Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Bleyta í gólfi á Hilux
This topic contains 14 replies, has 1 voice, and was last updated by Halldór Gunnlaugur Hauksson 18 years, 11 months ago.
-
CreatorTopic
-
08.02.2006 at 09:12 #197267
AnonymousKannast einhver við það að það sé alltaf raki í gólfinu hjá ökumanni og „co-driver“. Hvað er hægt að gera? Óska eftir heilráðum.
Kv. Bjarki Þ. -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
08.02.2006 at 10:38 #542066
Flytja til Californíu?
Eru ekki góflin í öllum bílum blaut á þessum árstíma?
kv
Rúnar.
08.02.2006 at 11:17 #542068Ég hef sleppt því að hafa gúmímottur á gólfinu. Þetta dugir til þess að gólfið nær að þorna á keyslu, sérstaklega ef miðstöðin er látin blása heitu niður á gólfið. Annars er gólfið blautt bílstjóramegin hjá mér um þessar mundir, en það stafar af því að það rignir inn í bílinn meðfram bílstjórahurðinni 😉
-Einar
08.02.2006 at 11:21 #542070Einfaldast er að taka moggann þegar þú ert búinn að lesa hann og setja undir motturnar. Svo ferð þú á þínum bíl bísperrtur og næsta morgun þegar þú ferð í vinnuna kemur næsti moggi en sá sem fyrir var fer í ruslið rennblautur. Og smám saman þurrka blöðin bleytuna og þú fylgist með og skiptir eftir þörfum. Þeir sem fylgja Baugi grúpp geta notað fréttablaðið og svo mætti nota íslendingaþætti tímans (dödens magasin) ef einhver lumaði á þeim eftir afa sinn. Önnur aðferð væri að skafa snjóinn vandlega af fótunum á sér áður en sest er inn og enn mætti hafa rafmagnsofn í bílnum á nóttunni. En; moggaaðferðin er heilladrjúg og þá kemur blaðið að góðu gagni, bara að muna að skipta reglulega eftir því sem hann blotnar!
Kv Þ
08.02.2006 at 11:33 #542072Hjá mér er botninn klæddur með dúk og er einangrun þar undir sem er rennandi blaut, þetta getur varla verið fýsilegt, ekki dugar moggatrixið á þetta en ég er nú samt mjög hrifin af þessu heilræði.
08.02.2006 at 11:39 #542074Lenti í því með fólksbíl (Golf ’89) að það var krónískur leki sama hvað var þurrkað. Kom í ljós að vatn komst inn á ótrúlega mörgum stöðum, meðfram framrúðu og hliðarrúðum aftur í, þetta var staðfest einfaldlega með því að einn úðaði yfir bílinn og ég sat inni og sá hvar seitlaði inn. N.b. þetta var ekki vegna ryðs, heldur komst vatnið á milli gúmmílista og boddís einhverra hluta vegna. Nú svo gutlaði í hurðunum (ætli það hafi ekki verið tektyl botnfall þar) og þar kom líka inn. Möo það lak allstaðar inn nema í skottið! Lagaðist með því að opna botnlokurnar á hurðunum og svo að kítta inn undir gúmmílistana kringum rúðurnar, þó ekki þessar uppskrúfanlegu
Til að þurrka almennilega verður helst að taka upp teppinn og setja einangrunarmotturnar á ofn. Annars fer rakinn aldrei úr þessu.
-haffi
08.02.2006 at 12:02 #542076Ætla samt ekki að vera með "verkfræðingscomment" en maður á nátturulega að vera með góðar mottur og síðan að nenna að tæma þær alltaf…
Það er nú það sem þeir gera sem halda sínum fisksalabílum (Hiluxum) og endurbættum fisksalabílum (4Runner) algerlega þurrum. Hef átt Hilux og í lengstu fjallaferðunum með konur sem kunna ekki að stappa snjóinn úr skónum hefur verið fínt að strjúka með vaskaskinninu yfir dúkinn.. Ekkert vandamál í Hilux.. En auðvitað getur maður stundum verið latur og ekki nennt að tæma motturnar og fengið móðu og allan pakkann… Ég nenni því samt síður þannig að ég tæmi motturnar alltaf á kvöldi.Kveðja að norðan
Pétur R
08.02.2006 at 19:14 #542078Á flestum bílum sem eru með blaut gólf, stafar það af því að það lekur með framrúðunni.annað hvort með glerinu eða utanmeð gúmmíinu.
