This topic contains 32 replies, has 1 voice, and was last updated by Anonymous 19 years ago.
-
Topic
-
Gott kvöld.
Ég er ekki félagsmaður í 4×4 en ber mikla virðingu fyrir samtökunum og því sem þau standa fyrir.Ég held að þetta geti verið góður vettvangur til að koma ákveðinni ábendingu til skila.
*Akstur vélknúinna ökutækja er bannaður utanvega í Bláfjöllum.
Þetta hélt ég að öllum væri ljóst. Þó svo skíðavertíðin sé ekki hafin eru gönguskíðamenn á ferð og svo iðkendur ákveðinnar jaðargreinar skíða-/brettaiðkunzf sem fer fram á jafnsléttuösnjó-vindi og ég stunda.Nú í dag þegar ég fór upp í Bláfjöll kom ég að svæðinu vestan við bílastæði suðurgils- stólalyftunnar útkrotuðu í jeppaförum. Ég náði að stoppa tvo bíla. Ökumenn þeirra sögðust ekki vita að utanvegaakstur væri bannaður og að þeir hefðu séð för eftir aðra og haldið að þetta væri í lagi. Það eru skilti við veginn á leiðinni upp í Bláfjöllum sem taka þetta sérstaklega fram. Það að sjá slóða eða för eftir aðra jeppa þýðir ekki endilega að þar megi keyra um!
Þetta finnst mér ekki mikil ferða-/jeppamennska að rjúka í næsta snjó í fólkvanginum Bláfjöll og eyðileggja fyrir þeim sem stunda þar útivist. Ísland ætti að vera nógu stórt fyrir okkur öll.
Afsaka ef þetta er e-ð harkalega orðað en mér ansi heitt í hamsi og ég geri mér grein fyrir að þetta á við aðeins lítinn hluta jeppamanna. Þetta átti eiginlega að koma út sem vinsamleg ábending.
Ef þið mynduð láta þetta berast út væri ég ákaflega þakklátur.
Þakkir, Geir
You must be logged in to reply to this topic.