This topic contains 15 replies, has 1 voice, and was last updated by Anonymous 22 years, 4 months ago.
-
CreatorTopic
-
09.07.2002 at 15:03 #191591
Sælir drengir og stúlkur
Vitið þið hvernig er að fara frá Hveravöllum norður í Skagafjörð?
Þarf maður ekki einhverjar leiðbeiningar til að fara yfir blöndu. Eða er þetta allt mjög augljóst?
Kveðja Fastur
ps. hef einungis farið þessa leið í miklum snjó og allt vel frosið og brúað.
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
10.07.2002 at 06:50 #462274
Farðu bara á fólksbílnum, það er búið að malbika nánast kjalveginn og allt brúað.
ps. hafðu samt grímu fyrir öndunarfærinn því það er mikið ryk.
10.07.2002 at 07:57 #462276
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Ég mundi spurja kunnugu um leiðina það er yfir jökulár að fara kv.ibg
10.07.2002 at 08:50 #462278
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Ég mundi afla mér upplýsinga hjá kunnugum.
Það er yfir jökulár að fara og algengt er að menn fari þessa leið á haustin þegar lítið er í ám. kv. Ingvar
10.07.2002 at 11:02 #462280Sæll,
Ég hef farið þessa leið 2x að hausti, ég er ekki viss um að vaðið yfir Blöndukvíslarnar séu fært núna. Ég myndi skoða það mjög vel áður en þú dýfir í. Vaðið er stutt en krappt og djúpt, það er nokkur hundruð metra frá Kjalvegi fyrir innan sauðfjárvarnargirðingu, þú sér það strax,, held ég hvort állinn er of stífur eður ei. Það er önnur Á stutt frá Ingólfsskála sem ég man ekki hvað heitir sem getur verið vatnsmikil líka.
Annars er þetta mjög auðfarin og skemmtileg HAUST leið!
Gangi þér vel.
kv,
Viðar
10.07.2002 at 11:21 #462282
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Sæll Fastur,
Ég hef farið þessa leið nokkuð oft að sumar-, haust- og vetrarlagi.
Leiðin er nokkuð greinileg og vöðin ekki sérlega vatnsmikil. Þó ekki ráðlegt að fara einbíla nema þá á mjög öflum bíl.
Blönduvaðið er næst Kjalvegi og venjulega greinilegt og án vandræða. Strangakvísl hefur ekki verið erfið en síðan þegar þú nálgast Ingólfsskála eru nokkrar sprænur sem geta verið erfiðar, sérstaklega seinnipartinn.
Bið Herjólfslækjarupptök geta verið tveir leiðinlegir lækir.
Frá Ingólfsskála austur á Sprengisand er mjög þægilegt, við höfum komið að bílum föstum við Ásbjarnarvötn en þá mjög lítið eða óbreyttum bílum.Vonandi hjálpar þetta eitthvað, ef þig vantar meiri upplýsingar láttu mig þá bara vita.
JWG
11.07.2002 at 00:29 #462284Sæll
Ég er á wrangler 4.0 á 38" með fært loftinntak loftlæsingu að framan og tregðu að aftan.
Heldur þú að þetta sé einhvað mál?
Kveðja Fastur
11.07.2002 at 08:41 #462286
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Sæll Fastur,
Þetta eru alltaf stórar spurningar, undir venjulegum
kringumstæðum ætti þetta ekki að vera neitt mál.
Síðast þegar við fórum þetta haust 2001, vorum við einbíla
á 44", loftlæsingar framan og aftan, milligír, glussaspil,
dísel og fullt af spottum og dóti.
Þegar við komum vestur á Kjalveg hafði bíllinn í þrígang
sopið á jökulvatni, inn um lofthreinsara og inn á mótor.
Spila þurfti bílinn upp úr a.m.k. tveimur saklausum lækjum
sem voru leiðinlega grafnir.
Vatnsföllin voru ekki óeðlilga mikil eða neitt sérstakt sem
skýrði aðstæðurnar og venjulega myndi ég treysta mér til að
fara á bíl eins og þínum hafa varann á sér, vöðlur og græjur til að losa sig.
Niðustaðan er sú að ég ráðlegg þér ekki að fara leiðina
einbíla en held því ekki fram heldur að þú sért
bjartsýnismaður.
Þú skalt allavega eiga hauk í horni upp á björgun og ég minni
á atvik við Stöngukvísl fyrir nokkrum árum.
Kv. JWG
11.07.2002 at 10:25 #462288Ég held að málið sé bara að drífa sig á stað og skoða aðstæður sjálfur og hafa með sér vöðlur og járnkall. Ég er búinn að fara nokkrum sinnum þessa leið og hún ætti að vera í fínu lagi núna en versnar seinniparts sumars þegar flestar jökulár vaxa töluvert. Best er fyrir þig að byrja að vestanverðu því Strangakvísl er mesta áin á þessari leið og ef þú sér ekki í steina sem eru í vaðinu ferðu bara eitthvað annað, en ef vél sést í grjótin er bara koma sér yfir og hafa gaman af…
R2208
11.07.2002 at 14:04 #462290Sæll fastur.
Ég var á þessum slóðum fyrir u.þ.b tveim vikum síðan,
það er að segja ég ók Norðan úr Skagafyrðinum frá Varmahlíð og ætlaði að taka shortcut á kjalveginn.
