Forsíða › Forums › Spjallið › Klúbburinn › Bjórkvöld
This topic contains 41 replies, has 1 voice, and was last updated by Jens Klein 17 years, 1 month ago.
-
CreatorTopic
-
27.11.2007 at 20:42 #201272
Hljómar vel en…… ég ætla rétt að vona að það mæti ekki allir félagar í klúbbnum ………..
Skál Lella -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
30.11.2007 at 17:19 #604822
á hvaða glas er þú komin MHN, þú bara ruglar
Ofsi sjaldan fastur hvað það vita það allir landsmenn að Ofsi er KISA sem er alltaf fastur og drífur ekki neitt.
Skál Lella
30.11.2007 at 17:22 #604824Er verið að taka forskot á sæluna eitthvað? Alveg tæpir 3 tímar í þetta ennþá elskurnar mínar….
30.11.2007 at 17:29 #604826Ég hef nú aldrei sé betri skrif, eða mann hafa meira rétt fyrir sér. Þessa vísu verður eiginlega að höggva í stein, og jafnvel koma henni inn í kennslugögn grunnskólanna, ekki spurning. Kærar þakki Magnús.
Ps hvert var aftur reikningsnúmerið þitt, eða vildir þú bara fá þetta í notuðum seðlum, sem væru ekki í númeraröð. Ef svo er þá hittumst við bak við Perluna. Þegar þú villt.
Þinn vinur Ofsi
30.11.2007 at 17:55 #604828og miðað við missannar frægðarsögur sem fara af Ofsa þá er hann eiginlega aldrei fastur,bara mismunandi laus.
En úr því að mhn og lella eru í rétta gírnum er ekki upplagt að þau klári þessa vísu.
Þetta væri sungið einsog Öxar við ánna en textinn
smá breyttur.Öxlar í ánni
brotna í hrönnum
snýst uppá drifið
svo gnýstir í tönnumog framhaldið lætur á sér standa hjá mér.
Kannski veitir ekkert af atomskáldi klúbbsins honum
logimar.
krepjubaukurinn
30.11.2007 at 18:00 #604830…einkapartí útvalinna eða mega nýliðar mæta? Verður þetta ekki bara innanhúshúmor í gegn?
30.11.2007 at 18:20 #604832Þetta er ekkert einkapartí og þú kynnist ekki húmor eða fólki nema að mæta og kynnast fólki
svo einfalt er nú það
kv Gísli
30.11.2007 at 18:21 #604834Nei nei öllum félagsmönnum opið og húmorinn ekki lokal. Hér er eitt dæmi sem ég stal frá formanninum.
Tveir gaurar frá Íslandi dóu og vakna upp í helvíti.Daginn eftir tékkar Djöfullinn sjálfur á þeim og sér að þeir sitja í mestu makindum í úlpunum sínum, með vettlinga og húfur og orna sér við eldinn.
Djöfullinn spyr þá hvað þeir séu eiginlega að gera? Er ekki nógu heitt í helvíti fyrir ykkur ?
Gaurarnir svara, Sko, þú veist, við erum frá Íslandi, landi snjós,íss og kulda. Við erum bara ánægðir að fá smá yl í kroppinn.
Djöfullinn ákveður að þeir séu nú ekki að þjást nóg svo hann skrúfar upp hitann.
Morguninn eftir kíkir hann aftur á gaurana tvo og þarna sitja þeir ennþá í úlpum með húfurnar og vettlingana ennþá á. Það er nú ferlega heitt hérna, finnst ykkur það ekki?
Aftur svara gaurarnir því til að þeir komi jú frá Íslandi, landi snjóa, íss og kulda, við erum bara fegnir að fá smá yl í kroppinn !
Það fór nú að fjúka nett í Kölska og hann ákveður að jafna örlítið um þessa tvo gaura. Hann fer og setur hitann á "Fáránlegt". Fólk fer að veina og væla út um allt helvíti. Hann fer svo og kíkir á gaurana tvo frá Íslandi og sér að þeir eru komnir á skyrtuna með upprúllaðar ermar og eru að grilla pylsur og þamba bjór.
Djöfsi verður steinhissa, Allir hérna inni þjást og veina, en þið virðist bara njóta ykkar?
Já sko, það er svo hrikalega sjaldan að við fáum svona gott veður heima á Íslandi, að við urðum bara að grípa tækifærið og grilla aðeins og súpa á öli.
Alveg óður af bræði, strunsar Djöfsi í burtu og hugsar málið. Að lokum kemst hann að þeirri niðurstöðu að þessir gaurar hafi verið að krókna allt sitt auma líf á Íslandi, þess vegna eru þeir svona kátir yfir öllum hitanum.
Djöfullinn ákveður að skrúfa fyrir allan hitann í öllu Helvíti.
Daginn eftir er orðið ískalt í Helvíti og héla og grýlukerti allsstaðar.
Fólki orðið svo kalt að það gat varla gert neitt annað en veinað og aumkað sér yfir kuldanum. Tannaglamur yfirgnæfði samt að mestu veinin. Djöfullinn glotti með sjálfum sér og fór að kíkja á gaurana frá Íslandi.
Þar eru þeir komnir í úlpuna, húfuna og með vettlingana á sér…en Djöfsa til mikillar furðu, eru þeir að hoppa og öskra Ole ole af mikilli gleði !?
Ég skil ekki, sagði Djöfsi, ég skrúfaði hitann upp úr öllu valdi og þið voruð bara ánægðir og núna er bullandi frost hérna og þið bara öskrandi af gleði?? Hvað í fjárnaum er að ykkur tveim?