KV.Hróar
08.02.2006 at 19:48 #542080Bílar í dag eru með miðstöðvarnar þannig að það lokast fyrir öll op þegar drepið er á bílnum. Ég reyni alltaf að hafa rifur á gluggum þegar þurrkur er, ekki vegna þess að pollurinn í gólfinu pirri mig heldur er loftið í bílnum miklu betra og engin héla innan á rúðum á mornanna auk þess sem pollurinn í gólfinu fer þá fyrr á vorin.
Ef þú ert einn af fáum sem hleipir ekki börnu inn í bílinn þinn og eyðir tíma í að bursta snjó af af skóm og sturta vatni ú skítugum plastmottum mörgum sinnum á dag bar til að gólfið í bílnum þínum sé alltaf skraufa þurrt þýðir það als ekki að allir hinir séu sóðar, það er ekki ólíklegt að það sért þú sem ert haldin einhvejum þrifa komplex gagnvar bílnum þínum.
08.02.2006 at 22:33 #542082Búa til treefjaplast mottur sem ná 10cm upp í hliðarnar og vatnið lekur út úr bínum.
08.02.2006 at 22:51 #542084Já eða brenna gólfið úr druslunni og setja fjárgrindur í staðinn !!!! hehehe
Neinei, þetta er leiðindavesen að hafa einangrunarmottur undir þéttum dúk, þornar ALDREI, bara getur ekki gert það hér á landi.
Sennilega bara best að rífa hel*#&?$ dúkinn og einangrunarmotturnar úr og setja það þar sem það á heima (í ruslatunnunni) og klæða upp á nýtt með almennilegu teppi (mmmmm Jötungrip namminamm).
Kaupa svo góðar gúmmímottur í drossíuna.
kv
Grímur
09.02.2006 at 01:07 #542086Sælir! Þú gætir athugað hvort miðstöðvarelement eða slöngurnar leki nokkuð. Hef lent í því sjálfur. Einnig eru gúmmítappar í gólfinu á sumum bílum sem vilja losna og þar með er skaðinn skeður. Einnig mundi ég athuga botninn þar sem sætisfestingarnar eru og svo allt sem á undan er komið.
Ég veit að Toyota X-Cab er/var draumur margra en að hann sé orðinn blautur finnst mér nú of mikið?
Bkv.
Magnús G.
09.02.2006 at 06:56 #542088Gallinn við gúmímottur (eða dúk) er að þær hindra á bleyta, sem óhjákvæmilega kemst undir þær, þorni. Það má vel nota þær til þess að taka við mestu bleytunni sem kemur í bílinn í ferðum þegar menn bera snjó inn, en þá er best að fjarlægja þær á heimleiðinni. Ég er sjálfur hættur að nenna að eltast við þessar mottur, ef mikið af snjó/vatni kemur inn í bílinn þá er auðvelt að losna við það mesta með því að nota Baugstíðindin eða Moggann, miðstöðin sér um afganginn. Það flýtir lika fyrir að hafa gluggana ekki alveg lokaða. Þegar kemur fram á vorið, þá hitar sólin glettilega mikið, ef gluggar eru ekki alveg lokaðir, þá kemst rakinn í burtu.
-Einar
09.02.2006 at 11:47 #542090
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Er ekki bara gat í botninum 😮
09.02.2006 at 15:34 #542092Ef klippt hefur verið úr bílnum þá getur lekið þar. Ef ekki er vel gengið frá úrklippum í bílum þá lekur þar. En það er rétt hjá Pétri, þó einhver telji það pjatt, að það er nauðsynlegt að halda bleitunni úti svo að rúður héli ekki að innan og sé þokkalegt loft í bílnum.
kv
HG
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.