This topic contains 77 replies, has 1 voice, and was last updated by Anonymous 14 years, 7 months ago.
-
CreatorTopic
-
02.04.2010 at 03:03 #209541
.
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
02.04.2010 at 07:46 #688882
Þetta kalla ég málefnalega umræðu
02.04.2010 at 08:31 #688884Er ekki hægt að eyða svona þráðum.
02.04.2010 at 10:49 #688886Ég hef nú ekki áhyggjur á að björgunarsveitin sé sér til skammar. Held að landinn ætti nú að líta sér nær. kv. Hjalti
02.04.2010 at 11:23 #688888Hvað segir þú Atli minn? Lenntir þú í einhverju bulli þarna uppfrá, ég hitti björunarsveitamenn þegar ég fór á Fimvörðuhálsinn og átti bara mjög gott samtal við þessa stráka.
Kv Bjarki
02.04.2010 at 11:48 #688890Hvað er með þennan Atla.
þetta fólk sem er þarna dag og nótt á ekkert annað en hrós skilið fyrir sjálfboða vinnu sín þarna og við eigum að virða þetta glæsilega fólk fyrir Góð og skjót vinnubrögð . Ég er sjálfur búin að vera þarna nokkrum sinnum og bara fengið góðar móttökur hjá þeim . EF það er einhver sem á að skammast sín þá er það þessi Atli………..Kv X662
02.04.2010 at 12:08 #688892Ég var á staðnum með hópi fólks þegar nýja sprungan opnaðist og allir voru beðnir að yfirgefa svæðið samkvæmt ákvörðun Almannavarna. Björgunarsveitarmennirnir sem fengu það hlutverk að biðja fólk að fara voru ekkert nema kurteisin og ég er viss um að þeir eru að vinna mjög gott starf þarna uppfrá. Þeir eru hins vegar ekkert öfundsverðir af því að þurfa að eiga við fólk, sem ekki lætur segjast og er erfiðara í smölun en kettir svo vitnað sé í fræg ummæli forsætisráðherrans.
Kv. Sigurbjörn.
02.04.2010 at 12:42 #688894Afsakið, ég var búinn að skrifa pistil í nótt sem fór forgörðum og ég nennti ekki að skrifa nýjan.
Jú ég fór upp að gosstöðvunum í gær eins og sennilega flestir sem lesa þennan þráð.
Lenti reyndar ekki í neinum teljandi riskingum við björgunarsveitarmenn né lögreglu þarna upp frá.Enn ég get þó ekki leint þeirri skoðun minni að sjá til starfa þessara manna minnti mig helst á barnapíu sem er ný-byrjuð að passa og finnst mikið til sín koma og þess valds sem henni er veitt. Því er hún að skamma sífelt og nuddast utan í þeim sem hún telur sig hafa vald yfir.
Í gær var björgunarsveitin að leggja bílum hér og banna umferð, oft á tíðum á stöðum sem engin þörf var á að varna gegn umferð og reka fólk í burt með sírennublikki og miklu handa-pati.
Einnig sá ég marg oft að fólk var að skoða hraun og taka myndir á stöðum sem eru öruggir. Voru svo þessir vesalings menn að hlaupa til með kambstál og lögregluborða að reka niður til að bægja fólki frá með þjósti eins og það væri vitskertir vesaæingar sem þyrfti að passa og væri að reyna að stinga sér til sunds í hraunið
Ég sá engan í gær á minni för sem var á þannig stað að hann væri hættulegri enn einhver annar, nema þá hvað helst við hraunfossinn og hengjuna þar fyrir ofan, þar sem ekki nokkur björgunarsveitarmaður með steypustyrktarjárn og gula borða.(sem betur fer)Ég hef ekkert á móti því að björgunarsveitar menn séu þarna uppfrá fyrst þeir endilega vilja það (það hefur marg oft gosið á íslandi án aðstoðar björgunarsveitar), enn þeir verða að gæta þess að sýna kurteisi við þá sem fara þarna uppeftir og ekki taka sér forsjárhyggju-vald í hönd og misbeita því.
