og mér hefur yfrleitt ekki fundist þeir svo dýrir á Mussovarahlutum. En eru ekki varahlutir orðnir fokdýrir allstaðar í dag eins og ástandið er?





    11.01.2010 at 16:20 #675966
    Profile photo of Árni Freyr Rúnarsson
    Árni Freyr Rúnarsson
    Participant
    • Umræður: 38
    • Svör: 298

    Bílabúð Benna á bara dælurnar i dag og kosta þær bara annan handleggin :(
    En ég er líka að vandræðast með handbremsuna, hún gerir ekkert ef bíllinn fer áfram en virkar aðeins ef bíllinn bakkar og hefur gert það nánast frá því ég kaupi bílinn, samt er ekkert að sjá að búnaðinum, annað en barkarnir voru ornir slitnir, hún lagaðist ekkert eftir að skift var um barkana.
    Mér var sagt að þetta væri algengt vandamál í þessum bílum.

    Planið var að reyna að útrýma því í leiðinni.
    Þetta er farið að verða pínu þreitandi með handbremsuna.





    11.01.2010 at 16:44 #675968
    Profile photo of Hafþór Atli Hallmundsson
    Hafþór Atli Hallmundsson
    Participant
    • Umræður: 24
    • Svör: 810

    Hvernig reyndirðu að koma stimplunum til baka? Ef þú ert búinn að ná dælunum af þá er hægt að nota þvingu til að ýta spimplunum til baka, jugga þeim smátt og smátt. En í sambandi við handbremsuna, er þá ekki svona sér skálabremsa fyrir hana? Ef svo er þá gæti verið nóg að herða upp á henni. Á að vera gúmmílok á innanverðu "nafinu" sem maður tekur úr og stingur skrúfujárni inn til að hreifa til hersluhjól eða eitthvað álíka. Allavega athugandi hvort að svona búnaður sé á bílnum að aftan. Ertu búinn að tala við Stillingu og AB-varahluti til að sjá hvort að þeir eigi til þéttingarnar í þetta handa þér?
    Kv. Haffi





    11.01.2010 at 17:00 #675970
    Profile photo of Árni Freyr Rúnarsson
    Árni Freyr Rúnarsson
    Participant
    • Umræður: 38
    • Svör: 298

    Fann þéttingarnar, þeir fundu sett sem ætti að passa hjá Benna.
    Þeir klóruðu sér í hausnum og skildu ekkert í því hvað gæti verið í handbremsunni.

    En hvernig væri að setja Patroll handbremsu í bílinn??
    Hvernig legst það í menn?

    Er einhver hér búinn að skifta handbremsunni út í Musso??
    Er kanski eitthvað hentugra?





    11.01.2010 at 17:20 #675972
    Profile photo of Þorvarður Lárusson
    Þorvarður Lárusson
    Participant
    • Umræður: 1
    • Svör: 38

    Með því að herða það mikið út í handbremsuna hjá mér að það var nánast ekki hægt að koma skálunum á og herða svo á barkanum eftir að draslið var komið saman þannig að bremsan var við það að liggja utaní þá fékk ég handbremsuna til að virka nógu vel til að fá skoðun. Núna viku síðar er hún nánast hætt að virka. Ég hef verið að spá í að setja bremsudælur sem eru með handbremsunni í dælunum. Menn voru að nota framdælur úr gömlum subaru 1800 í svona mix en þær eru vandfundnar í dag. Hins vegar er til fullt af vw transporter sem eru með afturdælum með handbremsu. Það er örugglega ekki mikið mál að nota svoleiðis þær eru líka ætlaðar til að stoppa meira en fólksbíl þannig að það gæti komið vel út.





    11.01.2010 at 19:10 #675974
    Profile photo of Lárus Elíasson
    Lárus Elíasson
    Participant
    • Umræður: 30
    • Svör: 408

    Mússó er með svona handbremsur sem maður herðir út í á leið í skoðun og gleymir svo restina af árinu. Sérstaklega á sjálfskipta bílnum en þá saknar maður þeirra ekki heldur.

