Forsíða › Forums › Áhugaefni félagsmanna › Getraunir › Brandarar við hæfi. Nýir og notaðir.
This topic contains 48 replies, has 9 voices, and was last updated by Sigurður Bjartmar Sigurjónsson R2060 7 years, 12 months ago.
-
CreatorTopic
-
22.03.2014 at 15:42 #454426
Ég fór í Bingó í gær og var svo heppinn að vinna eina flösku af koníaki. En þar sem ég var á hjóli var ég svo hræddur um að detta og brjóta flöskuna á leiðinni heim að ég ákvað að drekka hana bara í hvelli og það borgaði sig svo sannarlega, því á leiðinni heim datt ég sjö sinnum af hjólinu og hefði sko örugglega brotið flöskuna!
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
22.03.2014 at 15:46 #454427
Gífurleg umferðarteppa hafði myndast í Ártúnsbrekkunni, allar akreinar í austur voru orðnar fullar langt vestur fyrir Elliðaár og flaut í bílum var farið að valda óbærilegum hávaða. Fólk var farið að tínast út úr bílunum sínum til að skima fram á veginn til að sjá hvað ylli þessu. Bíll sem kom úr austri stöðvaði við röðina, dálítið aftarlega, og kallaði til þeirra sem biðu, að undir Höfðabakkabrúnni stæði fyrrverandi bankastjóri og hótaði að hella yfir sig bensíni og kveikja í sér ef fólk stæði ekki fyrir söfnun til að hjálpa honum að greiða sektina sem hann hafði verið dæmdur í. Einn úr röðinni kallaði á móti til bílstjórans og spurði hvað væri búið að safna miklu. Ég er ekki alveg viss! kallaði bílstjórinn. Eitthvað í kringum 50 lítrum!
22.03.2014 at 16:18 #454428Nonni var forfallinn golfáhugamaður og friðlaus ef hann komst ekki einn 18 holu hring á dag. Einn daginn fór hann með Kalla vini sínum á Setbergsvöllinn til að taka einn hring. Þegar hann kom heim um kvöldið, talsvert seinna en vanalega og umtalsvert þreyttari, leit konan á hann og spurði hvort þetta hefði verið erfiður hringur. Ja, þetta byrjaði svo sem ágætlega og fyrstu 9 holurnar gengu bara ágætlega, en á 10. holu fékk Kalli hjartaáfall. Eftir það gekk þetta hægt, slá boltann, draga Kalla, slá boltann, draga Kalla….
22.03.2014 at 16:23 #454429Þeir hjá Pentagoninu uppgötvuðu að þeir voru með allt of marga hershöfðingja á launaskrá og fóru að bjóða þeim elstu að fara snemma á eftirlaun.
Vegna dræmra undirtekta höfðingjanna buðu þeir að greiða þeim sem hættu strax full eftirlaun og að auki hundrað þúsund fyrir hvern sentimetra sem hægt væri að mæla í beinni línu eftir líkama þeirra milli líkamshluta sem þeir sjálfir máttu velja.
Gamall flughermaður samþykkti strax og bað um að hann yrði mældur milli táa og ennis.
Hann mældist 1.85m og gekk út með ávísun upp á 18.5 milljónir.Annar greip tækifærið þegar hann sá þetta og bað um að vera mældur milli táa og fingra, með hendurnar upp í loft.
Sá mældist 2.30m og gekk út með 23 milljónir upp á vasann.Þá kemur þriðji hershöfðinginn sem vill láta mæla milli kóngs og eistna. Mælingamaðurinn er hissa á því og spyr: Ertu nú alveg viss um þetta? og bendir honum á hversu mikið hinir hefðu fengið greitt og hvort hann vilji ekki reyna að fá svolítið meira út úr þessu.
Sá gamli stóð fast á sínu og mælingamaðurinn gefst upp og segir:
Allt í lagi! Þá vil ég að það komi læknir og framkvæmi mælinguna!!
Þegar læknir kemur biður hann hershöfðingjann að taka niður um sig buxurnar, setur málbandið á kónginn á honum og byrjar að vinna sig aftur. Guð minn góður! æpir hann upp yfir sig. Hvar eru eistun á þér?