Veit svo sem að þetta er gert í nafni lögreglunar, hvort sem það er rétt eða ekki, enn ef svo er, þá held ég að þeir menn sem starfa þarna uppfrá séu að fara langt fram úr því sem þeim ber.
Má til með að segja frá því að konan mín fór inn á bensínstöð núna í vikunni og fyrir framan hana var ungur maður um tvítugt í Landsbjargar-peysu að kaupa sér sokka. Afgreiðslu konan spurði í mesta sakleysi hvort hann væri að fara upp á Fimmvörðuháls að skoða gosið.
Hann svaraði til: "Nehei, er að fara að reyna að koma niður þessum hálfvitum sem eru að reyna að komast upp til að skoða gosið."Við verðum að muna það að það er engin sem er í björgunarsveit nauðbygður til að vera í björgunarsveit, því er engin afsökun fyrir þessa menn til að vera með hroka og leiðindi þegar þeir eru að störfum. Þetta á einnig við um lögreglumenn, þó svo að þeir fái greitt fyrir sín störf. Eðli lögreglu og björgunarsveita á að vera að veita fólki öryggistilfinningu enn ekki ótta um að fá skammir á ákúrur fyrir einhvern tittlingarskít sem á ekki við rök að stiðjast.
Með gos-kveðju,
Atli E.
02.04.2010 at 12:53 #688896Sæll Atli. Ég hef sjálfur ekki farið upp að eldstöðvunum, ekki vegna þess að mig langi ekki heldur hef ekki haft áðstæður til að komast. Oft hafa menn hlaupið fram úr sér við það sem þeir hafa verið að gera, bæði í sjálfboðastarfi og eins í vinnu. Hins vegar hef ég lesið það í öllum greinum sem hafa komið fram á netmiðlum frá Almannavörnum þessa sömu setningu sem ég set hér inn: [b:2q4kt4lk]"Almannavarnir minna á að enn er í gildi 5 km hættusvæði við eldstöðina og einnig að óheimilt er að fara nær eldstöðinni en 1 km. Þessar ráðstafanir eru eingöngu gerðar í öryggisskyni. "[/b:2q4kt4lk] Ég gæti ímyndað mér að einhverjir þessara vesalings ferðamanna sem þú sást vera skammaða í gær hafi verið innan þessara marka.
kveðja Hjalti
02.04.2010 at 13:04 #688898Ég tók mér til skemmtunar myndir af þessum steyputeinum, guluborðum og mönnunum sem voru að drösla þessu upp. Þetta voru reynda hressir strákar sem stilltu sér upp með bros á vör eftir að ég var búinn að bulla í þeim. Á þeim myndum sést að að borðarnir "góðu" eru ekki í línulegu samhengi við fjarlægð frá gosi. Vil bara ekki setja þær hér inn, því ég kann ekki að "blörra" andlit og vil ekki gera þessa umræðu að umræðu um persónur.
p.s.
Mér finnst skrítið að menn vilji láta eyða út þessum þræði og segi mér að skammast mín. Eiga þeir einhverra sérstakra hagsmuna að gæta umfram það að vilja ferðafrelsi og losna undan ægi-valdi forræðishyggjunar?
02.04.2010 at 13:14 #688900Ég skil bara vel að björgunarsveitar mennirnir séu þurrir á manninn, þegar þeir þurfa endalaust að vera bæja fólki frá stöðum sem búið er að banna umferð á. Og fólk örugglega oft með "attitjút" og leiðindi við þá. Jeppamenn eru nú ekki manna bestir í svona málum. Halda þeir séu yfir marga hafnir af því að þeir eru "vanir" jeppamenn. Og hlýða hvorki boðum né bönnum af því að þeir þykjast vita betur.
Held við ættum ekki að vera agnúast út í björgunarsveitirnar fyrir að vinna vinnu sem engin annar getur gert eða vill gera.
En auðvitað verða björgunarsveitarmenn og konur að vera kurteisir við almúgan.
Það þurfum við jeppamenn líka að vera.Enþá hef ég ekki hitt björgunarsveitarmann/konu sem hefur ofmetnast í þessu sem þau gera. En auðvitað eru menn misjafnir.