    Restin af bilanalýsingunni á við alla gamla bíla.

    l.





    11.01.2010 at 19:17 #675976
    Profile photo of Arngrímur Kristjánsson
    Arngrímur Kristjánsson
    Participant
    • Umræður: 14
    • Svör: 403

    Voðalegt væl er þetta með að herða út í handbremsuna á Musso, það er alveg hægt að herða út í hana þannig að hún virkar og gerir það í marga mánuði, það þarf bara að gera það á réttan máta.

    Byrjaðu á því að tjakka bílinn upp á aftan, setja hann á búkka og skrúfa hjólin undan.
    Því næst skaltu slaka aðeins á handbremsubarkanum ef þú hefur verið að herða á honum við T-stikkið því næst skalltu snúa bremsuskálunum þannig að hálfmána götin vísi upp og niður, þá er mjög gott að athuga hvort að bremsubarkinn sé að ofanverðu eða neðanverðri hjólaskálinni því að það er útíhersla inni í bremsuskálinni þar sem handbremsubarkin kemur inn, fá þér því næst gott skrúfjárn og vasaljós og lýstu inní gatið á utanverðum bremsuskálunum/diskunum og þá ættir þú að sjá tannhjóle sem þér getur snúð með skrúfjárni þangað til að handbremsan er við það að snerta skálarnar, þegar þú hefur lokið því þá skaltu næst stilla handbremsuna við T-stikkið og taka slakan af börkunum, eftir þetta ættir að geta togað handbremsuna upp um 5-7 hök með 17-20 kg átaki, en ef þú ferð upp um fleirri hök en það þá þarftu að herða betur út inn í skálunum á útiherslunum og jafnvel eitthvað meir á T-stikkinu.

    Hafir þú frekar spurningar um þetta þá ekki hika við að senda mér tölvupóst á addik@simnet.is

    Kveðja AddiKr
    R-1435

    þessi aðferð hefur virkað mjög vel hjá mér án nokkura vandræða, það eru fínar handbremsur í þessum bílum en það þarf bara að stilla þær á réttan máta annars virka þær ekki neitt.

    ps. það þarf að hafa bremsuskálarnar á þegar þetta er gert og ef það er gert [u:1ay7iukx][b:1ay7iukx]RÉTT[/b:1ay7iukx][/u:1ay7iukx] þá [b:1ay7iukx][u:1ay7iukx]virka[/u:1ay7iukx][/b:1ay7iukx] þær og virka bara mjög vel, svor líka fín þumalputtaregla að nota alltaf handbremsun til að halda börkunum í lagi.





    12.01.2010 at 12:17 #675978
    Profile photo of Árni Freyr Rúnarsson
    Árni Freyr Rúnarsson
    Participant
    • Umræður: 38
    • Svör: 298

    Er eitthvað mál að mixa handbremsuna við drifskaft??
    Hefur ekki einhver gert það, og eru ekki til einhverjar myndir af því??

    Eða er það bara of mikið vesen.





    13.01.2010 at 07:39 #675980
    Profile photo of Ingi Ragnarsson
    Ingi Ragnarsson
    Participant
    • Umræður: 33
    • Svör: 280

    ÉG er búinn að vera í bölvuðu brasi með þessa blessuðu handbremsu í mínum líka, náði að væla mig og afsaka í gegnum skoðun í haust.

    Ég prufa þessa aðferð hjá þér Addi, þegar ég kem í land næst, og bjalla kannski í þig ef ekkert gengur, það eru nánast nýir borðar og eru nýir barkar í mínum en mér gekk ekkert að stilla hana.

    Finnst agalega óþægilegt að hafa ekki handbremsu.

    kv

    Hr.Ingi.R.





  • Author
    Replies
Viewing 9 replies - 1 through 9 (of 9 total)

You must be logged in to reply to this topic.

RSS mbl.is – bílar

  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.