Forsíða › Forums › Áhugaefni félagsmanna › Getraunir › Brandarar við hæfi. Nýir og notaðir.
This topic contains 48 replies, has 9 voices, and was last updated by Sigurður Bjartmar Sigurjónsson R2060 8 years, 1 month ago.
-
CreatorTopic
-
22.03.2014 at 15:42 #454426
Ég fór í Bingó í gær og var svo heppinn að vinna eina flösku af koníaki. En þar sem ég var á hjóli var ég svo hræddur um að detta og brjóta flöskuna á leiðinni heim að ég ákvað að drekka hana bara í hvelli og það borgaði sig svo sannarlega, því á leiðinni heim datt ég sjö sinnum af hjólinu og hefði sko örugglega brotið flöskuna!
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
16.04.2014 at 16:47 #457012
Einu sinni fóru tvær golfkylfur á bar. Önnur sagði við barþjóninn: Ég ætla að fá stóran bjór. Barþjónninn spyr hina: Vilt þú líka? Sú kylfa hristir hausinn og segir: Ertu vitlaus! Sérðu ekki að ég er driver..!!
16.04.2014 at 22:37 #457016Eldri hjón lágu í rúminu kvöld eitt. Eiginmaðurinn var við það að sofna, en frúin var í rómantísku skapi og vildi spjalla. Hún segir: “ Það var nú sá tími að þú varst vanur að halda í höndina á mér þegar við fórum að sofa“ Samviskusamlega rétti hann höndina yfir til hennar augnablik og reyndi svo að sofna á ný. Nokkru seinna segir konan; „Svo varstu vanur að kyssa mig“ Svo lítið pirraður beygð…i hann sig yfir hana og smellti einum á kinnina konu sinni sneri svo bakinu í hana og reyndi enn á ný að sofna. Mínútu seinna segir hún; „…og svo varstu vanur að bíta mig í hnakkann…“ Reiðilega sviptir eiginmaðurinn sænginni af sér og æddi fram á bað. „Hvert ertu að fara?“ spyr hún. “ Nú, að ná í tennurnar!!!“
18.04.2014 at 22:35 #457034Patrekur röltir inn á bar í Dublin, pantar þrjár kollur af Guinness og sest síðan út í horn. Þar sýpur hann – til skiptis – einn sopa í einu af hverri kollu.
Þegar hann kemur aftur að barborðinu og pantar þrjár í viðbót, segir
barþjónninn: „Þú veist líklega að bjórinn verður fljótt flatur, eftir að hann kemur úr krananum, mundi bjórinn ekki bragðast þér betur, ef þú keyptir eina kollu í einu? “
„Sjáðu til“ segir Patrekur:
„Ég á tvo bræður, annar er í Ameríku, hinn í Ástralíu og svo er ég hér í Dublin.“ Þegar við fórum að heiman lofuðum við því að drekka svona, til þess að minnast gömlu góðu daganna, þegar við drukkum allir saman“
Barþjónninn hefur ekki fleiri orð um flatan bjór og fellst á að þetta sé fallega hugsað.
Patrekur verður síðan fastagestur og drekkur alltaf á þennan sama máta – pantar þrjá
og sýpur af þeim til skiptis – einn sopa í einu.
Dag nokkurn birtist hann og pantar aðeins tvær kollur. Þetta fer ekki framhjá neinum fastagestanna og þögn slær á hópinn. Svo pantar Patrekur næsta umgang og þá segir barþjónninn varfærnislega:
„Þótt ég vilji síður ónáða þig í sorginni, langar mig að votta þér samúð
mína: Ég samhryggist þér Paddy minn“
Augnablik virðist Patrekur ekki vita hvaðan á sig stendur veðrið,
svo áttar hann sig og skellir upp úr.
NEI, NEI Nei nei ! – Almáttugur minn – það er allt í lagi með alla. Það er bara ég ….
Ég er nefnilega hættur að drekka.
08.05.2014 at 10:29 #76807309.05.2014 at 14:08 #768252Einu sinni fór Jói í ferðalag til Kína.
Þegar þangað var komið þangað tók hann eftir því að portkonurnar voru svo ódýrar að
á endanum varð það úr að hann eyddi öllum sínum peningum í þær.
