This topic contains 32 replies, has 1 voice, and was last updated by Anonymous 19 years, 2 months ago.
-
CreatorTopic
-
12.11.2005 at 19:50 #196623
AnonymousGott kvöld.
Ég er ekki félagsmaður í 4×4 en ber mikla virðingu fyrir samtökunum og því sem þau standa fyrir.Ég held að þetta geti verið góður vettvangur til að koma ákveðinni ábendingu til skila.
*Akstur vélknúinna ökutækja er bannaður utanvega í Bláfjöllum.
Þetta hélt ég að öllum væri ljóst. Þó svo skíðavertíðin sé ekki hafin eru gönguskíðamenn á ferð og svo iðkendur ákveðinnar jaðargreinar skíða-/brettaiðkunzf sem fer fram á jafnsléttuösnjó-vindi og ég stunda.Nú í dag þegar ég fór upp í Bláfjöll kom ég að svæðinu vestan við bílastæði suðurgils- stólalyftunnar útkrotuðu í jeppaförum. Ég náði að stoppa tvo bíla. Ökumenn þeirra sögðust ekki vita að utanvegaakstur væri bannaður og að þeir hefðu séð för eftir aðra og haldið að þetta væri í lagi. Það eru skilti við veginn á leiðinni upp í Bláfjöllum sem taka þetta sérstaklega fram. Það að sjá slóða eða för eftir aðra jeppa þýðir ekki endilega að þar megi keyra um!
Þetta finnst mér ekki mikil ferða-/jeppamennska að rjúka í næsta snjó í fólkvanginum Bláfjöll og eyðileggja fyrir þeim sem stunda þar útivist. Ísland ætti að vera nógu stórt fyrir okkur öll.
Afsaka ef þetta er e-ð harkalega orðað en mér ansi heitt í hamsi og ég geri mér grein fyrir að þetta á við aðeins lítinn hluta jeppamanna. Þetta átti eiginlega að koma út sem vinsamleg ábending.
Ef þið mynduð láta þetta berast út væri ég ákaflega þakklátur.
Þakkir, Geir
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
12.11.2005 at 21:42 #532136
Sæll Geir.
Þetta er alls ekkert of hart orðað hjá þér ef þú hefur orðið var við utanvegaakstur þá er ekkert nema rétt að koma því á framfæri og eins og þú lýstir hér að ofan að stöðva ökumenn sem vita kannski ekki betur og benda þeim kurteislega á það.
Nú er það svo að stór hluti af minni fjöldskyldu hefur stundað Bláfjöll undanfarin ár nokkuð stíft þega snjór er. Mín umferð þar um er reyndar eingöngu bundin við það að ég sæki fólkið mitt og skíðin.
En oft sé ég umferð jeppa og vélsleða þar utan vega og yfirleitt eru þau ökutæki að keyra í snjó hvergi nærri merkrum skíðagöngubrautum eða gönguleiðum. Ég hef alltaf staðið í þeirri trú að þetta væri í lagi, það er að sega ef hvergi er ekið nálægt fólksfjölda eða merktum gönguleiðum og nægur snjór sé undir ökutækjum.
Ég skal alveg fúslega viðurkenna að ég hef farið sjálfur þar um akandi á vélsleða og jeppa.Virðingarfyllst Lúther
12.11.2005 at 22:07 #532138Sammála Lúther, þetta er ekkert hart orðað og bara fín ábending. Líklega rétt að þrátt fyrir upplýsingaskilti eru ekki allir sem átta sig á að innan fólksvangsmarkanna er ekki ætlast til að ekið sé utan vega. Heiðin er hins vegar stór og nóg af stöðum til að spóla í snjó og lítið mál að láta tunnustöfunum eftir þetta svæði.
Kv – Skúli
12.11.2005 at 22:12 #532140Sælir,
Ég verð að viðurkenna að ég vissi ekki að það væri bannað að aka á snjó í Bláfjöllum – ég gerði mér þó grein fyrir að á gönguleiðum og skíðasvæðum væri slíkt eðlilega bannað – en að allur fólkvangurinn væri bannsvæði vissi ég ekki. Ég hef sem betur fer aldrei ekið á snjó á þessu svæði.
En eru mörg svona svæði á landinu ? Ég veit um akstursbönn á Öræfajökli og Skeiðarárjökli en eru fleiri svona svæði ?