Og þú Atli ert örugglega ekki maðurinn sem getur ákveðið það hvort eitthvað sé hættusvæði eða ekki. Ef það er búið að biðja björgunarsveitarfólk að banna umferð á ákveðnum svæðum útaf hættu þá er það væntanlega ástæðan. ÞETTA ER HÆTTUSVÆÐI!!! Einhver Jón útí bæ getur ekki áveðið það fyrirfram hvað er hættusvæði og hvað ekki. Við erum með sérhæft fólk í því og sennilega þá hæfust í heimi á þessu sviði.
Og þetta kemur ekki ferðafrelsi við á nokkurn hátt. Þetta snýst um að hafa vit fyrir vitleysingunum. Það er nóg af þeim að þvælast þarna og það verður bara að ganga jafn yfir alla.
Mér finnst þetta allavega ekki sanngjörn gagnrýni á björgunarsveitirnar.
Ég er ekki viss um að allir væru tilbúnir að standa í þessu í sjálfboðavinnu.
Kveðja
Þengill, sem er ekki í björgunarsveit.
02.04.2010 at 13:18 #688902[quote="thengillo":14nhox00]Ég skil bara vel að björgunarsveitar mennirnir séu þurrir á manninn, þegar þeir þurfa endalaust að vera bæja fólki frá stöðum sem búið er að banna umferð á. Og fólk örugglega oft með "attitjút" og leiðindi við þá. Jeppamenn eru nú ekki manna bestir í svona málum. Halda þeir séu yfir marga hafnir af því að þeir eru "vanir" jeppamenn. Og hlýða hvorki boðum né bönnum af því að þeir þykjast vita betur.
Held við ættum ekki að vera agnúast út í björgunarsveitirnar fyrir að vinna vinnu sem engin annar getur gert eða vill gera.
En auðvitað verða björgunarsveitarmenn og konur að vera kurteisir við almúgan.
Það þurfum við jeppamenn líka að vera.Enþá hef ég ekki hitt björgunarsveitarmann/konu sem hefur ofmetnast í þessu sem þau gera. En auðvitað eru menn misjafnir.
Og þú Atli ert örugglega ekki maðurinn sem getur ákveðið það hvort eitthvað sé hættusvæði eða ekki. Ef það er búið að biðja björgunarsveitarfólk að banna umferð á ákveðnum svæðum útaf hættu þá er það væntanlega ástæðan. ÞETTA ER HÆTTUSVÆÐI!!! Einhver Jón útí bæ getur ekki áveðið það fyrirfram hvað er hættusvæði og hvað ekki. Við erum með sérhæft fólk í því og sennilega þá hæfust í heimi á þessu sviði.
Og þetta kemur ekki ferðafrelsi við á nokkurn hátt. Þetta snýst um að hafa vit fyrir vitleysingunum. Það er nóg af þeim að þvælast þarna og það verður bara að ganga jafn yfir alla.
Mér finnst þetta allavega ekki sanngjörn gagnrýni á björgunarsveitirnar.
Ég er ekki viss um að allir væru tilbúnir að standa í þessu í sjálfboðavinnu.
Kveðja
Þengill, sem er ekki í björgunarsveit.[/quote:14nhox00]Hjartanlega sammála þér þarna.
Svona gagnríni er náttúrulega bara bull og vitleysa.
Þeir taka ekki bara upp á sitt eindæmi að loka hér og þar. Þetta er allt skipanir frá lögreglu og almannavörnum…..
02.04.2010 at 13:23 #688904Og við það má bæta í þennan pistil hjá Þengli að ef sprunga myndi opnast á svæði þar sem fólk er að skoða gosið og fólk myndi alvarlega slasast fara ofaní eða lenda á eyju inní hraunrennslinu, er það akkurat þetta fólk sem stendur í björgun á ferðamanninum sem varð svo nauðsynlega að fá að koma við volgt hraunið.. Mér nægja volg grillkolin bara;)
kv. Hjalti
P.s. Ekki minnist ég á hættuna fyrir björgunarfólkið eða kostnaðinn sem af því hlytist ef þyrfti að fara í einhverjar meiriháttar aðgerðir við björgun mannslífa á svæði sem fyrir löngu er búið að kalla hættusvæði…
P.S s. ætti ekki að láta menn kvitta undir eyðublað áður en þeir fara á staðinn þar sem þeir afsala sér öllum trygginum og vonum um aðstoð ef menn fara nær gosi en gefið hefur verið leyfi á??