Eftir að hafa ekið í um tvo tíma kom ég loks að BLÖNDU og leist satt best að segja mjög illa á blikuna.
Við reyndum að vaða ánna en hún reyndist vera of djúp og straumhörð fyrir okkur og teljum við okkur þó vera mikil heljarmenni…….,það varð á endanum úr að við snérum við og kræktum fyrir blöndulón þó það tæki okkur rúma tvo tíma extra.
Það var frekar súrt að horfa á bíla keyra Kjalveginn í aðeins 500 metra fjarlægð.
Við vorum reyndar einbíla en á þokkalega góðum áabíl þ.e. 35"Hilux disel.Með bestu Kv: Kátur.
11.07.2002 at 14:07 #462292Vildi aðeins bæta við að restin af leiðinni er orðin brúuð og ekki til að hafa áhyggjur af.
Kv: Kátur.
11.07.2002 at 16:29 #462294
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Sæll Kátur og líka Fastur
Ég tel að Kátur sé ekki að tala um Eyfirðingaleið.
Þar eru engar brýr nema ein sem er austan við INGOLF.
Kátur, þú hlýtur að hafa farið upp á Eyvindarstaðaheiði
áleiðis að Kjalvegi, það getur tekið tvo tíma. Eyfirðingaleið er ekki ekin á tveimur tímum nema í góðum snjó.
Óbrúaðar ár/lækir á leiðinni eru frá vestri til austurs t.d.
1. Blanda
2. Eyfirðingakvísl
3. Svartakvísl
4. Herjólfslækur
5. StrangakvíslSíðan eru 4 kvíslar á leiðinni frá Eyfirðingahólum að Ingólfsskála.
Þegar ekið er til austurs frá Ingólfsskála er eina brúin á leiðinni austan við Ásbjarnarfell yfir Fossá.
Þetta er Eyfirðingaleið.
Kv. JWG
11.07.2002 at 20:06 #462296Sæll Kátur
Gætir þú lýst nánar hvaða leið þú fórst, eins og Jwolf segir þá passar þessi lýsing alls ekki við Eyfirðngaveg. Ef þú hefur farið Mælifellsdal inn á Eyvindarstaðaheiði hefur þú verið að fara Kjalveg, svipað og hestamenn eru að gera. Þar eru uppbyggðir vegir og brýr. Síðast þegar ég fór þar um varð að vísu að fara bæði Svörtukvísl og Blöndu á vaði. Lýsing þín á vaðinu á Blöndu á hins vegar við vaðið á Eyfirðingavegi.
Kjalvegur er mjög þægileg haustleið en Blanda og þó einkum Svartakvísl geta verið illar viðskiptis yfir sumarið.
Kv. Grétar
11.07.2002 at 21:11 #462298Sæll Grétar.
Leiðin sem ég ók var Suður Mælifellsdal og Haukagilsheiði Austan við Aðalmannsvatn og Blönduvatn, Vestan við Ströngukvíslarskála og yfir Ströngukvísl,Herjólfskvísl,Svörtukvísl og að Blöndu þar sem ég snéri við og fór til baka sömu leið aðeins Norður af Strö.Kví.skála þar sem ég tók aðra leið sem liggur á milli Blönduvatns og Blöndulóns og niður í Blöndudal, úfff.
Ég verð að viðurkenna að ég hef ekki hugmynd um hvað þessi leið heitir, Eyfirðinga eða Kjalvegur???, en endilega fræðið mig aðeins um málið.Með allra bestu Kv:Kátur.
21.07.2002 at 20:07 #462300
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Sælir félagar,
samkvæmt bók Páls Sigurðssonar um "Fjallvegafélagið", útgáfa F.Í. 1994 þá er heiti gömlu fjallveganna á miðhálendinu eftirfarandi:Kaldadal þekkja allir væntanlega, en Okvegur (reiðleið) lá vestan Oksins.
Eyfirðingavegur lá vestan Hvítár í Biskupstungum og yfir Hvítá við Hvítárvatn, um Kjöl og yfir Blöndukvíslar, austur með Hofsjökli norðanverðum og niður í Eyjafjarðardal um Vatnahjalla.
Skagfirðingavegur lá frá Arnarvatni (virðist mér) um Stórasand, yfir Blöndu nánast norð-asutan Sauðafells (eða u.þ.b. 35 km. norðar en Eyfirðingavegur) og niður að bæjunum Gilhaga eða Mælifelli í Skagafirði.
Húnvetningavegur lá þá frá Arnarvatni og niður í Víðidal eða Vatnsdal.
Vonandi hjálpar þetta mönnum að tala sömu tungu þegar rætt er um fjallvegi. Trúlega eru til fleiri fornar leiðir, til að mynda Bárðargata, -svo og "Vatnajökulsleið" sem getið er líka í bókinni.
Ingi.
21.07.2002 at 23:27 #462302
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
sælir félagar
fór á laugardag í ingólfsskála til að skoða umrædda leið það var stutt skoðun því áin sem rennur rétt við skálann var í ferlegum ham og virtist geta fleitt skriðdreka til sjávar getur verið að hún heiti (jökulfall) upplýsingar um rett nafn vel þegnar.
fórum skemmtilega stikaða leið frá skála upp að jökli þar er yfir nokkrar jökulsprænur að fara og voruþær talsvert vatnsmeiri á bakaleiðinni eftir ca 20 min stopp uppvið jökul
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.