Í Víetnam!!
22.03.2014 at 16:27 #454430Velþekktur lögfræðingur úr Reykjavík fór á gæsaskytterí austur í Flóa. Hann lá þar í skurði í almenningi, rétt við afgirta jörð, fram eftir morgni þar til gæsahópur kom fljúgandi. Lögfræðingurinn stökk á fætur og skaut út í loftið sem óður maður og á endanum féll ein gæs en handan girðingarinnar inni á landareigninni. Lögfræðingurinn lagði frá sér byssuna, klifraði yfir girðinguna og gekk í átt að gæsinni. Í þann mund sem hann kom að gæsinni renndi bóndinn að og spurði lögfræðinginn að því hvað hann væri eiginlega að gera. Hann sagðist hafa skotið gæsina handan girðingarinnar, úti í almenningnum, en hún hefði bara fallið innan girðingar og nú væri hann að sækja hana því hann ætti hana.
Bóndinn hélt nú ekki og krafðist þess að lögfræðingurinn legði gæsina strax frá sér. Lögfræðingurinn varð hinn reiðasti og sagðist vera einn topp-lögfræðinga landsins og ef hann héldi sér ekki saman mundi hann stefna honum fyrir rétt og að hann mætti bóka það að hann yrði öreigi þegar málaferlunum lyki.
Bóndinn sagði óþarfa að fara með svona tittlingaskít fyrir dómstóla. Þeir skyldu bara leysa þetta með þriggja-sparka aðferðinni sem menn leystu deilur með í Flóanum.
Lögfræðingurinn spurði þá út á hvað þessi þriggja-sparka aðferð gengi. Jú! sagði bóndinn. Hún er þannig að fyrst sparkar annar þrisvar sinnum í hinn og svo öfugt, allt þar til annar hvor gefst upp. Af því ég á landið, þá byrja ég!
Af því lögfræðingurinn hafði verið fótboltamaður á yngri árum þá taldi hann sig nú eiga gott forskot á gamlan bónda svo hann féllst á þetta.
Bóndinn stillti sér upp fyrir framan lögfræðinginn og sparkaði síðan með stáltánni beint í klofið á honum þannig að hann hneig niður á hnén. Annað sparkið lenti í kviðnum á lögfræðingnum svo hann hneig saman og þriðja sparkið lenti beint á afturendanum á lögfræðingnum svo hann flaug áfram með andlitið beint í nýjan kúaskít í túninu.
Þegar lögfræðingurinn hafði jafnað sig að mestu og staulast á fætur sagði hann: Jæja, nú er komið að mér að sparka!
Æ, ég gefst upp! sagði þá bóndinn. Þú mátt eiga gæsina!
22.03.2014 at 16:43 #454431Spurning til Jónasar ráðgjafa
Ég vona að þú getir hjálpað mér. Um daginn fór ég til vinnu snemma morguns, en maðurinn minn átti ekki að byrja á vakt fyrr en um hádegið og var því heima. Þegar ég var kominn rúman kílómetra frá húsinu bilaði bíllinn og ég þurfti að ganga heim eftir til að fá aðstoð. Þegar ég kom heim gekk ég inn á manninn minn á fullu í rúminu með dóttur nágranna okkar. Ég er 32 ára og maðurinn minn 34 ára og dóttir nágrannans er 19 ára. Við hjónin höfum verið gift í 10 ár. Þegar ég gekk á hann viðurkenndi hann að þau hefðu átt í ástarsambandi í hálft ár. Hann vill ekki koma með mér í hjánabandsráðgjöf og ég er eyðilögð manneskja. Getur þú gefið mér góð ráð ?