Það gerði Jói með glöðu geði og taldi sig hafa fjárfest vel í gleði og hamingju stundum.
En þegar karl álftin kemur heim tekur hann eftir óþægindum og óvenjulegum ljótum útbrotum á fermingarbróður sínum.
Svo hann fer til dr Saxa og lætur hann skoða útbrotinn.
Dr. Saxi segir að það eina sem hægt sé að gera í stöðunni sé að taka fermingarbróðurinn af !
Jói er gersamlega eyðilagður við þessar fréttir, en ákveður að bíða með framkvæmdir þar til hann er búin að fá mat annars læknis.
Hann ákveður að fara til Ming Li Fú sem er virtur kínverskur læknir, og ætti því að þekkja þetta sérstaka vandamál sem náðist á unaðsstundum í hans heimalandi.
Fyrst og fremst ætlaði Jói að athuga hvort kínverski doktorinn kannaðist við meinið og auðvitað hvaða ráð væru til bjargar.
Eftir að hafa skoðað fermingarbróðurinn , segir Dr. Ming Li Fú að þetta sé mjög sjaldgæfur sjúkdómur sem Jói hafi orðið sér út um, og spyr kauða hvort hann hafi fengið álit annars læknis ?
“Já, já “ Segir Jói “HANN ÆTLAÐI AÐ TAKA HANN AF !!!”
Þá hlær Dr. Ming Li Fú og segir :
“ Já já þessa íslenska lækna , bara vilja taka allt af , alltaf, og græða,græða mikið , mikið peninga !!”
En þú ekki þarf að taka af !!
“YESSSSS , YESSSSSSSS !!!! “ Jói öskrar upp af gleði og hoppar um læknastofuna, faðmar Dr. Ming Li Fú í hamingju sinni Þar til Dr. Ming Li Fú losar aðeins um takið og segir “Hann detta sjálfur af !
12.05.2014 at 15:59 #768280Ung og falleg kona var á leið heim úr verslunarferð í útlöndum. Hún spurði prestinn sem sat við hliðina á henni í vélinni hvort hann gæti mögulega gert sér greiða.
Að sjálfsögðu barnið mitt“ sagði klerkurinn, „hvað get ég gert fyrir þig?“
Sko, ég keypti rándýra hárþurrku í útlöndum og ég er hrædd um að ég verði stoppuð í tollinum“ sagði konan. „Er nokkur leið að þú farir með hárblásarann í gegnum tollinn. Þú gætir til að mynda geymt hann undir hempunni.“
Ég vil endilega aðstoða þig vina mín, en ég mun hins vegar ekki ljúga fyrir þig“ sagði presturinn.
Eftir að vélin var lent og þau komu að tollinum fór presturinn á undan.
Tollvörðurinn stöðvaði prestinn og spurði hann hvort hann væri með eitthvað sem gera þyrfti grein fyrir.
Ég er ekki með neitt slíkt frá mitti og upp úr“ sagði presturinn
Hvað ertu með neðan beltis?“ spurði tollvörðurinn.
Þar er ég með magnað tæki sem er hannað til að gagnast konum, en er enn sem komið ónotað.“
27.05.2014 at 21:35 #768999Bóndinn á fylleríi
Davíð kom skröltandi heim til sín klukkan hálffjögur að nóttu eftir að hafa verið úti á krá með félögum sínum. Hann fór úr skónum til að vekja ekki Katrínu konuna sína.
Hann læddist hljóðlega að stiganum sem lá upp í svefnherbergið, en tók ekki eftir síðustu tröppunni og datt um hana. Sem betur fer náði hann taki á handriðinu en datt beint á rassinn. Við fallið brotnuðu tvær viskýflöskur sem hann geymdi í rassvösunum og sársaukinn minnkaði ekki við glerbrotin.
Hann náði þó að halda aftur af öskrinu. Hann stóð upp, girti buxurnar niður um sig og leit í spegilinn. Í speglinum sá hann að það blæddi úr báðum rasskinnunum. Hann fann sér því fullan kassa af plástrum og reyndi eins og hann gat að hylja sárin með plástrum.