Ég held að það væri mjög gott ef stjórn 4×4 gæti tekið saman lista yfir þessi bannsvæði og birt hér á netinu t.d. með hnitum svo maður geti sett þetta inn í tækin hjá sér.
Benni
12.11.2005 at 22:17 #532142Þessi þrjú eru þau einu sem ég veit um en sjálfsagt gildir svipað um nágrenni fleiri skíðasvæða. Eitt sem þarf að taka þarna inn í reikninginn og það er að það gildir sama um skíðamenn og jeppamenn, það láta sér ekki allir nægja að vera fararmenn. Á góðum gönguskíðum getur verið þess virði að fara út fyrir troðnu brautirnar og fara sínar eigin leiðir.
Kv – Skúli
12.11.2005 at 22:18 #532144ágætis verkefni fyrir Umhverfisnefndina ég held að stjórnin hafi nóg á sinni könnu, en smá vísbending þá er bannað að aka á flestum friðlöndum, man ekki svipinn hversu mörg þau eru, en allavega nokkrum tugum of mörg
12.11.2005 at 22:25 #532146Sælir
Við sem notum hálendið verðum tvímælalaust að bera ótvíræða virðingu fyrir því að vera ekki ein um vilja njóta hálendisins og snjósins. Okkur eru miklu fleiri vegir færir en t.d. göngufólki, skíðagöngufólki vélsleðafólki o.s.frv eða kanski ekki fleiri heldur aðrir vegir færir.
Fólk vill njóta þess að stunda sína útivist eins og þeim finnst henta án þess að verða fyrir ónæði af tækjum sem henta í allt aðra hluti.
Þess vegna ætti 4×4 að þakka Geir fyrir ábendinguna sem hefði mátt vera orðuð miklu harkalegra án þess að missa sannleiksgildi sitt og koma tilmælunum áleiðis til ökumanna jeppa og vélsleða.
Þetta er hlutur sem hálendisfarar verða að hafa í hávegum og það er að virða aðferðir náungans ti þess að upplifa náttúruna. Við getum á jeppum komist á 20 mínútum frá flestum þéttbýlisstöðum landsins á staði þar sem við ónáðum engann.
Sömuleiðis ber okkur að gæta og það væri þarft að gera meira mál úr því að þegar snjóar mikið innanbæjar hefur brugðið við að börn séu að leik á ófærum götum og jeppamenn hafi ekið á skafla þar sem krakkar hafa verið að leika sér.
Kv Izan
12.11.2005 at 22:27 #532148Vestmannsvatn
Vatnsfjörður
Varmár í Mosfellsbæ
Svarfaðardalur
Surtsey
Stapi og Hellna
Skrúður í Suður-Múlasýslu
Salthöfði og Salthöfðamýri
Pollengi og Tungueyjar
Oddaflóð á Rangárvöllum
Miklavatn í Skagafjarðarsýslu
Melrakkaey
Lónsöræfi
Kringilsárrani
Ingólfshöfði
Hvannalindir
Húsafellskógur
Hólmanes
Hrísey
Hornstrandir
Herðubreið
Herdísarvík
Gullfoss
Grunnafjörður
Grótta Seltjarnarnesi
Geitland í Borgarfirði
Friðland að Fjallabaki
Flatey
Esjufjöll
Eldey
Dyrhólaey V-Skaftafellssýslu
Búðahraun Snæfellsnessýslu
Blautós og Innstavogsnes í Akraneskaupstað
Bakkatjörn
Friðlönd
Kasthúsatjörn og aðliggjandi fjara á Álftanesi
Átak í merkingum á friðlýstum svæðum
ÁstjörnFriðlönd, hægt er að fá nánari upplýsingar á ust.is. mismunandi reglur gilda um umgengni á þessum friðlöndum
12.11.2005 at 22:42 #532150Maður hnýtur strax um Friðland að Fjallabaki – Það er vonandi ekki bannað að aka þar um á snjó….
En það væri vissulega þarft verk hjá stjórn og/eða umhverfisnefnd að fara ofan í sauma á þessu og birta hér lista með hnitum sem afmarka þau svæði sem að algert akstursbann ríkir á.
Benni
12.11.2005 at 22:43 #532152Af hverju hefði Geir átt að mótmæla þessu með enn harkalegri hætti en hann gerði hér á þessum vef??
Ég held að það væri mikið meir gagn að láta svona tilkynningu inn í dagblöð landsins og mætti þá gera það undir merkjum 4×4 klúbbsins.
