Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Blikkljós/Vinnuljós
This topic contains 11 replies, has 1 voice, and was last updated by Guðbrandur Þorkell Guðbra 19 years, 3 months ago.
-
CreatorTopic
-
04.07.2006 at 21:43 #198204
Ég er með smá pæling. Er eitthvað gagn í því að vera með appelsínugult blikkandi ljós á jeppanum? Hafa menn eitthvað verið að nota svoleiðis í myrkri eða slæmu skyggni? Og annað ef mannii dytti nú í hug að prófa eitthvað svona, er þetta þá löglegt?
Er þetta kannski bara tóm tjara????? -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
04.07.2006 at 21:56 #555766
þú mátt ekki nota þessi ljós, nema þú sér vertæki á afmörkuðum vinnu svæði og þarft að fá leifi hjá vinnueftirlitinu fyrir þessum ljósum
kv ,,,MHN
04.07.2006 at 22:07 #555768
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Þetta er nú nokk sniðugt sér í lagi ef menn eru að aka í blindu og aka hver á eftir öðrum þá er minni hætta á að menn aki saman, held ég.
Þetta með leyfið er það nú ekki einhver bókstafstrú sem einginn fer eftir ég sé ekki alveg fyrir mér að menn reyni að nota gult ljós sem einhvern forgang eða þau verði notuð í byggð, annarg getur hver sem er keypt svona ljós.
Kv siggi g
04.07.2006 at 22:26 #555770þessi ljós eru ekki forgangs heldur aðvöðru á vinnu svæðum og eru notuð sem slík, en ef fleiri fara nota þessi
ljós í öðrum tilgangi þá geta þaug misst marks og verið
rángtúlkuð það hljóta vera til önnur ljós fyrir svona aðstæður
kv,,, MHN
04.07.2006 at 22:34 #555772Ég hef oft notað appelsínugul blikkandi ljós í blindbyl á fjöllum til að auðvelda ferðafélögunum að sjá mig og sjá aðra og svo heppilega vill til að allir bílar eru búnir svona ljósum á hverju horni og ganga þau undir nafninu stefnuljós. Það svínvirkar að keyra með hazardið kveikt við slíkar aðstæður.
Kv – Skúli
04.07.2006 at 23:28 #555774Já það er auðvitað hægt að nota hann, maður er alltaf að fara yfir lækinn til að ná sér í vatn.
Þar sem við erum farin að tala um ljós þá heyrði ég að það væri mjög fínt að hafa rautt ljós inni í bílnum þegar að keyrt er í snjóblindu. Þetta má væntanlega fá fram með því að setja 1 stk bakkljós inn í bíl. Eða þá fá sér rauða peru í loftljósið. Þetta er eitthvað sem ég ætla að skoða fyrir veturinn. Er einhver sem hefur reynslu af þessu?
04.07.2006 at 23:48 #555776Það er svipað og vera inn í mirkvaherbeki
kv,,, MHN
04.07.2006 at 23:53 #555778Já það getur líka verið gott að nota vinnuljósin að aftan þó þau séu hvít. Í skafrenning td. á jökli hjálpa þau bílum að halda hópinn og varna aftan á keyrslu. Þau eru það ofarlega að þau standa upp úr kófinu.
kv gundur
04.07.2006 at 23:59 #555780
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
veit nu ekki með þetta leyfi enn td nota flutninga bilar þessi ljós þegar þeir eru í vélaflutningum og sé td sniðugt væri að nota svona ljos þegar maður er að draga bilaða bila því jú einmitt þá þarfnast maður þess að aðrir syni manni varúð, það er hægt að fá þessi ljos á segulfæti og sniðugt að hafa þetta í skottinu.
sjálfur vinn ég á gröfu og er mikið í umferðinni, og nota því oft gul blikkandi ljós, fólk virðir þetta hvort sem er ekki svo ekki er verið að skemma fyrir verktökum
05.07.2006 at 16:19 #555782Hugmyndin bakvið rauða ljósið gengur út á það að rautt ljós hefur minni áhrif á nætursjón en aðrir litir. Það tekur augað um hálftíma að fá "nætursjón" (þegar ljósnæmi augans hefur tíþúsundfaldast) en aðeins sekúndubrot að tapa henni aftur við ljós. Það má reyndar spyrja sem svo hvaða gagn sé af því að hafa rautt ljós inni í bílnum á meðan maður starir út í geislann af ljósum og kösturum sem eru á bílnum.
Annað athyglisvert við nætursjón er að maður tekur meira eftir því sem er útundan manni en beint fyrir framan, þ.e. jaðarsjónin verður betri.Og þá vitum við það.
EE.
05.07.2006 at 18:20 #555784Mér skilst reyndar að menn séu að nota rautt ljós þegar að bjart er úti og ekið er í snjóblindu. Þetta hafði með það að gera að menn og konur verða ekki eins þreytt í augunum við að stara út í loftið þar sem allt er hvítt.
Síðan eins og nafni bendir á þá hefur þetta mikla kosti þegar að dimmt er.
05.07.2006 at 21:45 #555786Þetta er þekkt bæði úr flugi og siglingum, rautt ljós rýrir ekki nætursýn augans, eins og flestir hafa reynt á sjálfum sér þá getur minnsta birta dregið mjög úr hæfileikum augans til að skynja hluti í dimmu. Áreiðanlega er það líka til bóta í snjóblindu að hafa rauða lýsingu, en væntanlega er þá yfirleitt svo bjart að maður sér hvort sem er ekki hvort yfirleitt er nokkur lýsing á mælum og öðru. En varðandi aðvörunargildi einhverskonar ljósa í myrkri og dimmviðri, þá eru til s.n. "strobe" ljós, sem leiftra og sjást ótrúlega vel í gegn um hríðarkóf, þoku og vatnsveður. Svona ljós eru iðulega á vængjum og búk nýrri flugvéla. Til skammst tíma hefur verið hægt að fá lítil rafhlöðudrifin "strobe" ljós í útivistarverslunum. Við myndum væntanlega hafa svona ljós laustengd og ekkert vera að nota þau nema á fjöllum og jöklum, þannig að ég á ekki von á að lögregla eða umferðarstofa færu nokkuð að skipta sér af því, enda væri það tómt rugl í sjálfu sér.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.