Íslendingarnir líta á Djöfsa með spurn í augum, Ha, veistu það ekki? Ef það frýs í helvíti, þýðir það bara að Íslendingar hafa unnið Dani loksins á Parken!
30.11.2007 at 18:40 #604836Öxlar í ánni við árdaka hann prjónar
upp rísi framdekk og drifskaf sveik .
Skjót upp spottin, kominn á kreik
skulum ná þessum og treystum á þetta reip.
Áfram áfram , og alltaf að slíta
Fleiri fleiri bæði menn og tól.
Tengjumst meiri böndum
tökum saman höndum,
bílnum, náum , uppúr forarþró.kv,,,MHN
01.12.2007 at 20:20 #604838Ég þakka fyrir mig, þetta var svakalega fínt í gær (ekki eins fínt núna í dag, eftir allt bjórsullið). Ég fékk lánaða svarta húfu merkta Mercedes Bens, ég kem með hana á opið hús á fimmtudaginn. Þá skulda ég einhverjum fyrir leigubíl, sá hinn sami getur sent mér tölvupóst og rukkað mig.
01.12.2007 at 21:18 #604840Var að lesa þennan þráð, þessi saga hjá þér, Ofsi, er alveg milljón, svona með þeim fyndnari sem ég hef lesið í seinni tíð, snertir svona í manni , tjah, þetta anti fótboltalandsliðs element, haha, en að öðru leyti vil ég þakka félögum fyrir fínt kvöld í gærkvöldi, var að vísu ekki í bjórnum sjálfur vegna þess að ég þurfti að fara að vinna snemma í morgun og nennti ekki þessu "deyr og rís upp þunnur og fer í bað" consepti, en engu að síður fínt kvöld. Sá annars hérna ofar í þræðinum að Árni "baukur" var að falast eftir aðstoð minni með þennan "Öxar við ána" texta, skorast ekki undan því og kem hér með mína tillögu að honum, dæmi hver sem vill.
.
Öxlar við ána, átaki dreyfa
út í öll hjólin sem spyrna í jörð
helvítis rokkinn nú látum við hreyfa
háfjallajeppann og spæna upp svörð
hærra, í landið skal sækja
hærra, og feta fjallaslóð
ökum yfir ála, komum svo í skála
og kveikjum þar í kolum glóð.
.
Kveðjur, L.
02.12.2007 at 20:37 #604842Já timburmaðurinn klikkaði ekki á þessu,eftir sturtuna ?
Að vísu ekki framhald á því sem byrjað var á en hljómar bara vel.
Með gítar og bassa sem botnin fylla kann þá verður þetta ágætis klúbbsöngur þar til annað verður ákveðið.
Svo þegar sauðablótið nei nei Þorrablótið nálgast verða allir búnir að læra þetta og þú búin að setja saman drápu um þennan undarlega sið að eta súrt og svo skemmt að það þarf sérhannað íslenskt brennivín útí til að lifa af.Dunkurinn.
03.12.2007 at 23:56 #604844Það má nú segja að þetta hafi verið bara hin besta skemmtun. Verst þótti mér að það skildi hafa tekið 1 og 1/2 sólarhring (að vísu með 2 tíma í matarhlé) að jafna sig eftir þetta þrátt fyrir að hafa bara drukkið dry sódavatn. Ég þarf greinilega að endurskoða þessi mál eitthvað.
Hlynur Snæland á bestu þakkir skildar fyrir æfinguna á loftdælunni sem að ég ofl. fengum kl. 3 um nóttina en þar sem Gísli Þór neitar allri sök… þá get ég ekki þakkað honum fyrir… nema þá fyrir að halda Hlyni kompaní inn í bíl á meðan… en þeir neituðu að opna fyrr en loft væri komið… í bæði dekkin…
Takk, takk kæru sófariddarar.
kv. stef… ;->
04.12.2007 at 16:36 #604846Er það rétt sem ég heyrði að það hefði verið boðið upp á bjór sem að heitir Nordlicht Lager á bjórkvöldinu hjá ykkur?
Kv, Ásta
04.12.2007 at 17:42 #604848Jú veistu það var eitthvað svoleiðis… bara fínasta glundur…
05.12.2007 at 10:40 #604850Já ég veit að hann er góður, systir mömmu minnar er að brugga hann í Bayen, út í Þýskalandi og sendir hann hingað heim í sölu. Ég talaði við hana í gær og sagði henni frá því og hún var alveg í skýjunum um að það gengi svona vel að selja hann. Mér finnst þessi bjór algjör snild og nú finnst mér ennþá meiri leiðindi að ég hefði ekki komist á bjórkvöldið með ykkur. Og fannst mér það nógu fúlt fyrir.
Kv, Ásta
05.12.2007 at 10:58 #604852Þetta er á hraðri leið með að verða hirðbjór F4x4 😉
05.12.2007 at 11:14 #604854miðað við hvernig þessi ágæti bjór virkaði daginn eftir held ég að ég forðist hann alveg í framtíðinni.
Skál Lella
05.12.2007 at 13:09 #604856Lella… þar sem að hann virkaði nú samt nokkuð vel á þig um kvöldið, þá verður þú að hugsa um okkur hin. "Take one for the team".
kv. stef…. ;->
05.12.2007 at 14:12 #604858paulaner heitir bjórinn sem við vorum að drekka á bjórkvöldinu og var hann frá RJC
05.12.2007 at 14:13 #604860ok, ég hef greinilega ekki drukkið nóg af honum til að muna þetta 😉 sem segir allt sem segja þarf…
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.