Enn það er víst svo hrikalega brjálað að gera hjá stjórn að þeir mega ekkert vera að því að skoða svona mál.Lúther
12.11.2005 at 22:48 #532154þannig Lúter, Benidikt það eru mismunandi reglu í Friðlöndunum einsog ég benti þér á. t.d er öll umferð bönnuð á vissum svæðum bæði akstur og mannaferðir og á öðrum stöðum er vélknúinn umferð bönnuð t.d á Hornströndum. Ég tel þetta í verkahring umhverfisnefndar ekki stjórnar
12.11.2005 at 23:13 #532156Þetta er ekki flókið mál. það er bannað að jeppast og sleðast á öllum skíðasvæðum á landinu. Það er bannað að keyra ofaní pottinn í Laugunum, og ef menn eru að fara á Drangajökul og eitthvað lengra, verða menn bara að hafa vit á því að halda kjafti yfir því. Flest önnur svæði eru okkur opin að vetri til, en aðal atriðið er að nota venjulega skynsemi þegar verið er að ferðast, og fara eftir aðstæðum hverju sinni. Það er algjör óþarfi að setja einhverja GPS punkta á blað um hvað má og hvað má ekki, enda erum við ekki opinber stofnun sem er að drepast úr skrifræði, heldur áhugamannafélag um jeppaferðalög.
Góðar stundir
12.11.2005 at 23:14 #532158Sælir félagar
Bláfjallasvæðið er helsta vatnsöflunnar svæði Reykjavíkur og gilda mjög strangar reglur um alla umgengni og umferð um svæðið, það er til dæmis ekki rotþró við skálana heldur er öllu skólpi ekið á brott og öll tæki sem eru við vinnu á svæðinu verða að standast mengunar skoðun. Einnig er í gangi sérstök viðbragðs áætlunn ef árekstur verður eða bíll veltur og olía, bensín fer niður þá er einhverjum rúmmetrum af efni mokað í burt
kv
SIGGI
13.11.2005 at 03:12 #532160Tilvísnir í þær reglur sem snerta akstur á snjó eru á [url=http://um44.klaki.net/reglur.html:n00jzsxt]vefsíðu umhvefisnefndar[/url:n00jzsxt]. Þar eru vísað í allar þær friðlýsingar og reglur sem takmarka akstur á snjó, sem mér hefur tekist að finna. Ekkert er minnst á akstursbönn í [url=http://www.ust.is/LogOgReglur/Fridlysingar/Folkvangar/nr/261:n00jzsxt]þeim reglum[/url:n00jzsxt] um Reykjanes fókvanginn sem vísað er á frá vef Umhverfsistöfnunar, en [url=http://www.skidasvaedi.is/article.asp?catID=18&ArtId=9:n00jzsxt]hér eru reglur um skíðasvæði.[/url:n00jzsxt]. Ekki kemur fram hver setur þessar reglur. Mér tókst ekki að finna neitt um akstursbönn á Bláfjallasvæðinu vegna vatnsverndar.
Almenn kurteisi býður okkur að það sýna ítrastu tillitsemi við akstur á þeim slóðum sem notðar eru af skíðafólki. Nú orðið eru oftast eitthverjir gönguskíðamenn á göngusvæðinu fyrir sunnan og austan suðurgils lyftuna, ef á annaðborð er snjór. Ég hef oft farið þarna á gönguskíðum þegar skíðalyftur eru lokaðar.Fullyrðing Jóns Snæland um að friðlýsingar séu of margar,lýsir hans persónulegu skoðun, og hefur að því er ég fæ best séð, ekkert með ferðafrelsi okkar að gera. Friðlönd á Fjallabaki og Þjórsárverum, og Þingvallaþjóðgarðurinn er mjög fjölfarin af jeppamönnum, og ég þekki eingar vísbendingar í þá veru að þar standi til að takmarka akstur á snjó.
-Einar
13.11.2005 at 14:08 #532162Sammála Eik. Það er misskilningur hjá Ofsa að það sé bannað að aka utanvega á snjó í friðlöndum, almennar reglur gilda um friðlönd svo fremur sem annað sé ekki tilgreint sérstaklega. Það er meira að segja sérstaklega tiltekið að það megi aka á snjó og frosinni jörð hvar sem er í Þjórsárverum.
