This topic contains 77 replies, has 1 voice, and was last updated by Anonymous 14 years, 9 months ago.
-
CreatorTopic
-
02.04.2010 at 03:03 #209541
.
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
03.04.2010 at 12:57 #688962
Sæl veriði. Svo að ég felli nú dóm hér líka í þessari "upplýstu" umræðu að þá er Atli hér að tala út frá gremju en ekki af yfirvegun og yfirsýn. Það þýðir ekki Atli að ég þoli ekki rökræðuna, mér finnst hún góð. Ég er einfaldlega bara að mestu leyti ósammála þér.
Ég er búinn að vera þarna uppfrá flesta daga frá því á síðasta sunnudag (er ekki í bj.sveit eða á þeirra vegum) og verð að hrósa bjrgunarsveitarfólkinu þarna upp frá af heilum hug. Það hefur oft verið ótrúlegt að horfa upp á ömurlega hrokafulla framkomu fólks gagnvart þeim þarna. Svona "hvað þykist þú vera þarna helvítis skátabjáni" viðhorf sem að við getum öll skammast okkur fyrir. Þetta fólk stendur þarna vaktina í nafni Almannavarna og er það skilgreint sem partur af hlutverki sveitanna að bjóða sig fram í þá vinnu þegar þörf er á. Eftir síðasta þriðjudagskvöld, þar sem að fólk stóð í hópum ofan á snjófönninni austan af hrauninu sannfærðist ég um að oft þurfum við einfaldlega forsjárhyggju. Nema að við viljum bara líta undan og leyfa náttúrulögmálinu að eyða nokkrum sem ekki eiga í raun skilið að lifa af út frá því. Ég myndi alveg vera til í að skoða þær rökræður líka.
Fönnin var að bráðna undan þeim og mikil hætta á gufusprengingum að sögn jarfræðinga þarna á svæðinu. Fólkið hlustaði engu að síður helst ekki á beiðni hjálparstarfsmanna þarna á svæðinu um að færa sig aðeins aftar, heldur hélt bara áfram að taka af sér og öðrum myndir. Þar á meðal var m.a. einn félagi minn sem að síðan varð alhvítur í framan þegar að brotnaði skyndilega undan honum og hann súnkaði 30 cm. niður í snjó. Honum til happs að hann spratt eins og froskur upp úr.Eina undantekingin sem ég vil gera við ánægju mína með störf björgunarsveitarfólksins þarna upp frá er sá sem að var þarna í gær á Ársæls Patrolnum austan við eldri gíginn. Hann ók eins og bandíti á fullu gasi, aftur og aftur fram og til baka þarna. Ók í veg fyrir fólk, bíla og vélsleða með mjög ógnandi hætti og hreinlega hellti sér yfir fólkið. Hver svo sem að hann er, þarf sá aðili verulega að endurskoða á hvaða forsendum hann kýs að "hjálpa" fólki.
Stöndum saman. Um leið og eitthvað alvarlegt gerist verður okkur hinum alfarið bannað að fara þarna, eða það reynt. Það er því hagur okkar allra að þetta fari fram með sem öruggustum hætti.
03.04.2010 at 12:58 #688964Já og þetta kalar öfga göngufólkið utanvegaakstur????
[url:2vuejd9c]http://mosi.blog.is/blog/mosi/entry/1037823/[/url:2vuejd9c]Ég ætlaði að fara að skrifa eitthvað hjá honum, en treysti mér ekki til þess að gera það án þess að verða okkur jeppamönnum til skammar með hroka. Mér finnst þetta svo arfavitlaust.
03.04.2010 at 13:24 #688966Já þessi bloggari er nátturulega bara fáfróður, þar sem greinilega er um snjóakstur að ræða. ,þó svo að þetta sé nú ekki mjög fagurt að sjá, hverfur þetta eftir sirka 2 vikur….
kv
Gunnar sem á líklegast 1 farið þarna.Ég var þarna uppfrá um daginn og var þarna þegar byrjað var að segja fólki að færa sig frá gufunum, þeir sýndu mér ekki hroka bara smá yfirvaldsfíling, líklegast eins og þeim var sagt, þannig að þeir fá toppeinkunn frá mér.
