This topic contains 12 replies, has 1 voice, and was last updated by Sigurlaugur Þorsteinsson 12 years, 10 months ago.
-
CreatorTopic
-
17.03.2012 at 09:38 #222953
Nú um kl 9 fór Litlanefndin af stað í 6 hópum á 50 bílum í stórferð, en má búast við að bílaröðin nái nú um hálfa Mosfellsheiði.
Einn hópanna er úr starfsmannafélagi Strætó, en þeim var gert að skilja strætó eftir í bænum og eru því á venjulegum jéppum.
Hægt er að fylgjast með einum bílana á netinu enda depill um borð http://depill.is/F4x4.
Um 2 gráðu frost er og ágætis skyggni og ágætis veðurspá http://www.vedur.is/vedur/sjovedur/mid/.
Hópurinn ætlar að staldra næst við þjónustumiðstöðina á Þingvöllum.
Vonandi verður eitthvað fréttnæmt úr þessari ferð Litlunefndir og ætlar fréttaritari að reyna að koma því hér til skila. en eins og er er ekkert fréttnæmt við þessa fer nema að hún er hafin.
fréttaritari -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
17.03.2012 at 10:13 #751911
Nú er hópurinn lagður af stað frá Þjónustumiðstöðinni á Þingvöllum, enda búinn að þurka upp pulsupottinn og klára Prinspóóið úr hillunum og því ekkert meira að hafa þar.
Nú er allur hópurinn skælbrosandi með súkkulaðihúðaðar tennur að yfirgefa Þingvelli.
fréttaritari
17.03.2012 at 10:38 #751913Nú er hópurinn að færa sig inn á gamla Gjábakkaveginn og komin á eðlilegan Litlunefndarhraða:
17.03.2012 10:31 – 10:34 64,1958/-20,9269 Stopp
17.03.2012 10:30 64,1946/-20,9247 0 km/klst.
17.03.2012 10:29 64,1938/-20,9238 0 km/klst.
17.03.2012 10:21 – 10:28 64,1923/-20,9227 Stop
Búast má við þessu í dágóða stund þar til búið er að hleypa mestu borgarloftinu úr dekkjunum.
fréttaritari
17.03.2012 at 11:12 #751915Litlanefndin er nú að fikra sig í á að Bragarbót á góðum Litlunefndar harða:
17.03.2012 11:05 64,2317/-20,9366 0 km/klst.
17.03.2012 11:04 64,2311/-20,9373 13 km/klst.
17.03.2012 11:03 64,2303/-20,9402 10 km/klst.
17.03.2012 11:02 64,2291/-20,9403 7 km/klst.
17.03.2012 10:59 – 11:01 64,2286/-20,9403 Stopp
17.03.2012 10:58 64,2271/-20,9414 16 km/klst.
Búið er að hleypa slatta af borgarloftinu úr dekkjum, en einn Chéríjóki er í vandræðum, fastur og aðeins hægt að festa spotta í að aftan, svo hann er dreginn afturábak af Lauga, en margir vilja að hann snúi yfirleitt afturendanum fram, svo hægt verði að komast áfram veginn.
Mikil sól er og er Laila búinn að draga fram sólarvörnina og er að bera sólarvörn á ferðalanga í helstu stoppum.
fréttaritari
17.03.2012 at 12:11 #751917Nú er Litlanefndin komin að vörðunni í Bragarbót og strætóhópurinn fékk skiptimiða, enda nauðsin á slíku á stoppistöðvum.
Þrusufæri er, þjappaður snjór og fullt af vélsleðum á svæðinu, 7 gráðu frost, sól og frábært skyggni, enda ferðahraði Litlunefndar með ólíkindum:
17.03.2012 11:57 – 12:00 64,2540/-20,8995 Stopp
17.03.2012 11:56 64,2540/-20,9004 11 km/klst.
17.03.2012 11:55 64,2521/-20,9034 13 km/klst.
17.03.2012 11:54 64,2491/-20,9063 18 km/klst.