Kveðja SigrúnKæra Sigrún
Þegar bifreið bilar eftir að hafa verið ekið svona stutta vegalengd, gæti það stafa af ýmsum ástæðum. Byrjaðu að athuga hvort einhver óhreinindi gætu leynst í bensínleyðslunni sem gætu orsakað bensínstíflu. Ef bensínið er hreint ættir þú að gæta að slöngunni að inntaki soggreinar vélarinnar, eða hvort einhverjar tengingar hafi losnað frá tengingum sínum. Ef ekkert að ofangreyndu leysir vandamálið gæti bensíndælan verið biluð. Annars er einfaldasta skýringin oft sú algengasta… Athugaðirðu hvort bílinn væri nokkuð bensínlaus ? Ég vona að eitthvað af þessu hafi hjálpað þér !!
Kveðja JónasLítill drengur óskaði sér mjög innilega að eignast 5000 krónur, og bað til Guðs í margar vikur, án þess að nokkuð gerðist.
Að lokum ákvað hann að skrifa bréf til Guðs til að biðja um peninginn. Pósturinn fékk bréfið, sem var stílað á „Guð á Íslandi“, og ákvað að áframsenda bréfið á Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra.
Jóhönnu fannst bréfið virkilega skemmtilegt og áframsendi það á Steingrím J. Sigfússon fjármálaráðherra og bað hann að senda drengnum peninginn.
Steingrími þótti 5000 krónur alltof há upphæð fyrir lítinn dreng og ákvað að senda honum 500 krónur.
Drengurinn var afskaplega kátur með peninginn og skrifaði þakkarbréf til Guðs: „Kæri Guð, þúsund þakkir fyrir peningana sem þú sendir.Ég tók samt eftir að þú sendir hann í gegnum ríkisstjórnina – og það gráðuga pakk tók 90% í skatt !Kveðja Hjörtur og JAKINN.is
Viðhengi:
22.03.2014 at 21:04 #454433Fornleifafræðingar er bestu eiginmenn sem nokkur kona getur eignast!! Því eldri sem þær verða, þeim mun meiri áhuga hafa þeir á þeim!
23.03.2014 at 22:30 #454510Það var á velmegunarárunum fyrir hrun að útgerðarmaður úr Vestmannaeyjum kom inn í Heklu og bað um nýjan Mercedes Benz í 600 línunni. Sölumaðurinn lifnaði við, lét sækja einn slíkan og þegar búið var að ganga frá öllum pappírum varðandi viðskiptin sagði sölumaðurinn. Þú varst hér fyrir fjórum vikum og keyptir nákvæmlega eins bíl. Kom eitthvað upp á eða ertu búinn að selja hann? Nei, sagði útgerðarmaðurinn, öskubakkinn var orðinn fullur.
24.03.2014 at 21:15 #454548Kata kalda gekk upp að barnum, hallaði sér yfir barborðið og benti barþjóninum á að koma að tala við sig. Hann kom og hún gaf honum merki með vísifingri um að halla sér fram til að tala við sig. Barþjónninn hallaði sér fram og Kata renndi fingrunum gegnum skeggið á honum og spurði hvort hann væri eigandi staðarins. Hann neitaði því og Kata spurði hvort hann gæti ekki beðið eigandann um að koma að tala við sig. Nei, sagði barþjónninn, eigandinn var ekki á staðnum. Kata hélt áfram að strjúka fingrunum gegnum skeggið á honum, renndi fingrunum yfir varirnar á honum og spurði hvort hann gæti ekki tekið skilaboð til eigandans. Jú, alveg sjálfsagt mál stamaði barþjónninn, hvað viltu að ég segi honum. Kata brosti ísmeygilega, stakk nokkrum fingrum milli vara hans og sagði svo, segðu honum að það vanti klósettpappír, handsápu og handklæði á kvennaklósettið.
25.03.2014 at 18:59 #454588Á ónefndri hestakrá í Borgarfirðinum gerðist það um síðustu helgi að Skagfirðingur leit inn til að fá sér einn öl áður en hann fór upp á gistiheimilið.