Annars sá ég þá bara rúnta upp og niðureftir gosinu í útsýnisferðum, enda veðrið til þess og dýrðin af þessu gosi alveg frábær. Björgunarsveitarmenn eru nauðsynlegir fyrir vitleysingana hérlendis eins og þetta gos hefur sýnt. Það væri gaman að vita hvort þeir hafi þurft að bjarga einhverjum úr F4x4 félaginu á gallabuxunum þarna uppfrá eða hvort þetta séu bara sömu vitleysingarnari aftur og aftur að koma sér í vandræði útfrá vanþekkingu. Kannski vantar bara betri kennslu fyrir almenning fyrir útiveru á veturnar. Það er t.d. kennt fólki í skóla að lesa dönsku, en ekki að bjarga sér í fimbulkulda og skafrenning….hvort er mikilvægara
03.04.2010 at 13:32 #688968
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Sumir verða alveg viti sínu fjær við smalamennskur, aðrir þegar steypubíllinn er á leiðinni o.s.frv. Dagfarsprúðir menn eiga það til að breytast í hálfgerðar ófreskjur við tilteknar aðstæður. Við þekkjum það flest.
Auðvitað verða björgunarsveitamenn að reyna að halda ró sinni á svæðinu, menn missa trúverðugleikann um leið og þeir "missa kúlið".
Það er í sjálfu sér engin furða að einhverjir í þeirra röðum hafi "misst það" þarna uppfrá, mikið álag, óstýrilátt fólk við að eiga o.s.frv.
Það gerir björgunarsveitirnar samt ekki stikkfríar fyrir gagnrýni, enda þykir mér sennilegt að sveitirnar taki svona gagnrýni frekar á uppbyggilegan hátt til að reyna að koma í veg fyrir árekstra af þessu tagi í framtíðinni.kkv
Grímur
03.04.2010 at 13:59 #688970Það er alveg magnað hvað sumir geta orðið leiðinlegir og grimmir ef þeir verða fyrir smá gagnrýni.
Það er eins og það sé algerlega bannað að segja sýnar skoðanir á björgunarsveitum.
Ég var sjálfur uppi á gossvæði á fjórhjóli þegar nýja sprungan opnaði.
í mátulegri fjarlægð að sjálfsögðu, það var hverjum manni með fullu viti ljóst að þarna var engin sérstök hætta á ferðum gossvæðið breiddist ekkert út svo heita megi, og algerlega fráleitt að rýma jökulinn eins og hann leggur sig.
en panikkið hjá björgunarsveitunum var slíkt, allt að því ómálga börn sem kölluðu sig björgunarsveitamenn og voru í þar til gerðum göllum þustu út úr ecolinum björgunarsveitanna með skömmum og skelfingu. Að flæma fólk af jöklinum. (tek það fram að það voru líka vanir menn þarna undir stýri bílanna.)
Ég var bara alveg orðlaus yfir þessari forræðishyggju og heimsku og verð því að taka undir orð Atla hér að þetta var ekki alveg í lagi.skyldi ég fá sms með´hótunum núna
03.04.2010 at 14:24 #688972Eru það ekki Almannavarnir sem taka ákvörðun um rýmingu? Nota ekki Almannavarnir okkar fremstu jarðfræðispekúlanta til að taka slíkar ákvarðanir? Mér finnst að menn mættu aðeins anda með nefinu áður en þeir blammera á björgunarsveitir sem eru að störfum á svæðinu, fyrir það eitt að fara að fyrirmælum þeirra sem þeir eru að vinna fyrir (í sjálfboðavinnu). Auðvitað er misjafn sauður í mörgu fé, það þarf allavega ekki annað en að lesa þennan þráð til að sjá að það á við um 4×4…
Ég var staddur á Fimmvörðuhálsi þegar seinni sprungan opnaðist og átti tal við lögreglumann og tvo björgunarsveitamenn eftir að rýming hófst. Þeir voru ekkert nema almennilegheitin.