17.03.2012 11:53 64,2467/-20,9081 10 km/kls
Nefið á Óla Magg fararstjóra er búið að fá sólarvörn, end hætt við sólbruna í slíku veðri.Einhverjir stærri bílarnir eru komnir lengra, en Laugi er kominn langt upp í brekku, enda með eindæmum víðsýnn maður með gott útsýni.
fréttaritari
17.03.2012 at 12:59 #751919Eins og í ferðum eins og þessum þá eru ekki öll dekk vön að vera með lítið af borgarlofti og eru þá stundum að yfirgefa sinn stað á felgunni eins og á þessum Ísúsú:
[img:12a7r7k8]http://f4x4.is/g2/main.php?g2_view=core.DownloadItem&g2_itemId=315829&g2_serialNumber=1[/img:12a7r7k8]
Mynd tekin skammt frá Bragagarbót 17.03.2012 Ólafur MagnússonAnnars er þvílík ferð á Litlunefndinni að annað eins hefur varla sést, nema á auðu malbiki:
17.03.2012 12:44 64,3140/-20,7925 20 km/klst.
17.03.2012 12:43 64,3116/-20,7965 21 km/klst.
17.03.2012 12:42 64,3089/-20,8007 24 km/klst.
17.03.2012 12:41 64,3055/-20,8058 19 km/klst.
17.03.2012 12:40 64,3038/-20,8089 24 km/klst.
17.03.2012 12:39 64,3018/-20,8154 24 km/klst.
[url:12a7r7k8]http://depill.is/History.aspx?id=43[/url:12a7r7k8]
Greinilegt erð að Litlanefndin er í þrusu stuði í snjónum að nálgast Skjaldbreið.fréttaritari
17.03.2012 at 13:48 #751921Það er helst að frétta að Óli Magg og Laila fylgdu Ísúsú bílnum til baka á þjóðveg, enda vildu dekkin ekki vera á felgununum og hann Laugi fékk drátt, enda brosir hann allan hringinn. Ekki vildi Laugi eiða orðum á fréttaritara, enda ekki á hverjum degi sem hann fær drátt hjá Amerískri belju (Econoline).
Strætóhópurinn fer rólega, enda stoppar hann á öllum stoppistöðvum, eins og vera ber, en bíllinn með depilinn er nokkuð á undan hópnum og stefnir á Hlöðufell:[img:2of4ewvo]http://f4x4.is/g2/main.php?g2_view=core.DownloadItem&g2_itemId=315832&g2_serialNumber=1[/img:2of4ewvo]
17.03.2012 at 15:17 #751923Nú er Litlanefnd komin upp á topp Skjaldbreiðar og telur nefndin sig vera komin í Himnaríki, enda frábært skyggni.
Súsúkkí Jimmí fór einnig á topp Skjaldbreiðar, en sá bíll, varla stærri en brauðrist, fór létt með þetta og töldu sumir að eigandin ætli að skíða niður á bílnum, bara að snúa bílnum við á toppinn og bruna niður, en hann er með skíði á toppboganum.
Reynt var að hafa samband við Litlunefnd á rásum 46 og 58, en endurvarpanir virka ekkert sérlega vel nú og því ekkert VHF samband við hópinn frá Reykjavíkinni.
[img:296q0yts]http://f4x4.is/g2/main.php?g2_view=core.DownloadItem&g2_itemId=315836&g2_serialNumber=1[/img:296q0yts]
Ferill Depils á Skjaldbreiðfréttaritari
17.03.2012 at 17:11 #751925Nú er Litlanefndin á línuveginum norðan Skjaldbreiðar og nokkuð er um festur hjá minni bílunum, en þó varla hjá Súsúkkí Jimmí. Depillinn rekur lestina en fremri bílarnir komndir að vegskilti og ætlar nefndin að fara suður Meyjarsæti, meðfram Sandkluftarvatni, als ekki oní, og niður á þjóðveg á Þingvöllum.
Góður hugur er í hópnum og enn ágætis veður.fréttaritari.
17.03.2012 at 18:28 #751927Nú er Litlanefndin komin í þjónustumiðstöðina á Þingvöllum og síðustu bílarnir að renna í hlað.
Einn er farinn að hita pulsur á pallinum, en líklega ekki margar eftir í þjónustumiðstöðinni.
Einn braut öxul, en það var alvanur jéppakarl sem gerði það og hefur hann líklega tekið vel á til að sýna hvað alvöru jéppakarlar geta gert á jéppunum sínum.
