This topic contains 5 replies, has 1 voice, and was last updated by Sindri Gunnar Bjarnarson 17 years, 10 months ago.
-
Topic
-
Mig vantar bremsuklossa í RAM og hringdi í Stillingu. Þar bjóða þeir mér sett að framan á 10.800 og að aftan (reyndar ekki til í augnablikinu) á 13.800.
Þetta finnst mér ótrúlegt verð á klossum og datt í hug að spyrja hvort einhverjir aðrir séu að selja bremsubúnað (Bílanaust er aðeins ódýrara en eiga heldur ekki afturklossana sem mig vantar).
Bremsuklossar eru hlutir sem kosta í smásölu í Ameríku $30-55, svo mér þykir dollarinn dýr hér. Nb, þetta eru smásöluverð vestra svo heildsöluverð þaðan er væntanlega enn lægra.
Hvað finnst mönnum um svona verðlagningu?
You must be logged in to reply to this topic.