03.04.2010 at 15:12 #688974[quote="lafsi":1cde3va2]…það var hverjum manni með fullu viti ljóst að þarna var engin sérstök hætta á ferðum gossvæðið breiddist ekkert út svo heita megi, og algerlega fráleitt að rýma jökulinn eins og hann leggur sig…
skyldi ég fá sms með´hótunum núna[/quote:1cde3va2]
Þá má með sanni segja að jarðfræðingar séu ekki með fullu viti. Sannleikurinn er sá að þeir höfðu ekki hugmynd um að ný sprunga væri að opnast, hvað þá hvar það gæti gerst. Það má vera að einhverjir ferðamenn séu það forspáir að vita þegar jörðin opnast að það muni ekki breiðast út, en því miður eru ekki allir þeim gáfum gæddir þrátt fyrir áralangt nám í jarðfræði og áratuga reynslu af hegðun eldfjalla.
Að sjálfsögðu er öllum heimilt að gagnrýna björgunarsveitir. Mér er fyrirmunað að skilja hvers vegna menn ættu að fá hótanir í formi SMS, eða einhverju öðru. Mér finnst umræðan oft hérna í upphrópunarstíl og harma það. Útgangspunkturinn er sá, að mínu viti, að björgunarsveitirnar eru að vinna þarna eftir sinni sannfæringu og að heilindum. Auðvitað gerist það alltaf að menn verða sér til minnkunar, á það jafnvel um björgunarsveitarmenn (ekki sveitirnar sem heild), lögregluþjóna og ferðamenn. Auðvitað reynir á þolrif manna þarna. Það er eðlilegt.
Setjum okkur í spor okkar, ef við skipulegðum ferð með 44" lágmarksstærð. Það mættu nokkrir 33" jeppar sem yrðu óðir yfir því að mega ekki fara með. Þetta væri frjálst land. Svo festu þeir sig. Hvað myndir þú gera? Skilja þá eftir bjargarlausa? Nei, auðviðað myndum við draga þá uppúr festunni og segja þeim að snúa við. Þá yrðu þeir óðir og segðu þetta frjálst land…. Þetta er í stórum dráttum það sem björgunarsveitir mega búa við.
Sýnum þeim smá snefil af skilningi og virðingu.
03.04.2010 at 15:53 #688976http://mbl.is/mm/frettir/innlent/2010/0 … _90_metra/
Kíkið á þetta…….
Yfirgangurinn, frekjan, mikilmennskubrjálæðið og hitt og þetta er að drepa þessa björgunarsveitir……
Held að menn ættu nú aðeins að fara hugsa hvað þeir eru að bulla um þessa einstaklinga sem standa þarna og reyna að halda þessum 5% hans Þráins Bertelsonar í burtu. Og menn meiga ekki tapa sér alveg og hrauna yfir heildina þegar hugsanlega svartir sauðir eru inn á milli…..
03.04.2010 at 17:18 #688978Það er nú svo skrítið með umræður hér á þessari síðu hvað mrgir vakna sem hafa allt á hornum sér og eru til vera með ráð undir rifi hverju, en eru þeir fyrstu sem fara ekki því hentar þeim ekki bara öðrum. það er alveg ótrúlegt hvað Manskepnan er
Heimsk þegar vá er yfirvogandi og vill hvergi fara, en önnur dyr forða sér,enda ekki furða þaug skinnja hættu betur en við .Við eru hætt að skilja náturna við vilju stjórna henni með öllum ráðum sem okkur dettur í hug . Hvað gerist þegar Katla vaknar í Águst þann 5-6 eftir Verslumanahelgi ?KV,,,, MHN
03.04.2010 at 20:03 #688980enhver var að tala um econoline bilaðan á of littlum dekkjum ég veit ekki betur en að ég sé sá eini sem hefur lent í að þurfa hjálp björgunarsveitar með bilaðan econoline. ef þessi ummæli eigi við mig þá vill ég fá að fræða þann sem þetta skrifaði aðeins um þann búnað sem ég er með í bílnum ef svona tilvik kemur uppá.
