This topic contains 9 replies, has 1 voice, and was last updated by Hafsteinn Þór Hafsteinsson 19 years, 2 months ago.
-
Topic
-
Þetta er nú ekki jeppi en…
–
Ég er með Corollu 1996, heil 1300 kúbik, ekinn 151þkm. Málið er að hann virðist vera farinn að brenna olíu, sést eiginlega bara þegar hann er nýkominn í gang. Ætli hann fari ekki með ca 2-3L á hverja 1000-1500km. Ég held að hann sé að setja þetta út um pústið en er þó ekki alveg viss. Hann skilur ekki eftir sig polla í stæði, mesta lagi nokkra dropa. Þó er ekki útilokað að þetta sé kannski bara leki undir álagi og þar með á ferð.
–
Hann er með olíusmit á vökvastýridælu, mér sýnist hún vera olíusmurð, kannski vitleysa hjá mér. Svo sýnist mér vera smá smit þar sem skiptingin (já hann er ssk) og blokk koma saman. Bendir það til sveifaráspakkdósar?Ég er svona að vonast til að einhverjir fagmenn séu að lesa þetta og koma með tillögur, en menn geta auðvitað verið með reynslu þó þeir vinni ekki við þetta.
–
Segjum sem svo að þetta sé að fara út um pústið. Hvaðan er olían að koma? Kemur þetta upp með stimpilhringjum? Eða með heddpakkningu? Hvort er líklegra?
–
Help me Obi-Wan, you’re my only hope…-haffi
You must be logged in to reply to this topic.