Eftir að hafa næstum því tæmt plástrakassan skjögraði hann inn í svefnherbergi og lagðist í rúmið.
Um morguninn vaknaði hann við sársaukann og Katrín horfði á hann.
„Þú hefur verið á fylleríi eina ferðina enn, er það ekki?“ spurði hún.
„Af hverju spyrðu?“ svaraði Davíð.
„Nú,“ sagði Katrín. „Það gæti verið opna útidyrahurðin. Það gætu verið glerbrotin efst í tröppunum. Það gæti verið slóðin af blóðdropum um allt húsið. Það gætu verið blóðhlaupin augun í þér – en það sem vakti mestu grunsemdirnar hjá mér eru plástrarnir á speglinum.“
27.05.2014 at 21:54 #769000Vinkonur á djamminu
Vinkonur fóru á bar og drukku sig fullar eins og kvenna er siður þegar þær eru ekki með karlana með sér. Þegar þær voru að labba heim þurftu þær báðar nauðsynlega að pissa. Þær voru hjá kirkjugarðinum og ákvaðu að pissa bakvið einhvern legstein þar. Sú sem fyrst pissaði þurrkaði sér á nærbuxunum sínum og henti þeim eitthvað út í loftið að því loknu. Vinkona hennar var aftur á móti í rokdýrum nærum sem hún vildi ekki tapa, en var svo heppin að hún gat teigt sig í borða af kransi á næsta leiði og þurrkað sér á honum. Vinkonurnar gátu nú haldið ferð sinni áfram og komust heim heilar á húfi. Daginn eftir hringdi eiginmaður annarrar þeirra í hinn og sagði; “Þessum kvennakvöldum þarf að fara að ljúka. Konan mín kom nærbuxnalaus heim í nótt.” “Það er nú ekkert,” sagði hinn, “Mín kom heim með samúðarkort á milli rasskinnanna og á því stóð, Frá okkur öllum á slökkvistöðinni, við munum aldrei gleyma þér…
05.06.2014 at 23:31 #76920554 ára gamall viðskiptafræðingur stakk af frá eiginkonu sinni með 18 ára gamalli stúlku sem nýlega var farin að vinna á skrifstofunni hans. Hann sendi tölvupóst til konu sinnar heima og í því stóð að þegar hún læsi bréfið væri hann staddur á hóteli í karabíska hafinu með 18 ára ritara sínum. Stuttu síðar fékk hann svar frá konunni og í því sagði að hún væri reyndar líka 54 ára eins og hann og svo vildi til að hún hefði einmitt verið að undirbúa að stinga af til Kanarí með 18 ára einkaþjálfara sínum. Þar sem hann væri nú viðskiptafræðingur bað hún hann að hafa í huga að 18 gengi talsvert oftar upp í 54 en 54 upp í 18!
08.06.2014 at 08:30 #769232Þjófur braust inn hús og var fálma sig áfram í myrkrinu þegar heyrist sagt. Guð fylgist með þér. Hann heldur áfram að reyna að finna eitthvað og aftur er sagt guð fylgist með þér. Þá tekur hann upp vasaljós lýsir um og sé þá páfagauk og spyr. Hvað heitir þú. Ég heiti Jesú. Hver er svo vitlaus skíra þig Jesú? Sá sami og skírði Rottweiler hundinn guð sem er fyrir aftan þig.
01.08.2014 at 08:42 #770218Tveir giftir sitja á barnum og eru að spjalla saman.
„Ég skil ekkert í þessu, í hvert skiptið sem ég fer heim af barnum þá slekk
ég á aðalljósunum á bílnum og læt hann renna hljóðlega inn í innkeyrsluna.
Ég passa að skella ekki hurðinni og læðist á sokkunum upp stigann, fer úr
fötunum áður en ég kem inní svefnherbergi og leggst varlega í rúmið. Samt
æpir konan mín á mig að ég eigi ekki að koma svona seint heim því ég veki
hana alltaf!“
„Iss“ segir hinn. „Þú ert að gera þetta alveg vitlaust. Þegar ég fer Heim þá
stilli ég á háu ljósin þegar ég kem inn götuna og skransa inn í bílastæðið
og flauta. Ég skelli hurðinni og hleyp upp stigann, hossa mér uppí rúm, slæ
hana á rassinn og segi HVER ER GRAÐUR?“ „Einhvern veginn þá þykist hún
alltaf vera sofandi.“
24.08.2014 at 21:05 #771150Dönsk pæling (kannski endurtekin):
Í apótekinu:
– Ég ætla að fá arsenik handa tengdamóður minni.