fyrst og fremst um að dekkin séu lítil þá finst mér 46 tommurnar sem ég er með vera bara alveg passlega stór allavegana hef ég ekki náð að festa mig enn.
vhf stöð
nmt og gsm
3 neiðarblys (handblys)
3 neiðarblys (sem er hægt að skjóta upp)
spot tæki sem tengist gervihnetti
garmin gps 620
2 flotvinnugalla
6 álteppi
sjúkrakassi
2 lítra gaskút með hitara ef svo kynni að ég missi hita í bílnum
20 mtr teigjuspotta
1 par neopreene köfunarhanskar ef skildi þurfa að vinna með hendur í krapa
auka gps
auka útvarp
auka gönguskó með legghlífum og hita
6 pakka af þurrmat
1 kg af þurrkuðu kjöti (jerky)
verkfærakistu
tappasett
15 ltr köfunarkút (til að dæla í dekk og til vara ef dælur bili í loftpúðum)
og flrvoru björgunarsveitarmenn á allan hátt hjálpsamir þennan dag og þarnæsta þegar ég sótti bílinn var notaður snjóbíll frá vík til að draga hann niður.
ég kom svo aftur þarna í gær með nokkrum vinum og var ætlunin að eyða nóttini á gostöðvunum vorum við vel búin en var tekið á móti okkur okkur með bláum blikkandi ljósum sterku vasaljósi var beint í andlitið á manni og svo vorum okkur vísað í burtu af björgunarsveitum spurði ég hvort að það væri möguleiki að fara langleiðina uppað skála til að taka myndir af bjarmanum en var hart tekið fyrir það. verð ég að segja að framkoma þeirra hafi verið í alla staði verið hrokafull. það er eitt sem sumir virðast ekki átta sig á er að það sem skiptir mestu máli þegar mönnum er veitt vald er að þeir menn sýni að þeir hafi þroska til að beita því rétt.
áður en ég lagði af stað hafði ég samband við lögreglu og spurði um færð og hvort að það væri lokað og fékk þau svör að allt væri í lagi.
að vera búin að undirbúa sig fyrir þessa ferð og keyra alla þessa leið á eyðslufrekum bíl
og vera síðan vísað frá á þennan hátt finst er svona eins og að fá blauta borðtusku í andlitið.
en það sem mér fanst mest pirrandi að einum og hálfum tíma seinna sá ég lest bíla keira jökulinn frá fljótshlíðini að gostöðvunum.
03.04.2010 at 21:11 #688982„en það sem mér fanst mest pirrandi að einum og hálfum tíma seinna sá ég lest bíla keira jökulinn frá fljótshlíðini að gostöðvunum.“
Á hvaða leið skyldu þeir hafa verið? Og hvaða jökull ætli sé á milli Fljótshlíðarinnar og gosstöðvanna?
03.04.2010 at 23:34 #688984ég var á móts við húsadal og sást þar sem bílar voru að koma niður af hábunguni á mýrdalsjökkli að gosinu þá sömu leið og var verið að reka fólkið af.