Farið er að snjóa og skyggnið því ekki ens gott, en það kemur ekki að sök og allir virðast mjög ánægðir með ferðina.
Semsagt ferðin er á enda, aðeins malbikið eftir í bæjinn og fréttaritari þakkar fyrir sig.
17.03.2012 at 22:43 #751929Takk fyrir frábæran fréttaflutning Dagur !
Nú eru ferðalangarnir komnir til síns heima. Þetta var enn ein frábær ferð Litlunefndar og skemmtilegt að hafa getað farið með nánast alla bílana frá Bragabót, norður með Skjaldbreið og línuveginn á Þingvelli. Allir gerðu atlögu að Skjaldbreið en í um 800 mys var þungt færi á svolitlu belti og urðu margir þar frá að hverfa. Stærri bílarnir komust þó á toppinn og nokkrir minni.
Á svæðinu í kring um Skjaldbreið var magnað færi og hægt að keyra þar um allt á þéttum og góðum snjó, draumafæri. Veðrið var mjög gott sól og fallegt en kalt yfir hádaginn, en í morgun var nokkuð hvasst og skafrenningur og seinnipartinn byrjaði að snjóa svolítið og þá minnkaði skyggnið. En í alla staði frábær ferð á frábærum degi og skyggði ekkert á nema þessi eina bilun sem varð.
Litlanefndin þakkar sínum frábæru hópstjórum fyrir óeigingjarnt framlag til ferðalanganna. Einnig þakkir til fréttaritara og að sjálfsögðu til þeirra sem fóru með okkur í ferðina.
Við minnum á að næsta ferð Litlunefndar verður 19. apríl n.k. og á fimmtudagskvöldið kemur verður myndakvöld.
Kv. Óli, Litlunefnd
17.03.2012 at 22:46 #751931Ég þakka öllum fyrir frábæra ferð á fjöllum í dag.Þeir gerast ekki betri.
Og Degi fyrir að fréttaritarasamstarfið sem hann vann að samviskusemi.
18.03.2012 at 08:09 #751933Srtætó hópurinn gerði eins og Strætó á að gera,snéri við í tíma eftir að hafa nestað sig vel og krakkar af öllum aldri fengið að leika sér í snjónum,verst að þessi fréttaritari var með stanslausar fyrirspurnir og ágiskanir og vilti fá að vita allt um fólk og bíla og staðsettningar,ferðaáætlanir og annað,(mætti halda að hann hafi ættlað að setja þetta inn á netið)
Á bakaleiðinni voru alir í hópnum komnir upp á lagið með að aka í þessu færi og fararstjórinn gaf út tilkynningu um að nú væri bara lausaganga og öllum bæri að hreinsa allt sót úr pústinu,var þá eins og þegar kúm er hleypt út úr fjósi að vori og minnstu bílarnir sögðu bara bless við okkur á stóru dekkjunum(ef hægt er að kalla 38" stórt í dag)og hurfu í snjókófi í átt til malbiks og þá voru sko engar festur að baga eða draga úr ferð,þeir bókstaflega flugu til byggða og brosið á andliti ökumanna var svo svakalegt að í kaffistoppi á Laugarvatni urðu þeir að gefast upp við að drekka og bíða þar til slaknaði nægilega til að hægt væri að loka munninum.
Sem sagt ferðin gat ekki lukkast betur og framkvæmd Litlunefndarmanna,skipulag og eftirlit ásamt fræðslufundi nefndar fyrir ferð,fékk 10 í einkun hjá öllum í hópnum og nú þegar eru farnar að berast inn fyrirspurnir um næstu ferð Strætó og mun vera stefnan að koma á fastri áætlun til fjalla og eitthverjir voru farnir að gera áætlanir um stærri dekk og gps og fl,teygjuspottin fékk verðskuldaða athygli og fanst sumum nóg um þegar undirritaður keyrði í spottan á töluverðri ferð og spottinn teygðist og teigðist og svo kom bara sá fasti mjúlega upp úr festunni.
Strætóhópurinn sendir þakklætiskveðjur til klúbbsins og Litlunefndar fyrir frábæra ferð og skemmtilega.Kv Klakinn.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.