– Ertu með lyfseðil?
– Nei, en ég er með mynd af henni.
06.12.2014 at 18:48 #774477Par nokkurt á sjötugsaldri fór til læknis.
Læknirinn spurði hvað hann gæti gert fyrir parið.
Maðurinn svaraði! Viltu horfa á okkur stunda kynlíf?
Lækninum brá í brún en samykkti. Þegar parið hafði lokið sér af sagði læknirinn!
Það er ekkert að kynlífinu ykkar. Og rukkaði þau um 4000 krónur.
Þetta gerðist margar vikur í röð. Parið pantaði tíma,stundaði kynlíf ,borgaði lækninum og fór.
Eftir nokkur skipti spurði læknirinn !
Hverju eruð þið reyna að komast að ?
Þá svaraði gamli maðurinn! Hún er gift og við getum ekki farið heim til hennar.
Ég er kvæntur og við getum ekki farið heim til mín.
Það kostar 8000 krónur að gista á hóteli.
Við gerum þetta hér fyrir 4000 krónur og fáum 3500 til baka frá sjúkrasamlaginu.
18.12.2014 at 23:36 #774830Par nokkurt á sjötugsaldri fór til læknis.
Læknirinn spurði hvað hann gæti gert fyrir parið.
Maðurinn svaraði! Viltu horfa á okkur stunda kynlíf?
Lækninum brá í brún en samykkti. Þegar parið hafði lokið sér af sagði læknirinn!
Það er ekkert að kynlífinu ykkar. Og rukkaði þau um 4000 krónur.
Þetta gerðist margar vikur í röð. Parið pantaði tíma,stundaði kynlíf ,borgaði lækninum og fór.
Eftir nokkur skipti spurði læknirinn !
Hverju eruð þið reyna að komast að ?
Þá svaraði gamli maðurinn! Hún er gift og við getum ekki farið heim til hennar.
Ég er kvæntur og við getum ekki farið heim til mín.
Það kostar 8000 krónur að gista á hóteli.
Við gerum þetta hér fyrir 4000 krónur og fáum 3500 til baka frá sjúkrasamlaginu.
16.07.2015 at 11:28 #899894Bílanaust minnkaði við sig í fyrra og flutti í minna húsnæði.
Og til að kóróna það þá flutti verslunin í DVERGSHÖFÐANN
30.07.2015 at 16:31 #920403Sturla litli er sá klárasti í bekknum, og er alltaf fyrstur að klára prófin og spurningarblöðin. Svo að hann hafi nú eitthvað að gera, eftir að hann var fyrstur búinn að svara spurningarblaði kennarans, ákvað kennarinn að spyrja hann aukaspurningar. “ Sturla minn, þú ert nú svo klár, að ég ætla að spyrja þig einnar aukaspurningar. Það eru 5 fuglar á grein, þú ert með byssu og skýtur einn fuglinn, hvað eru þá margir fuglar eftir?“ „Enginn“, svarar Sturla. „Hvað meinar þú… enginn?“, spyr kennslukonan? “ Já, einn drepst og dettur til jarðar og hinir fljúga í burtu“ segir Sturla. Kennslukonan kinkar kolli og segir „svarið átti nú að vera 4, en mér líkar hvernig þú hugsar“ Örstuttu seinna réttir Sturla litli upp hendi. „Já Sturla “ „Má ég spyrja þig einnar spurningar?“ „Endilega“ segir kennslukonan. „Ókei, 3 konur standa við ísbíl, og allar eru búnar að kaupa sér ís, ein af þeim sleikir ísinn, – ein af þeim bítur í ísinn – og ein af þeim sýgur ísinn. – Hver þeirra er gift?“ spyr Sturla. Kennslukonan roðnar og segir, „Eee….ég veit ekki alveg, ætli það sé ekki sú sem sýgur ísinn?….eða eitthvað“ „Neeiiii“ segir Sturla litli, „það er sú sem er með giftingarhringinn, en mér líkar hvernig þú hugsar“
30.07.2015 at 16:53 #920408Mamman var í eldhúsinu að elda og hlusta á litla son sinn, 5 ára inni í stofu að leika sér með nýju rafmagnslestina sína.