afsakið að ég skuli hafað orðað þetta svona vittlaust
04.04.2010 at 12:04 #688986það er svolítið leiðilegt að lesa þessa umræðu hér. En máli mínu til stuðning segi ég frá þessu, ég fór þarna upp á fimmtudaginn og er þetta í fyrsta sinn sem ég fer á mýrdals/sólheimajökul en hvað um það þá hittum við á flubbana og spjölluðum nátturlega við þá (þar sem ég er nú í sömu sveit og þeir) og okkur voru bara lagðar línunar um það hvar við máttum fara. En auðvitað voru nokkrir sem þurftu að teygja puttana aðeins nær bannsvæðinu en nauðsinn var og voru að þvælast á svæðum sem fólk kanksi vissi ekkert um það er að segja hvort það væri sprungusvæði eða ekki. En hópurinn sem ég ferðaðist með gerði þau mistök að fara aðeins útaf leið og við enduðum inná skriðjökulssvæðinu en sem betur fer var langt niðrá sprungur. En á leiðinni heim þá fór ég sjálfur og ætlaði að hjálpa 2 mönnum sem voru fastir rétt utan leiðar og þegar ég var búinn að koma mér fyrir í það að draga annan þeirra upp þá rennir að okkur maður á sleða með Gps tæki og bendir okkur innilega á það að við erum á stærðar sprungusvæði og auðvitað fór hrollur um mann að fá að vita þetta en til allra hamingju þá skeði ekkert en hefði ekki verið fyrir þennan flubbó aðila þá hefðum við djöflast meira á þessum slóðum…
Þegar minn hópur kom svo að því að aka niður malarveginn þá blöskraði mér það hvernig menn keyrðu!! Ég varð að gjöra svo vel að keyra hálfur fyrir utan veginn til að verða ekki fyrir þessum aðilum sem voru á leiðinni uppá jökul, (þeir keyrðu alltof hratt). Það er því miður alltaf eins með okkur íslendinga að það þarf að verða stórslys til að við förum að taka mark á boðum og bönnum en til allara lukku þá hefur ekki orðið slys þarna uppfrá, en á föstudaginum langa þá réðu flubbanir ekki neitt við neitt því þeir voru svo fáir miða við fólksfjöldann sem var þarna á svæðinu og það leiddi til þess að fólk fór svo nálægt rennandi hrauni að littlu munaði að 5 manns myndu slasat þegar hraunið spratt framm og litlu mátti muna að jeppi yrði hrauninu að bráð.
Með þessum orðum vil ég þakka aðgæsluaðilum fyrir það að standa sína plikkt við gostöðvarnar og reyna forða fólki frá eigin dauða og eða slysi, með von um að allir komist að skoða gosið og eigi glæsilega páska.
Kveðja : Haukur Unnar
04.04.2010 at 14:01 #688988Svona heilt á litið þá virðast flestir vera mjög ánægðir með það að láta unga "sérþjálfaða" stráka í löggu-leik og oft á tíðum með dónaskap, hugsa fyrir sig, því menn treysta sér ekki til að bera ábyrgð á sjálfum sér.
(held reyndar að þeir sem eru eldri og reyndari í björgunarsveitum séu ekki svona sýnilegir og því fáum við sjaldnar að kynnast þeim)Gott og vel, enn getum við hinir ekki fengið bara límmiða í rúðuna þar sem beðist er undan svona þjónustu?
MIg langaði reyndar til að spyrja ykkur sem eruð í björgunarsveit:
Hvernig fá fjölmiðlar fréttir (og oft nákvæmar lýsingar) af fræknum björgunarleiðangrum eftir íllabúnu fólki og jafnvel háum björgunarkostnaði sem eru stundum kannski ekki jafn stórfengleg björgunar-afrek í raun eins og hann hljómar í fréttunum?
(ætla samt ekki að gera lítið úr því að oft er verið að vinna við erfiðar aðstæður og í raun verið að vinna björgunar-afrek)Finns oft eins og björgunarmenn fari varla út til að safna dósum án þess að það komi í fjölmiðla sem björgunarafrek á íllabúnnu fólki.
04.04.2010 at 15:16 #688990Einn punktur fyrir þig Atli, björgunarsveitir nefna aldrei kostnað við þær aðgerðir sem þær taka þátt í. Það er mjög oft reynt að gera það að fréttaefni ef um stóra aðgerð er að ræða. Í augum björgunarsveitanna þá er kostnaðurinn eitthvað sem enginn spáir í per se, það sem skiptir mestu máli er að sú aðgerð sem verið er að framkvæma heppnist vel.