Þarna var til siðs að hrekkja aðkomufólk og því varð það að þegar Skagfirðingurinn kom út að hesturinn var horfinn. Skagfirðingurinn kom inn á krána aftur, sótsvartur af reiði, barði í borð, henti nokkrum glösum í gólfið og sagði að einhver vitleysingur hefði tekið hestinn hans. Hann sagðist ætla að fá sér einn öl í viðbót og ef hesturinn hans yrði ekki kominn aftur eftir það, þá neyddist hann til að gera það sem hann neyddist til að gera fyrir norðan í vor og bætti við að það yrði sko ekkert gaman. Klykkti svo út með því að berja í borðið enn fastar en áður. Bjórinn kom á borðið, Skagfirðingurinn drakk hann á 10 mínútum og gekk síðan út þar sem hesturinn stóð bundinn á sama stað og áður. Hann fór á bak en í þann mund sem hann var að ríða á brott kom barþjónninn og spurði auðmjúkur hvað hann hefði eiginlega neyðst til að gera fyrir norðan í vor. Nú labba heim! svaraði Skagfirðingurinn.
25.03.2014 at 19:13 #454589Pervisinn fastagestur á Enska barnum í Austurstræti sat í sínu hefðbundna sæti eitt kvöldið í vikunni og öll önnur sæti voru setin líka. Þá kom inn spengilegur og vöðvastæltur maður sem sýnilega var í góðri þjálfun. Hann gekk að fastagestinumm og heimtaði að hann stæði upp og léti eftir sætið, en sá fyrrnefndi neitaði. Sá vöðvastælti sló fastagestinn eldsnöggt og sagði þetta var shotokan-karate högg frá Kóreu. Fastagesturinn stóð upp, hristi hausinn en settist svo niður aftur. Þá sló sparkaði sá vöðvastælti í hann og sagði, þetta var kung-fu spark frá Kína. Fastagesturinn stóð aftur upp, hristi sig og settist svo niður aftur. Þá tók sá vöðvastælti sig til, stökk upp í loftið, sparkaði með tilþrifum í fastagestinn og sagði, þetta var karate-hringspark frá Japan. Fastagesturinn stóð þá upp, hristi hausinn og gekk út. Sá vöðvastælti settist niður, en á að giska 45 mínútum síðar gekk fastagesturinn inn og rakleiðis að þessum vöðvastælta. Örlítill þytur heyrðist og skyndilega lá sá vöðvastælti rotaður í gólfinu. Fastagesturinn settist þá í sætið sitt og sagði, þetta var kúbein frá BYKO!
25.03.2014 at 20:25 #454594Hiromi Sato var nýútskrifaður úr viðskiptaháskólanum í Osaka og fékk vinnu hjá virtu fyrirtæki.
Til að sýna að hann væri allur af vilja gerður þá mætti hann klukkan sex, þó hann ætti ekki að mæta fyrr en átta.
Þegar hann gekk framhjá skrifstofu deildarstjórans sá hann sér til skelfingar að stjórinn var á fullu að eðla sig með einkaritaranum sínum ofan á skrifborðinu.
Hann lét eins og ekkert væri, og hugsaði með sér; „þetta hlýtur að vera sérstakur tími hjá stjóranum“, svo hann ákvað að mæta klukkan sjö daginn eftir.
En þegar hann gekk framhjá skrifstofu deildarstjórans daginn eftir, þá var stjórinn á fullu með bókhaldaranum á skrifstofugólfinu.
Hiromi Sato hélt nú að stjórinn vildi nota allann morguninn í þessar æfingar og ákvað að mæta á slaginu átta daginn eftir.
Hann gekk framhjá skrifstofu deildarstjórans og þá var sá hangandi í ljósakrónunni á skrifstofunni sinni að eðla sig með móttökuritaranum. Hiromi ætlaði að læðast framhjá þegar stjórinn kallaði til hans HIROMI SATO!
Já, svaraði hann og eldroðnaði.
„Ég hef tekið eftir slæmri þróun á mætingartímanum hjá þér síðustu daga“, sagði stjórinn, „og ef þú mætir á morgun klukkan níu, þá ert þú rekinn!“
Svo hélt hann áfram með móttökuritaranum.
27.03.2014 at 20:18 #454657Drukkinn maður hringdi í lögregluna til þess að tilkynna að þjófar hefðu brotist inn í bílinn hans.
Þeir hafa stolið mælaborðinu, stýrinu, bremsunni, kúplingunni og meira að segja bensíngjöfinni! hrópaði hann.
