This topic contains 4 replies, has 1 voice, and was last updated by Stefán Höskuldsson 16 years ago.
-
Topic
-
Jæja… hvaða blöndungar hafa verið að reynast þokkalegir í svona jeppaskaki, Edelbrock eða Holley??
Hefur einhver prófað Holley með mekanísk aftari hólf (Double Pumper with Mechanical Secondaries), maður er hálfsmeykur við að slíkur búnaður sé að eyða vel úr hófi fram…
Aðalatriðið er samt auðvitað að þetta sé svona alveg þokkalega til friðs í þessum veltingi og hamagangi sem virðist fylgja mér alltaf, það er jú ekkert gaman að vera með hressa áttu í húddinu ef bensínið ratar ekki rétta leið. Ég er með gamlan Carter 625 cfm núna sem er sama hönnun og Edelbrock, það má ekkert halla þetta dót, þá bara drepur þetta á sér alveg miskunnarlaust, sem er bara alls ekki nógu sniðugt í mínum bókum!! Já þetta er á 350 letta skipti það einhverju máli..
.
En jæjajæja mér þætti ægilega vænt um ef reynsluboltarnir væru til í að ausa úr viskubrunnum sínum, ef einhverjum dettur í hug að segja mér að fá mér innspýtingu þá bið ég þá afskaplega pent að hlífa mér í bili senda alla þá speki á noreply@baugur.is. Ég fæ mér hugsanlega kannski innspýtingu seinna meir þegar ég á pening og hef ekkert annað að gera við hann!
.
Kveðja, Kiddi
You must be logged in to reply to this topic.