Síðan eins og fram hefur komið hérna þá finnst misjafnt fólk í öllum röðum þjóðfélagsins og þar er engin undanskilin.
Síðan er annað sem er vert að komi fram, í fjölmiðlun fljótlega eftir að fólk fór að streyma á gosstöðvanar var viðtal við framkvæmdastjóra Landsbjargar og sagði hann að 99,99% væri vel út búið og væri til fyrirmyndar í alla staði, það sama sagði fulltrúi almannavarna.
Mér finnst bara vert að réttar staðreyndir komi fram, það er ekki rétt þegar að talað er um að björgunarsveitr, lögga, almannavarnir séu að finna öllum allt til foráttu sem fara að skoða gosið. Voru ekki ca 25.000 manns sem fóru að skoða gosið fyrstu helgina, það er ca 8% þjóðarinnar.
Við skulum ekki gleyma því að þarna er eldgos í gangi og það er fólk sem þarf að taka ábyrgð og ákvarðanir er varða öryggi og jafnvel líf fólks. Það er auðvelt að sitja á hliðarlínunni og gagnrýna þegar að maður getur talað án þess að þurfa að taka eina einustu ákvörðun eða ábyrgð á neinum nema sjálfum sér,
Auðvitað væri langbest ef allir væru fullkomnir og alltaf myndi allt ganga eins og í sögu, raunveruleikinn er bara ekki þannig.
Verum jákvæð, njótum þess að skoða þessa náttúrudýrð, berum virðingu fyrir náttúrunni og umfram allt verum ekkert að pirra okkur þó á vegi okkar verði fólk sem af einhverri ástæðu fer í tauganar á okkur.
04.04.2010 at 16:41 #688992Það veldur mér talsverðum vonbrigðum að sjá hvaða álit Atli vinur minn hefur á mér og félögum mínum í Landsbjörgu.
Ég held að það sé öllum ljóst sem hugsa málið út frá víðara samhengi en bara sjálfum sér, að það þarf að hafa stjórn á þeim mikla ferðamannastraum sem komið hefur á gosstöðvarnar. Alla langar til að berja dírðina augum, en aðeins brot af því fólki sem þarna hefur komið hefur þekkingu og reynslu af vetrarferðamennsku og leiðin af Mýrdalsjökli yfir á Fimmvörðuháls er stórhættuleg og þarf lítið að fara úr leið til að vera kominn á hættusvæði.
Gossvæðið sjálft er síðan stórhættulegt, en erum svo heppin að hafa yfir að ráða 300.000 jarðfræðingum sem vita nákvæmlega hvar er í lagi að vera og hvar ekki, en síðan erum við auðvitað svo óheppin að þeir örfáu sem hafa próf í því fagi virðast ekki hafa yfir sömu þekkingu að ráða.
Ég er búinn að velta því mikið fyrir mér síðan gosið hófst hvað menn meina með því að ferðast á eigin ábyrgð því sú ábyrgð virðist vera svipuð og hjá bílaumboðunum og tryggingafélögunum, hún gildir þangað til eitthvað kemur fyrir.Kv. Smári
04.04.2010 at 16:57 #688994[quote="Atli":2ue96tru]Svona heilt á litið þá virðast flestir vera mjög ánægðir með það að láta unga "sérþjálfaða" stráka í löggu-leik og oft á tíðum með dónaskap, hugsa fyrir sig, því menn treysta sér ekki til að bera ábyrgð á sjálfum sér.
(held reyndar að þeir sem eru eldri og reyndari í björgunarsveitum séu ekki svona sýnilegir og því fáum við sjaldnar að kynnast þeim)Gott og vel, enn getum við hinir ekki fengið bara límmiða í rúðuna þar sem beðist er undan svona þjónustu?
