This topic contains 7 replies, has 1 voice, and was last updated by Bæring J. Björgvinsson 17 years ago.
-
Topic
-
.Ég fór í gær gærkvöldi upp í Bláfjöll að athuga með skíðafæri um níuleytið.Þar mætti mér ótrúleg sjón við eina mest notuðu skíðabrekkuna í Bláfjöllum norðanmegin við stærsta skálann. Brekka sem greinilega er búið að leggja milkla vinnu í að gera nothæfa fyrir skíðafólk með snjótroðurum. Þar var fólk á jeppa að leika sér við að keyra ítekað upp í brekkuna. Jeppinn tók löng tilhlaup og komst nokkuð langt upp. Hann keyrði frá brekkunni upp að stærsta skálanum og sneri þar við. Síðan var allt gefið í botn niður að skemmunum. Framhjá þeim og upp í brekkuna. Skrautlegt. Þessir menn voru þarna á amk. 2 bílum. Annar breyttur en hinn ekkert enda var hann ekki notaður í brekkuna. Ég keyrði að skálanum til skoða bílana og þegar þeir sáu mig þá keyrðu þeir að mér skrúfuðu niður rúðu og hrópuðu einhverju að mér. „Ert þú vörður hér“ heyrðist mér þeir segja og svo brunuðu þeir upp í brekku aftur. Þetta voru engin börn ef marka mátti bílakostinn. 3-4 milljóna kr. jeppar hvor.
You must be logged in to reply to this topic.