This topic contains 0 replies, has 1 voice, and was last updated by Anonymous 20 years, 8 months ago.
-
Topic
-
Mér þykir Páll minn kæri félagi , einfalda málið frekar mikið. Þegar hann segir ? Að mega breyta jeppunum okkar og ferðast á þeim? síðan segir hann sem svo ? Að heilinn í okkur þurfi að vera í lagi?. Með þessu er hann að halda því fram að þetta sé allt undir okkur komið, því er ég ekki sammála.
Páll ætti ekki heldur að vanmeta lestur síðunnar, En ég er alveg samála honum í því að við eigum að reka okkar áróður í fjölmiðlum, blöðum, útvarpi og sjónvarpi.
Var það gert núna í þessum ?Stormi? þó eitt viðtal í útvarpi, og ein aum blaðagrein hafi verið öll uppskera jeppamanna. Ferðaklúbburinn á að svara öllum ásásum á okkur í fjölmiðlum, og á ekki að vera nein undantekning á því.Við getum tekið okkur samann í andlitinu og gert ýmislegt sjálf t.d
Ekið hægar með túristana ( því túristaökumennirnir eru að stórum hluta til úr röðum okkar ). Barist gegn utanvegarakstri. Tekið tillit til Ferðaþjónustuaðila, og er þá sérstaklega átt við þá aðila sem eru með vélsleðaferðir. Við getum gert fleira og fleira til þess að bæta ímynd okkar.ÞAÐ ER ÞRENT SEM ÞARF AÐ VARAST.
1 Okkur sjálf, að við skemmum ekki þá þokkalegu ímynd sem við þó þegar höfum.
2 Íslenska öfgamenn og jeppa hatarar. Í þeim hóp eru öfgafullir náttúruunnendur sem vilja eingöngu láta ganga um landið. Og að þeirra áliti, eiga þeir sem ekki eiga þess kost að ganga. Að skoða landið af ljósmyndum.
Áhrifagjarnt fólk, sem lætur áróður öfgamanna hafa áhrif á sig vegna þekkingarleysis þeirra á óbyggðum. Þessi hópur er stór og oft valdamikill, Þarf einungis að nefna Hreggvið Jónsson til sögunar. Hann sendir af stað bréf , um málefni sem hann hefur ekkert vit á. Svona bull og vitleysa getur haft ófyrirsjáanlegar afleiðingar.
Og svo er það ríkisbáknið sjálft, þar sem skipaðar eru nefndir hægri-vinstri. Og látið undir höfuð leggjast, hvort nefndirnar eru rétt mannaðar eður ei, eða hvort þær fái nægan tíma til verksins. Síðan kemur nefndarálitið. Sem getur létt rúllað í gegnum kerfið. Og við setið uppi með bastarðinn.
Reglugerðis bastarðurinn fer jú í gegnum ráðherra, en það er ekki víst að það sé til bóta. Því það er jú svo einkennilegt að ráðherrar þurfa ekki endilega að hafa vit á því málefni sem undir þá falla. Þetta kemur til af hrókeringum við stjórnarmyndun.
Og þingmenn með sérþekkingu á ákveðnu málefni lenda í röngu ráðuneyti. Þetta held ég að hafi gerst í utanríkisráðuneytinu í þetta skipti. Og hefur verið að gerast í gegnum tíðina. Allar götur frá tímum Þjóðstjórnarinnar.ALVARLEGASTA MÁLIÐ
3 Er fjandans Evrópa.
Og það reglugerðar bákn sem samið er þar, og við látinn undir gangast. Nú er Ásta R Jóhannesdóttir með fyrirspurn um einhver umferðar og bíla mál á alþingi. mál nr áttahundruð og ???? en Soffía getur frætt okkur betur um það.
Í raun er öll sú umræða sem fer fram á íslandi hégómi, sem ekki skiptir máli, enda er stefnt leynt og ljóst að því að gera okkur að alvöru evrópu búum. Og þá fær Brussel endanlega að drottna yfir því, sem það gerir ekki nú þegar. Og þá skiptir ekki máli hvort Páll hafi veri þægur og góður jeppamaður. Pæjeróinn fer þá aftur á 33? eða í sorpu. Svo einfalt er það. EB gefur ekki undanþágur, í mestalagi aðlögunartíma. Ég heyrði að sænskir þingmenn væru að velta vöngum yfir því hvað þeir væru að gera á þingi yfir höfuð, enda væru öll völd hvort sem er kominn úr höndum þeirra. Rök þeirra blindu og áttavilltu sála sem styðja EB, hafa verið sú að meðan við erum ekki fullgildir félaga í EB þá höfum við ekki áhrif. Ég blæs á svona heimsku kjaftæði. Með stækkun EB til austurs er mann fjöldinn orðinn slíkur að við höfum enginn áhrif. Við höfum ekki einu sinni áhrif, þó við legðumst alltaf á eitt norðurlandaþjóðirnar. Við eru einsog krækiber í helvíti þarna niður frá í Brussel. Við íslendingar búum við allt aðrar aðstæður en mið evrópu búar, hér eru vertíðar af ýmsu tagi og þá þar oft að taka til hendinni og vinna frameftir, veður og fleira kemur til, sem skapar sérstöðu okkar.
Ég held að í framtíðinni verði þessum Evrópu sinnum minnst sem landráðamönnum.
Það hefur áður verið reynt að skapa svona óskapnaði sem EB í sögunni og er skemmst að minnast Sovétríkjanna, Rómarríkis, ofl,ofl um öll hrundu þau, enda alltof mislitur hópur innan þeirra. Einsog kemur til með að verða í EB. T.d hvern fjandann eigum við sameiginlegt með Tyrklandi. Sem bankar orðið fast á dyrnar í Brussel.
Pólutíkusar hafa ekki verið feimnir við það að berja sér á brjóst, á undanförnum misserum. Og sagt að við séum best í hinu og þessu í heiminum. Og ríkust í heiminum ef miðað er við þetta eða hitt. Reyndar er þetta mest mont og minnimáttarkennd hjá þeim. En ef satt væri hvað þurfum við þá að sækja þarna niður eftir. Ekki þurfum við að hafa áhyggjur af atvinnuleysi, en í einu af nýjustu EB löndunum Pólandi er 25% atvinnuleysi. En nú er komið nóg að rausinu, ég á bara svo erfitt að hemja mig þegar kemur að EES, EB og hvað það heitir nú allt samann.PS þetta var skemmtileg saga af Japönunum, og ábyggilega hægt að nýta hana okkur til framdráttar í baráttuni við jeppa breytingar andstæðinga. En það er verst að Japanir ráða engu í Evrópu.
Jón Snæland.
You must be logged in to reply to this topic.