Annars er þetta svolítið breytilegt í reglum um friðlýst svæði og stundum eru reglurnar það gamlar að það er ekki tekið tillit til aksturs á snjó. T.d. segir í reglugerðinni um Lónsöræfi:
‘Umferð vélknúinna farartækja er bönnuð nema á ógrónum áreyrum, vegum og öðrum merktum akslóðum innan svæðisins.’
Athyglisvert því þarna er tekið fram að það megi aka á ógrónum áreyrum, nokkuð sem gengur lengra í núverandi reglugerðu um akstur á hálendinu og eiginlega þyrfti þetta ákvæði að fara þar inn.
Hins vegar ekkert tiltekið um akstur á snjó, en ég held að það tíðkist nú samt.
Í flestum tilfellum er friðlýsing hið besta mál fyrir okkur sem viljum ferðast um óspillta náttúru þar sem friðlýsing er allavega oftast nær aðgerð til að koma í veg fyrir náttúruskemmdir, stórfellda mannvirkjagerð og fleira í þeim dúr. Akstur á á snjó og frosinni jörð veldur ekki náttúruskemmdum og á því ekki að vera neitt vandamál, þó á því séu einstaka undantekningar.
Kv – SkúliP.s. smá viðbót hérna. Ég er að mistúlka Ofsa hérna, hann er ekki að halda fram að það sé bannað að aka í öllum friðlöndum eins og ég mislas hann, heldur benda á að hægt sé að skoða reglur um þessi friðlönd á ust.is
13.11.2005 at 14:51 #532164Þú hafðir rétt fyrir þér í fyrra skiptið Skúli, Ofsi hefur hefur hlaupið í ýmsar áttir hér, í pósti frá klukkan 22:18 segir hann að það sé bannað að aka í flestum friðlöndum. (á Sigfúsar spjallinu var hægt að benda á einstaka pósta )
-Einar
13.11.2005 at 16:13 #532166Af hverju geta ekki öll dýrin á snjónum verið vinir?
Mér finnst alveg grátlegt að ekki sé hægt að leyfa öllum að njóta jafn skemmtilegs svæðis og Bláfjallasvæðið er á jafnréttisgrundvelli. Bláfjallasvæðið er alveg einstök náttúruperla sem gaman er að ferðast um og ekki spillir fyrir að þar er mikil snjósöfnun þar sem snjórinn kemur snemma á haustin og fer seint á vorin.Það er alveg nægt landssvæði fyrir alla og finnst mér að það mætti alveg skipta svæðinu niður svo allir geti verið ánægðir og haft sitt afmarkaða svæði til að vera á. Skíðasvæðið sjálft fyrir skíða/brettamenn, Heiðin há, við Suðurgil, fyrir gönguskíðafólk, Draumadalurinn fyrir norðan Framsvæðið fyrir sleðamenn og eitthvað annað svæði fyrir jeppamenn. Það væri vel hægt að skipta svæðinu svona svo að allir hafi sitt svæði til að vera á og trufla ekki hver annan.
Af hverju geta ekki öll dýrin á snjónum verið vinir?Kv, ÓAG.
13.11.2005 at 16:22 #532168Jósepsdalur og Hengillinn hafa nú alveg dugað mér hingað til, fyrir jeppaleikfimi (þ.e.a.s. meðan það ennþá snjóaði eitthvað).
Mosfellsheiðin hefur einnig löngum verið vinsæl, og hefur mikla snjósöfnun. Engin ástæða fyrir okkur að vera að flækjast eitthvað í kringum skíðasvæðin.
kv
Rúnar.
14.11.2005 at 16:19 #532170
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Ég þakka mjög svo jákvæðar undirtektir og umræður við þessari ábendingu minni.
Var hálf hræddur um að verða skotinn í kaf.
Hér e-staðar að ofan er verið að reyna grafast fyrir um akstursbannið án árangurs í reglugerðum á vef umhverfisstofnunar. Þar er vísað í reglugerð Reykjanesfólkvang þar sem ekki er tekið á akstursbanni en í reglugerð um Bláfjallafólksvang er tekið fram að "Stjórn fólksvangsins er heimilt að takmarka eða banna umferð vélknúinna farartækja innan marka fólkvangsins." (Slóðin er: http://www.ust.is/LogOgReglur/Fridlysingar/Folkvangar/nr/253)
Bláfjallafólksvangur er rekinn sameiginlega af nærliggjandi sveitafélögum. Það er því sameiginleg nefnd þeirra sem setur reglur er varðar fólksvanginn. Ofangreindum aðila tókst ekki heldur að finna reglur er varðaði akstursbönn vegna vatnsverndar á vef skíðasvæðis Bláfjalla en þessi texti tekur á því. "Bláfjöll eru innan vatnsverndarsvæðis og því er þar allur utanvegakstur með öllu óheimill." (Slóð: http://www.skidasvaedi.is/article.asp?catID=18&ArtId=10)Ég ætlaði ekkert að standa í neinu reglugerðafjasi, heilbrigð skynsemi segir mönnum að þetta er bannað sama hvað tautar og raular. Það hefur reyndar enginn andmælt því hér að neinu ráði heldur einungis vangaveltur og mjög eðlilegt að menn vilji sjá það svart á hvítu.
