This topic contains 0 replies, has 1 voice, and was last updated by Guðmundur Guðmundsson 17 years, 12 months ago.
-
Topic
-
Sælir félagar, þessa bók verðum við að eignast!
kv gundurÍslenskir hellar
Stórvirkið Íslenskir hellar eftir Björn Hróarsson er komið út hjá Vöku-Helgafelli (Eddu útgáfu hf.). Um er að ræða tvær bækur í öskju. Bækurnar eru í stóru broti, 33 cm x 25 cm, opnan er þannig 33 cm á hæð og hálfur metri á breidd. Verkið í heild er 672 blaðsíður, fyrra bindið er 320 blaðsíður og síðara bindið er 352 blaðsíður. Textinn er um 150.000 orð eða um ein miljón stafir. Myndirnar eru um 1000 talsins. Þar af eru uppdrættir af um 100 hraunhellum.Í þessu mikla verki er lýst undraveröld hraunhellanna á Íslandi. Með stórfenglegum ljósmyndum og uppdráttum er lýst á fimmta hundrað hellum og um fæsta þeirra hefur verið fjallað á prenti fram til þessa. Bókin færir lesendum gríðarlega viðbót við lýsingu landsins því hellarnir eru samanlagt yfir 100 kílómetrar að lengd og að umfangi yfir fimm miljónir rúmmetra.
Hellafræðin er kynnt ítarlega til sögunnar og tilurð hraunhella útskýrð á glöggan og aðgengilegan hátt. Fjallað er um hraunrennsli og þær einstæðu myndanir sem íslenskir hraunhellar geyma og gerð grein fyrir hellarannsóknum, hellamennsku og umgengni í hellum svo eitthvað sé nefnt.
Með hjálp nærri þúsund stórfenglegra ljósmynda er hulunni svipt af heillandi veröld og lesendum boðið í ferðalag sem seint gleymist. Eitt af markmiðum útgáfunnar er að kynna þessa undirheima og upplýsa um undur þeirra og hvernig skuli um þá gengið. Bókinni er beinlínis ætlað að koma í staðinn fyrir hellaferðir enda nú hægt að njóta hellanna heima í stofu eða „sitja kyrr á sama stað en samt að vera að ferðast“.
Þótt bókin sé eðlilega búin til fyrir lesendur sína eins og aðrar bækur þá er hún einnig og ekki síður sett saman fyrir hellana sjálfa. Þeir þurfa á því að halda að um þá sé vitað og um þá sé fjallað. Það er hvorki hægt að skoða, virða, nýta né vernda heim sem ekki er vitað um. Þetta mikla verk fjallar þannig ekki bara um hellana heldur var hún einnig hugsuð fyrir þá.
Björn Hróarsson, höfundur verksins, er jarðfræðingur og hellafræðingur sem stundað hefur rannsóknir á hraunhellum í aldarfjórðung. Hann hefur notið aðstoðar fjölmarra hellamanna og sérfræðinga á ýmsum sviðum við að draga upp þessa ítarlegu lýsingu. Heimildaskráin telur til dæmis um 700 titla. Þá eiga um 40 ljósmyndarar, innlendir og erlendir, myndir í bókinni.
Allt leggst hér á eitt við að ljúka upp ævintýralegri veröld sem fáir þekkja.
Bókin Íslenskir hellar hefur verið tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna.
You must be logged in to reply to this topic.