Lögreglan var orðlaus og ákvað að senda strax mann á staðinn en áður en sá var kominn út úr dyrunum var hringt í annað sinn og sama röddin var í símanum:
Ég afturkalla beiðnina! sagði sá drukkni. Ég settist óvart í afturstætið!!
27.03.2014 at 21:46 #454660Góðan daginn,
Félagsfræðingur var að gera rannsóknir á notkun á vaselíni. Hann hittir konu og spyr hana út í notkun hennar á þessu gæðaglundri. „Jú ég nota það t.d. við sprungum og bruna á húð“ „Eitthvað annað?“ , spyr maðurinn. „Eins og hvað?“ spyr konan. „Tjah…hmm..ja.., t.d. kynlífi“ segir maðurinn.
„Jú,, auðvitað, ég set það á hurðarhúninn svo maðurinn minn komist ekki inn!!!“Jón situr á barnum og slefar yfir svakalegri gellu í stuttu pilsi. Hann ákveður að senda henni drykk. Það ótrúlega gerist, hún kemur til hans og þau spjalla saman vel og lengi… Allt í einu segir hún: „Þú lítur út fyrir að vera ótrúlega góður strákur, svo ég ætla að vera hreinskilin við þig og segja þér það strax. Ég er
vændiskona og tek 20 þúsund fyrir það sem þú heldur að þú sért að fara að fá frítt.“
„Pengingar eru ekki vandamálið,“ segir Jón. „En fyrst þú ert svona hreinskilin, þá verð ég að segja þér svolítið líka. Þegar ég fæ það, þá verð ég alveg dýrvitlaus. Ég bít, klóra, sparka, kýli, toga í hárið á þér, rústa jafnvel húsgögnunum.“ „Guð minn góður,“ segir konan.
„Ég hef aldrei heyrt um neinn sem verður svona æstur við að fá fullnægingu. Hvað stendur þetta lengi?“
„Þar til ég fæ 20 þúsund kallinn tilbaka…“Kveðja Hjörtur og JAKINN.is
27.03.2014 at 21:54 #454661Þau ákváðu að því að það er búið að vera svo hráslagalegt þá vildu þau flýja vetur konung í viku og pöntuðu sér ferð suður í höf. Þannig atvikaðist að konan þurfti að fljúga degi seinna en ætlað var en eiginmaðurinn flaug á undan.. Þegar hann er kominn á hótelið rífur hann upp ferðatölvuna og skrifar strax bréf til sinnar heittelskuðu. Ekki vildi betur til en svo að hann misritaði einn staf í adressunni og lenti bréfið hjá ekkju einni sem nýbúin var að jarðsetja sinn heittelskaða. Ekkjan, sem rétt var búin að jafna sig eftir athöfnina, var í þann mund að líta eftir samúðarkveðjum þegar bréfið barst…… Þegar sonur ekkjunnar kom heim lá hún í yfirliði fyrir framan tölvuna og þetta stóð ritað á skjáinn: Til: Konu minnar sem varð eftir …… Frá: Manninum þínum sem fór á undan……. Efni: Er kominn á áfangastað Elskan, Er kominn heill á húfi. Er búinn að kynna mér allar aðstæður og gera allt klárt fyrir komu þína á morgun. Óska þér góðrar ferðar og bíð þín með óþreyju.
Ástarkveðjur, Þinn eiginmaður P.S. Fjandi heitt hérna niður frá úpppssss!!!Og svo er hér draumakonan 😉
Viðhengi:
28.03.2014 at 17:06 #454672Það er ljótt að blóta
Frakki rússi og íslendingur voru á ferðalagi og orðnir rammvilltir.
Þeir sáu eitthvað undarlegt í fjarska og ákváðu að athuga það, og það reyndist vera dyrarammi. Og á honum stóð
„nefndu staðinn og gakktu í gegn“
Frakkinn á kvað að reyna þetta og sagði „París“, og sjá! hinum megin við dyrnar birtis Champs-Élysées! Frakkinn stökk í gegnum dyrnar, en gleymdi að þetta var á sjálfan Bastilludaginn svo hann varð undir skriðdreka í árlegu hersýningunni. Og svo hvarf Frakkinn og breiðgatan líka.