MIg langaði reyndar til að spyrja ykkur sem eruð í björgunarsveit:
Hvernig fá fjölmiðlar fréttir (og oft nákvæmar lýsingar) af fræknum björgunarleiðangrum eftir íllabúnu fólki og jafnvel háum björgunarkostnaði sem eru stundum kannski ekki jafn stórfengleg björgunar-afrek í raun eins og hann hljómar í fréttunum?
(ætla samt ekki að gera lítið úr því að oft er verið að vinna við erfiðar aðstæður og í raun verið að vinna björgunar-afrek)Finns oft eins og björgunarmenn fari varla út til að safna dósum án þess að það komi í fjölmiðla sem björgunarafrek á íllabúnnu fólki.[/quote:2ue96tru]
Bara á því að lesa þetta get ég ekki annað en vorkennt þér Atli. Held að þetta sé orðið ágætt hjá þér……..
04.04.2010 at 18:29 #688996[quote="Atli":2zcrwjww]Svona heilt á litið þá virðast flestir vera mjög ánægðir með það að láta unga "sérþjálfaða" stráka í löggu-leik og oft á tíðum með dónaskap, hugsa fyrir sig, því menn treysta sér ekki til að bera ábyrgð á sjálfum sér.
(held reyndar að þeir sem eru eldri og reyndari í björgunarsveitum séu ekki svona sýnilegir og því fáum við sjaldnar að kynnast þeim)Gott og vel, enn getum við hinir ekki fengið bara límmiða í rúðuna þar sem beðist er undan svona þjónustu?
MIg langaði reyndar til að spyrja ykkur sem eruð í björgunarsveit:
Hvernig fá fjölmiðlar fréttir (og oft nákvæmar lýsingar) af fræknum björgunarleiðangrum eftir íllabúnu fólki og jafnvel háum björgunarkostnaði sem eru stundum kannski ekki jafn stórfengleg björgunar-afrek í raun eins og hann hljómar í fréttunum?
(ætla samt ekki að gera lítið úr því að oft er verið að vinna við erfiðar aðstæður og í raun verið að vinna björgunar-afrek)Finns oft eins og björgunarmenn fari varla út til að safna dósum án þess að það komi í fjölmiðla sem björgunarafrek á íllabúnnu fólki.[/quote:2zcrwjww]
It is better to keep your mouth closed and let people think you are a fool than to open it and remove all doubt
04.04.2010 at 18:35 #688998Eitt finnst mér skína í gegn hjá téðum Atla og það er að hann talar eins og hann eigi einhverra harma að hefna gagnvart björgunarsveitum landsins, hvað gerðu þeir svona svakalegt á hans hlut, það hlýtur að hafa verið eitthvað mikið því slík er heiftin nema þá að hann langi svona að vera líka í „löggu og bófaleik“ þarna á Fimmvörðuhálsinum. Þeir sem sinna sjálfboðaliðastörfum á vegum björgunarsveita landsins eru bara menn eins og ég og þú og misjafnt hvernig menn höndla bæði streitu og mannleg samskipti, það breytir því ekki að menn eiga að sýna kurteisi en það er alltaf einn og einn sem kannski gleymir sér í hita augabliksins. Munum að björgunarsveitirnar eru ekki þarna af því að þá langi svo að vera þarna heldur eru þeir á vegum Almannavarna ríkisins og lögreglu. Björgunarsveitamenn eru ekki hafnir yfir réttmæta gagnrýni en hún þarf þá líka að vera málefnaleg. Svo eru alltaf fleiri en ein hlið á öllum málum og svo er líka örugglega í þessu tilviki. Við Jeppamenn vitum það manna best hvað fólk er gjarnt á að dæma marga af gjörðum fárra svo höfum það í huga.
Kv. Björn Ingi P.S. Ég er einn af þessum leiðinda gaurum sem er í björgunarsveit til að gera öðrum lífið leitt eða er það ekki??????
04.04.2010 at 19:35 #689000Get ekki verið meira sammála þér Ingi.
Kv. Logi Már.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.