02.04.2010 at 13:36 #688906Ég ætla nú ekki að taka undir allt það sem Atli er að halda fram, en sjálfur er ég búinn fara tvisvar sinnum á svæðið, fór á Laugardaginn fyrir viku (27. mars) um morgunninn á jeppa og um kvöldið á sleða. Ég heyrði fréttir á RÚV kl. 18 þann sama dag, og þá var viðtal við formann Landsbjargar, sem hafði uppi stór orð um kaosið á svæðinu, glannaskap, og illa útbúið fólk.
Ég fullyrði það, að í bæði skiptin sem ég var þarna á svæðinu, var ekkert kaos, ég sá ekki einn illa útbúinn göngumann, og umferð á jöklinum gekk vel.
Það er því ljóst að frá upphafi goss, hefur Landsbjörg verið að selja yfirvöldum þá hugmynd að þarna þurfi að vera ströng gæsla, ekki síst af því að það er hægt við þessar aðstæður. Lítið afmarkað gos, með takmörkuðum aðkomuleiðum. Hvað ætla menn að gera ef það fer að gjósa á 5 kílómetra langri sprungu? Svo botna ég til dæmis ekkert í því af hverju ekki má fara upp Hamragarðaheiði. Ég held að flestir séu meðvitaðir um að á þessu svæði getur verið hætta, og ferðast að sjálfsögðu á eigin ábyrgð, og vilja sem minnsta forsjárhyggju.
02.04.2010 at 14:07 #688908Ég held að við ættum að fara varlega í því að skíta mikið yfir björgunarsveitir landsins. En það er þó vissulega satt að misjafn sauður er i mörgu fé og þó að menn heyri einhver ummæli björgunasveitarmanns að kaupa sér sokka sem ofmetnast af hlutverki sínu þá er það ekki sú reynsla sem ég hef haft af því ágæta fólki sem er í björgunarsveitunum. Og hvernig dettur mönnum í hug að halda því fram að "björgunarsveitirnar séu að SELJA hugmyndina um að það þurfi gæslu þarna á svæðinu" ? Leiðrétti mig einhver ef ég fer með rangt mál en ég hefði haldið að þetta væri bara kostnaður í beinhörðum peningum fyrir þessar sveitir, hvað þá vinnutap o.fl. sem menn eru að taka á sig. Og mér virðist svo sem að ekki veiti nú af að hafa á staðnum fólk með reynslu af útiveru og íslenskri veðráttu þegar maður les og heyrir um fólk sem leggur á Hálsinn á strigaskóm og íklætt gallabuxum með Snickers í vasanum, að ég tali nú ekki um fólk með átján mánaða gamalt barn í farteskinu. Eins og veðráttan er í dag þá er gríðarlega kalt þarna uppi og vindkæling er nokkuð sem margur maðurinn misreiknar sig á. Og hvað hafa sveitirnar þurft að ferja marga illa búna göngumenn niður af Hálsinum? Takandi tillit til allra aðstæðna og allra þeirra tilvika sem hafa komið þarna upp þá sýnist mér nú ekki veita af því að hafa þessa gæslu þarna á staðnum frekar en að hafa hana ekki. Þetta er jú HÆTTUSVÆÐI. Hvort svo allir menn hafa skilning á því orði eða ekki er svo annað mál.
Kv. Logi Már.
02.04.2010 at 14:09 #688910Ég má til með að deila með ykkur sms´i sem ég fékk sent nafnlaust frá einhvejrum snillinginum úr vodafone.is núna rétt í þessu:
"segdu tig ur 4×4 strax"
Öskup geta menn tekið föstudaginn langa alvarlega og dapurleika hans.