Með þökkum, Geir
14.11.2005 at 16:49 #532172Það er kannske ekki aðalatriðið í þessu samhengi, hvaða reglur eru nákvæmlega í gildi á Bláfjallasvæðinu, en engu að síður er það áhugavert að fá botn í það hvaða reglur gilda þar. Ég var búinn að setja link á reglur varðand Bláfjallasvæðið inn á [url=http://um44.klaki.net/reglur.html:ot75p3h3]vef umhverfisnefndar[/url:ot75p3h3] (neðst á síðunni).
Á [url=http://www.skidasvaedi.is/article.asp?catID=18&ArtId=9:ot75p3h3]Bláfjallavefnum[/url:ot75p3h3] stendur
[b:ot75p3h3]"Athugið að allur akstur vélsleða og jeppa utan vega á skíðasvæðunum er stranglega bannaður. Til skíðasvæðanna heyra einnig þau svæði sem lögð eru undir gönguskíðabrautir."[/b:ot75p3h3]
Þetta bann er væntanlega byggt á samþykkt stjórnar Bláfjalla fólkvangs. En nú er það þannig að starfsmenn skíðasvæðanna keyra um þau, bæði á vélsleðum og snjótroðurum. Þannig að líklega gildur þetta bann ekki um alla eða alltaf. Einnig vantar upplýsingar um það hvort þetta á við um allan Bláfjallafólkvanginn, eða aðeins hluta hans.
Fyrir nokkrum árum þá notaði tiltekið ferðaþjónustu fyrirtæki gögnguskíðasvæðið fyrir vélsleðaleigu og ferðir með túrista. Þetta gékk heilan vetur, þannig að þetta hefur örgglega verið gert með vitund umsjónarmanna skíðasvæðissins.Ég efast um að fullyrðingar um að akstur á snjó sé bannaður vegna vatnsverndar fái staðist, þó svo þær sé m.a. að finna á vef skíðasvæðisins.
Þetta skiptir jeppamenn máli vegna þess að þarna er oft snjór, þó annars sé hvergi aðgegnilegan snjó að finna nær Reykjavík en á Langjökli. Bjáfjallasvæðið er miklu snjóþyngra en Jósepsdalur og Legoland við Skarðsmýrarfjall.
-Einar
14.11.2005 at 16:58 #532174Ég skal vera fyrstur manna hér til að viðurkenna það að ég hafi keyrt utan vega í bláfjöllum.
Það er þó ekki þannig að það ætti að koma á neinn hátt niður á skíðamönnum.
Annar tveggja staða þar sem ég hef keyrt er upp slóðann sem er meðfram stólalyftunni í suðurgili og svo í áttina að hafnarfirði frá bláfjallaskála, beint yfir hraunið.
Ég hef orðið var við mikið hatur í minn garð þegar ég framkvæmi þessar æfingar mínar svo ég reyni að halda þeim í lámarki.
Mér finnst bara með þessa skíðastétt, eins og svo margar aðrar að þeim finnst sem þeir eigi allan rétt.
Ég á yfirleitt árskort í bláfjöllum og hef mikið gaman að því að vera þar á mín bretti, en ég vill líka geta verið í nágreninu á jeppanum og finnst það tvennt alveg geta farið saman.(minnist þess bara þegar ég var á krossara og fór eitthvað út úr bænum. Hitti oft hestamenn sem voru að vonum brjálagðir og sögðu mér að fara annað. Þar til ég áttaði mig á því að reykjavík er umkringd hestasvæði. Frá Reykjavík og út á land verður maður að fara um hestasvæði, hvað svo sem tautar og raular. Þetta varð þess valdandi að maður gafst upp og hætti að skeyta um reiða hestamenn. – ég vona bara að þetta verði ekki rauninn um skíðamenn – )
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.