This topic contains 3 replies, has 1 voice, and was last updated by Anonymous 21 years, 4 months ago.
-
Topic
-
Góðan daginn.
Bara að minna á bjórkvöldið hjá B & L á föstudagskvöldið. Get lekið því í ykkur að það verður tekið vel á móti okkur og vonandi mæta sem flestir. B & L ætla að sýna okkur alla nýjustu jeppana frá þeim, Land Rover, Hyundai, BMW og fl. Held að ég fari ekki með rangt mál, er ég segi að það verði þarna nýr 38″ bíll, sem er að detta úr breytingu þessa dagana.
Við erum þó í nettum vandræðum með að áætla þann fjölda sem hugsanlega lætur sjá sig. Það hafa nefnilega verið að mæta á þessar uppákomur allt á milli 100 – 350 manns. Vitað er um stóran hóp frá Vesturlandsdeildinni og heyrst hefur af „Slóðrík“ og félögum, að þeir ætla að fjölmenna.
Sjáumst í góðum „gír“ hjá B & L stundvíslega kl 20:00.
kv
Palli
You must be logged in to reply to this topic.