Hver f###inn! sagði íslendingurinn.
Rússinn sá að þetta var tækifærið til að komast á betri stað og sagði „New York!“, og fimmta breiðstræti blasti við gegnum dyrnar. Rússinn stökk í gegn, varð undir leigubíl, og var svo rændur. „Hver a#####tinn!“ sagði íslendingurinn. Svo hvarf rússinn og fimmta breiðstræti.
„Það er víst fja###kornið betra að ná upp ferð áður en maður fer þarna í gegn“ hugsaði íslendingurinn og tók langt tilhlaup, og hljóp svo í átt að dyrunum.
Rétt áður en hann kemur að dyrunum stígur hann í skóreimarnar og hrasar.
„HELVÍTI!“ segir hann um leið og hann dettur í gegnum dyrnar.
30.03.2014 at 09:45 #454683Siggi býr í Hvassaleitinu. Hann er orðinn talsvert drykkfelldur en reynir iðulega að fela það fyrir konunni. Um daginn kom hann við á barnum á leið heim úr vinnunni til að fá sér einn bjór, en eins og svo oft í seinni tíð, þá urðu þeir talsvert fleiri og drykkjunni lauk ekki fyrr en barþjónninn sagði Sigga að fara nú að drífa sig heim því nú væri verið að loka. Siggi stóð upp, en skall samstundis á andlitið í gólfið. Hann reyndi aftur að standa upp en með sömu afleiðingum og þá ákvað hann að skríða bara útfyrir og fá sér ferskt loft, í þeirri von að hann hresstist við það. Eftir að hafa andað að sér fersku næturloftinu og aðeins var farið að rofa til í kollinum á honum, reyndi Siggi aftur að standa upp en enn á ný skall hann á andlitið og núna í götuna. Hann gerði nokkrar tilraunir með sama árangri, alltaf datt hann kylliflatur. Hann sá því ekki annan kost í stöðunni en að skríða bara heim, sem hann og gerði. Hann náði að opna útihurðina, skríða upp stigaganginn, inn í íbúðina og skreið síðan inn að hjónarúminu þar sem hann reyndi enn á ný að standa upp en datt þá í rúmið og var steinsofnaður áður en hann lenti þar. Morguninn eftir vaknaði Siggi með hræðilega timburmenn og þar sem hann lá í rúminu og reyndi að rifja gærkvöldið upp, heyrði hann í konunni kalla úr eldhúsinu og spyrja hvort hann hafi nú enn og aftur lent á fylleríi í gær. Siggi þvertók fyrir það og spurði hvernig í ósköpunum henni dytti það í hug. Þeir voru að hringja frá Kringlukránni, þú hefur gleymt hjólastólnum þínum þar eina ferðina enn.
30.03.2014 at 22:29 #454693Ekki deyja ráðalaus!
Gamall maður bjó einn í Þykkvabænum
Hann langaði til þess að stinga upp kartöflugarðinn sinn,
en það var mikil erfiðisvinna.
Bubbi sonur hans, var sá eini sem hann hafði getað fengið til að hjálpa sér.
En Bubbi var lokaður inni á Hrauninu.Gamli skrifaði honum bréf og sagði honum frá vandræðum sínum:
Elsku Bubbi minn,
Æ, mér líður hálf-illa, því það lítur út fyrir að ég geti ekki sett
neinar kartöflur niður í garðinn þetta árið. Ég er bara að verða of
gamall til þess að vera að stinga upp beðin. Ef þú værir hérna, ætti
ég ekki í neinum vandræðum, því ég veit að þú mundir stinga upp beðin fyrir
mig.
Kær kveðja til þín, elsku sonur
PabbiEftir örfáa daga, fékk hann bréf frá syni sínum :
Elsku Pabbi
Í GUÐANNA BÆNUM, ekki stinga upp garðinn !
Ég gróf ránsfenginn og byssurnar þar !