02.04.2010 at 14:15 #688912fokk hvað menn ertu heimskir.. í guðsbænum ekki taka mark á þessu smsi.. gaman að fá hressar og málefnalegar umræður á þessa síðu aftur .. ekki eins og hún sé sú hressasta í bransanum í dag..
kv. Hjalti
02.04.2010 at 17:25 #688914Það er enginn hafinn yfir gagnrýni, ekki forætisráðherrann, forsetinn, fjármálaráðherra, lögreglan, dómarar, læknar og hvað þá björgunarsveitarmenn.
Þeir sem eru í vinnum/sjálfboðavinnum sem tengjast samskiptum við fólk verða alltaf árekstrar og þeir árekstrar vekja til umræðu og gagnrýni sem menn eiga að nýta sér til lærdóms og bregðast við því en ekki loka á alla umræðu sem tengjast þessum aðilum.
Gagnrýni á að nota sem lærdóm hvort sem mönnum líkar sú gagnrýni eða ekki.
Atli í guðanna bænum ekki taka það inn á þig að einhver vildarvinur björgunarsveitanna sé að skrifa þér nafnlaust. jæja sumir þora ekki að tjá sig undir nafni sem segir meira um þá en þig.
kv
Gunnar sem var gagnrýndur í gær fyrir að skrifa inn breytingarnar á bílnum mínum inn á þennan þráð hehe. skondið fyrir þennan félagsskap. Margir og mismunandi.
02.04.2010 at 18:11 #688916Ég var þess heiðurs aðnjótandi að sjá sumar af þessu girðingum sem búið var að koma upp þarna uppfrá. Og verð ég að segja að sumar þeirra virtust hafa verið settar upp til þess eins koma út girðingarefni handahófskennt án nokkurs áhættu- og/eða umhverfismats. Allavega var ekki skýrt samhengi þar á milli.
02.04.2010 at 18:19 #688918Góðan daginn, var á leið að gosstöð að kveldi 1 apríl þegar hleri aftan á jeppanum mínum oppnaðist og DRÁTTARTÓG sem er samsett eða í raun bæði teigjuspotti og fastsetningartóg af togara TAPAÐIST.
Upplýs í s 8951961
Kveðja Hjörtur og JAKINN.is
P.S.Talvan mín er í páskastuði og hleypir mér ekki nálægt sér þannig að ekki þýðir ef einhver vill hafa samband að nota annað en GSM takk fyrir.
02.04.2010 at 18:30 #688920Þvílíkt fávisku rugl hef ég sjalda heyrt. Ég sem björgunarsveitarmanni tek það nærri mér að heyra svona bull frá félaga 4×4. Slysavarnafélagið Landsbjörg hefur aldrei vilja standa fyrir boðum og bönnum það geta þeir vitnað um hjá klúbbnum sem hafa unnið með félaginu. Þarna er sannarlega verið að vinna fyrir lögregluna og farið einu og öllu eftir því verklagi sem lögreglan setur. Því verklagi er ég reindar sammála því þegar svæðum er lokað er þeim lokað sama hversu gáfuleigir menn lýta út fyrir að vera og ekki hægt að gera mannamun þar á. Það er en almannavarnarástand á svæðinu og sveitunum ber að fara eftir því sem lögreglan seigir, reindar hefur þessi aðgerði verið unnin í mjög góðri sammvinnu lögreglu og björgunarsveita. Ég er á því að sveitirnar hafi bjargað mannslífum í sinni gæslu á svæðínu með því tld að flytja allavega tvisvar fólk með alvarlega ofkælingu af svæðinu. Og í guðana bænum ekki vera að apa upp eftir einhverjum galgopum að þetta sé saklaust gos auðvitað er þetta ekki stórt gos en hraunið er jafn heitt og steinarnir sem fljúga um í gufusprengingunum eru jafn þungir. Þarna eru björgunarsveitarmennirnir ekki partur af vandanum þeir eru partur af lausninni, sá sem byrjaði þennan þráð ætti að taka það sér til fyrirmyndar.
Friðfinnur Fr. Guðmundsson
Starfsmaður SL of félagi í 4×4.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.