Hún heyrir lestina stöðvast og sonur hennar talaði mjög hátt: “Allir að fara út ef þið ætlið út, því þetta er síðasta stoppistöðin í dag! Og allir sem ætla með, fara inni í lestina, því við erum seinir í dag.”
Mömmunni bregður auðvitað og fer og skammar strákinn: “Ég vil ekki hafa svona hávaða í mínum húsum. Snáfaðu inn í herbergi og vertu þar. Ég skal kalla á þig þegar þú mátt koma fram aftur og þá ætlast ég til þess að þú notir ekki svona útirödd.”
Tveimur tímum seinna fær strákurinn að koma fram og byrjar aftur að leika sér með lestina.
Brátt er leikurinn kominn aftur á fullt og lestin stöðvast. Mamman heyrir strákinn segja hljóðlega: “Góðir farþegar, munið að taka allt dótið ykkar með þegar þið farið út. Við þökkum fyrir okkur og vonandi komið þið fljótt aftur.”
Hún heyrir litlu elskuna sína halda áfram líka hljóðlega: “Þeir sem eru að koma um borð, munið, það er bannað að reykja í lestinni. Við vonum að ykkur líði vel í ferðinni í dag.”
Þegar mamma hans var að byrja að brosa, bætir hann við líka hljóðlega: “Og þið ykkar sem eruð fúl yfir tveggja tíma seinkunni, talið við konuna í eldhúsið…”
31.07.2015 at 08:35 #920757Það bar bankað á dyrnar á bóndabæ og yngri drengurinn á bænum fer til dyra. Fyrir utan stóð nágranninn.
Er pabbi þinn heima? spurði hann.
Nei sagði stráksi, hann og mamma skruppu frá.
Nágranninn varð eitthvað tvístigandi, og strákurinn spurði hann; Get ég aðstoðað þig eitthvað.
Nei, sagði nágranninn, þetta er svolítið vandræðamál, hann Siggi bróðir þinn er búinn að barna hana Guðrúnu dóttur mína.
Þá þaft þú að ræða það við pabba, segir stráksi, ég veit að hann tekur 2000-kall fyrir nautið og 15-þúsund fyrir folann en ég veit ekkert hvað hann tekur fyrir Sigga!
18.10.2015 at 13:44 #933375Sæl/ir.
Það er jafnt verið að sækja og lesa þennann þráð þótt hann sé leiðinlega vel falinn. Áhugi hlýtur að vera til staðar.
Hér geta allir sett inn gott efni.
Kv. SBS.
01.11.2015 at 13:03 #934047Hann Hjörtur Jaki er duglegur að setja inn góða brandara. Hér er einn sem hann setti á FB.
Nágranni minn, sem er fjörtíu og fimm ára gamall athafnamaður, langaði mikið í fjallajeppa og urðu miklar umræður á heimilinu um jeppakaup.
Kona hans var á móti því að hann keypti jeppa því hún var með annað í huga eins og að endurnýja eldhúsið og byggja sólstofu. Það varð þó úr að maðurinn keypti jeppann og næstu vikurnar var loftið á heimilinu lævi blandað.
U.þ.b. mánuði eftir að jeppinn kom var nágrannakona mín í saumaklúbbi þar sem vinkonurnar ræddum um að eiginmennirnir væru á þessum hættulega aldri þegar þeir eru líklegir til að skoða lambakjötið.
Ein vinkonan sagði að þetta hafi verið kannað og í ljós hafi komið að annað hvort kanni menn lambakjötið eða fái sér jeppa. Nágranni minn varð hissa þegar konan hans kom heim úr saumaklúbb, hrósaði honum fyrir skynsöm jeppakaup og vildi koma með honum í fjallaferð strax næstu helgi ….
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.