Þinn
BubbiÍ birtingu morguninn eftir komu hópar lögregluþjóna frá embætti
Ríkislögreglustjóra og Selfosslögreglunni og umbyltu öllum beðunum, en
fundu hvorki þýfi né byssur. Þeir báðu gamla manninn afsökunar og
hurfu á braut.Sama daginn fékk hann annað bréf frá syninum :
Elsku pabbi
Drífðu nú í því að setja niður kartöflurnar.
Við núverandi aðstæður get ég ekki gert betur.
Þinn elskandi sonur
Bubbi
30.03.2014 at 22:30 #454694Merki um að þú sért orðin(n) of full(ur)
Þú tapar rökræðum við dauða hluti.
Þú þarft að halda þér í grasið til að detta ekki á jörðina.
Þú hefur ekki tíma til að mæta til vinnu.
Læknirinn finnur vott af blóði í áfenginu í þér
Þú færð klósettsetuna í hnakkann.
Þú trúir því að áfengi sé fimmti fæðuflokkurinn.
24 tímar í sólarhring, 24 bjórdósir í kassa – tilviljun?? – Ég held ekki!
Tvær hendur, en bara einn munnur… – það er ALVARLEGT drykkjuvandamál.
Þú nærð betri fókus með annað augað lokað.
Bílastæðin virðast hafa færst til á meðan þú varst inni á barnum.
Þú dettur af gólfinu…
Börnin þín heita Guinnes og Tuborg.
Hey, í fimm bjórum eru jafn margar kaloríur og í einum hamborgara. Sleppum kvöldmatnum!!!
Býflugur verða fullar eftir að hafa stungið þig.
Á AA-fundinum segir þú: „Hæ, ég heiti… eh….“
Fyrsta sparnaðarleið sem þér dettur í hug er að minnka saltneyslu.
Þú vaknar inni í svefnherberginu, nærfötin þín eru inni á baði og þú sofnaðir í fötunum.
Allir á barnum heilsa þér með nafni þegar þú kemur inn.
Þér finnst köttur félaga þíns alltaf vera meira og meira aðlaðandi.
Roseanne lítur vel út.
Þú þekkir konuna þína ekki nema að þú sjáir hana í gegnum botninn á bjórglasinu.
Þú vaknar í Kóreu í júlí og það síðasta sem þú manst er 17. júní veisla hjá Íslendingum í Frakklandi.
Runnarnir eru líka fullir eftir að þú hefur vökvað þá. mundu þetta vel!!!
31.03.2014 at 18:16 #454706Kerlingin var í hlandspreng hún stormaði inn á herra klósettið tók niður buxurnar og settist á hlandskálina, þegar hún var búin þá hleypti hún út smálofti og leit í kringum sig og uppgvötaði að þar stóð maður. Skömmustuleg og niðurlút sagði hún, þið karlar þurfið bara að hrista hann …. meðan við konurnar þurfum að þurka hana með blæstri …
31.03.2014 at 18:21 #454707Tveir hálfvitar keyrðu inn á bensínstöð. Á hurðinni þar var skilti sem stóð á “Ef þú kaupir fullan tank af bensíni getur þú tekið þátt í bensín leiknum vinningurinn er ókeypis kynlíf.” Þetta fannst hálfvitunum mjög spennandi og keyptu báðir fullan tank.
Þeir fara og taka þátt í leiknum hjá bensínstöðvarstjóranum. Hann segir við þá ég hugsa upp tölu milli 1 og 10 og ef þið getið hana rétt, fáið þið ókeypis kynlíf. Fyrsti bjáninn sagði “fimm.” “Nei ég var að hugsa með mér 3″ sagði bensínstövarstjórinn. Vinur hans giskaði á 7 en þá sagðist stöðvarstjórinn hafa hugsað 8.
Næstu vikuna komu lúðarnir næstum á hverjum degi til að kaupa fullan tank en unnu aldrei.
Loksins var annar orðinn leiður á þessu og sagði við hinn: “Heldurðu nokkuð að það sé svindl í gangi í þessum leik?”. “Engin leið!” sagði vinur hans “Konan mín er sko búin að vinna fimm sinnum í röð!”
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.