Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Blöndungur á 4,2/258 amc
This topic contains 11 replies, has 1 voice, and was last updated by Magnús Sigurðsson 21 years, 9 months ago.
-
CreatorTopic
-
03.04.2003 at 18:01 #192446
Ég er orðinn pirraður á carter bbd blöndungnum mínum, ég fæ hann ekki til að ganga almennilega lausaganginn. Hafið þið kæru félagar e-h hugmyndir um hvaða blöndungur er við hæfi á þessar vélar.
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
03.04.2003 at 18:17 #472056
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
ég var með svona vél og var með tveggja hólfa Holley virkaði fínt
03.04.2003 at 19:54 #472058
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
sæll þjáningabróðir! tveggja hólfa torar eru vandfundnir, það virðist enginn sem ég hef spurt eiga soleiðis.mér skilst að motorcraft 2100 (autolite) blöndungar séu heppilegir en svoleiðis græjur finnast á td 6 cyl ford og litlum 8cyl ford(302) og amc (304).
Svo hef ég líka séð kit frá strákunum vestur í ammeríkuhrepp með blöndung ,lofthreinsara og öllu gromsinu sem þarf til að henda bbd draslinu. man ekki hvaða teg. held það sé weber.
ég er búinn að vera að spá í samskonar aðgerðir, en leti hefur aðallega truflað mig:)
en endilega láttu mig vita ef þú dettur niður á eitthvað sniðugt eða vilt meiri uppl.
Ó, svo geturu fengið þér hedd af 4,0 ho cherokee með innspítingu og verið í frábærum málum!
03.04.2003 at 19:57 #472060
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
það er hægt að fá skítsæmilegann hægagang með 1mm bor og smá þolinmæði:)
03.04.2003 at 22:15 #472062Saell bensín tjáningarbródir.
ég er med littla For(d)áttu (289)
Á toppnum trjónir 4ra hólfa 600 Edelbrock en milliheddid er úr áli. Aldrei lent í vandraedum med ganginn.
Tetta virkar fínt allt saman á tessa vélarstaerd.Vona ad tú fáir einhvern gang í tetta hjá tér.
Kv. Ragnar Karl
03.04.2003 at 22:40 #472064
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
hæ ég á eitthvað af þessum tveggja hólfa blöndungu
þér er velkomið að athuga hvort þú getur notað eitthvað af
þeim? kveðja meikarinn
04.04.2003 at 10:20 #472066eitt enn , veit einhver um flækjur handa mér? Ég er með voða fínt 2,5 tommu púst og finnst leiðinlegt að fá ekki út úr því eins og hægt er.
04.04.2003 at 12:56 #472068
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Þessir blöndungar eru bara í því að vera hreint óþolandi!
Ég er ekki frá því að það eigi allir við vandamál að stríða varðandi þennan blöndung. Einnig er vandamál hjá mér að ég tími ekki að púkka upp á neitt varðandi þessa vél, því mig langar bara í átta gata sleggju og hef dreymt þá ófáa blauta um slíka vál í bílnum mínum.
Annars eru til einhverjar síður þar sem er verið að gefa góð ráð til að gera við þennan blöndung. Ég skal finna síðuna heima um helgina og láta svo adressuna hingað inn á mánudaginn.Kveðja, Andri
04.04.2003 at 13:17 #472070
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Þetta með að nota hedd af Cherokee og fá innspítingu er ekki svona einfalt, það þarf crank sensorinn aftan á vélina og svinghjól með honum af 4,0L, MAP og knock sensor, hitaskynjurum, dælu, retur lögn, endaleysu af raflögnum og relayum og drasli. Sennilega betur settur með ónýtan blöndung heldur en að opna þessa ormadós. Ef þú hefur samt áhuga á EFI fáðu þér þá bíl með öllu af Cherokee gerð (sem eru lítils virði og fást víða) og færðu allt stykki fyrir stykki á milli.
Annars kostar nýr blöndungur í ameríkuhrepp sérstaklega passandi á þessa vél ekki svo mikið, og mun sennilega virka í mörg ár vandræðalaust en það er nær víst að Jeep sprautudótið mixað í mun ekki gera það.
Að taka gamlan og haugslitinn blöndung af einhverri 30 ára gatslitinni gamalli hækju sem hefur legið einhversstaðar í drasli ert vart tímans og fyrihafnarinnar virði þegar og ef upp verður staðið.
Kauptu þér nýjann blöndung (kit) sem er fyrir þína vél og einhver maður í fabrikku er búinn að reyna, það margborgar sig.
04.04.2003 at 20:28 #472072
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
2ja hólfa weber tor með milliplötu og öllu gimminu sem þarf kostar um 35 þús. kall með sendingarkostnaði frá ammeríku.
hægt er að sjá mikið um þetta og raunar allt sem viðkemur jeep djásnum á http://www.jeepforums.com og weber-carburetors.com
þetta er kannski fullmikill péningur fyrir blöndung, eg veit það ekki,en kannski vel þess virði fyrir afköst og hugarró:)
vona að þetta hjálpi þér eitthvað.
05.04.2003 at 05:06 #472074
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
ég sá svoltið mjög sniðugt í four wheeler eða hot rod blaði um dægin þá var verið að selja túrbó kit á 258 c.i.d amc vélar mig minnir að það hafi átt að kosta eitthvað um 1300-1500$ og inni í þessum pakka var slípisett (pakkningasett) soggrein og pústgrein (minir það hafa verið pústgrein frekar en flækjur) blöndungur (edelbroce ef ég man rétt) og túrbína og olíu kælir ofl ofl ofl dót þessu teinkt og í greinini sem var við þetta þá fullirtu þeir að vélin myndi þola þetta leikandi og þyrfti eingar breitingar nema að rífa draslið í burtu og setja hitt í staðin!
Ps: ég hef lesið umm það að menn hafi verið að koma þessum vélum í allt að 300 hö (þá gömlu Rambler/Eagle/Pacer 258 c.i.d)
Ps:Ps: svo er bara setja MSD kveikju og 4 hólfa tor og heitan ás þá burrar þetta áfram eins og hugur manns!
06.04.2003 at 13:35 #472076Heyrðu Em, það væri gaman að fá veffangið að síðunni með túrbó breytingunni ef hún er til.
Kveðja Magnús.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.