FERÐAKLÚBBURINN 4X4

Menu
  • Ganga í Klúbbinn
  • Innskráning
Ferðaklúbburinn 4x4 Valmynd   ≡ ╳
  • Forsíða
  • Um F4X4
    • Greiða félagsgjald
    • Ferðaklúbburinn
      • Skilmálar vefs Ferðaklúbbsins 4×4
      • Lög Ferðaklúbbsins 4×4
      • Markmið Ferðaklúbbsins 4×4
    • Bókasafnið
    • Vefsíðan
    • Hagsmunamál
      • Öryggismál í ferðamennsku
      • Ferðafrelsi
      • Samstarf við hagsmunaaðila
      • Upplýsingar til ferðafólks
      • Verðlag á búnaði til jeppaferða
    • Umgengni
    • GPS grunnur
      • Sprungukort af jöklum
    • Jöklakort
    • Ferðast á fjöllum
      • Gátlistar
      • Öryggismál í ferðamennsku
    • Afslættir
    • Ganga í Ferðaklúbbinn 4×4
  • Viðburðir
  • Deildir
    • Austurlandsdeild
    • Eyjafjarðadeild
    • Hornafjarðardeild
    • Húnvetningadeild
    • Húsavíkurdeild
    • Skagafjarðardeild
    • Suðurlandsdeild
    • Suðurnesjadeild
    • Vesturlandsdeild
    • Vestfjarðardeild
  • Nefndir
    • Stjórn
    • Ferðafrelsisnefnd
    • Ferlaráð
    • Fjarskiptanefnd
    • Húsnæðisnefnd
    • Hústrukkanefnd
    • Litlanefnd
    • Ritnefnd
    • Skálanefnd
    • Skemmtinefnd
    • Tækninefnd
    • Umhverfisnefnd
    • Ungliðanefnd
    • Vefnefnd
  • Skálar
    • Fjallaskarð
    • Leppistunguskáli
    • Réttartorfa
    • Setrið
    • Skiptabakki
    • Sultarfit
  • Spjall
  • Augl.
  • Ljósmyndir
    • Setja inn myndir

Björgunarkerran

by Bjarki Clausen

Forsíða › Forums › Spjallið › Innanfélagsmál › Björgunarkerran

This topic contains 8 replies, has 1 voice, and was last updated by Profile photo of Jón G Snæland Jón G Snæland 18 years, 9 months ago.

  • Creator
    Topic
  • 27.07.2006 at 23:14 #198291
    Profile photo of Bjarki Clausen
    Bjarki Clausen
    Participant

    Sælir félagar

    Ætla að setja hér Opinbera tilkynningu.

    „Bílakerran mín er ekki fáanleg til útlans lengur.“
    _______________________________________________
    Það er talsverð þörf fyrir góða svona kerru.
    td er búið að biðja um að fá hana lánaða 2 sinnum í dag
    og 2 sinnum um síðustu helgi.
    Þannig að með þessari tilkynningu vildi ég láta sem flesta vita að kerran er ekki til láns lengur.

    Yfirleitt eru menn búnir að reyna marga aðra staði
    áður en þeir hringja í mig. En það virðist vera þannig að
    vagnar sem eru nógu stórir til að taka breytta bíla,
    eru bara ekki í boði.

    Það er dýrt að reka svona kerru svo vel sé….Enn
    hins vegar virðist þörfin vera til staðar. Og eflaust
    hægt að finna rekstrargrundvöll á svona kerru með því
    að leigja hana út á ca 10.000 til 15.000.
    Mörgum hefur nú fundist dýrt að borga mér 5.000 kallinn :)
    Enn þeir sem ekki tíma að leggja í púkk, geta bara reddað sér sjálfir!

    Ég held það væri fínt að fá fram einhv umræðu um þessi mál
    hvort að mönnum finnist að t.d klúbburinn eigi að reka svona kerru, og þá hvort menn væru sáttir við að greiða þessa leigu sem ég nefni hér að ofan.

    Ég vil taka fram að flestir hafa verið þakklátir fyrir að hafa getað reddað bílunum sínum ofan af fjöllum með þessum vagni. Og glaðir lagt í púkk.

    meira seinna
    Lifið heil.
    Bjarki Clausen

  • Creator
    Topic
Viewing 8 replies - 1 through 8 (of 8 total)
  • Author
    Replies
  • 27.07.2006 at 23:42 #556920
    Profile photo of Lúther Gestsson
    Lúther Gestsson
    Member
    • Umræður: 101
    • Svör: 1860

    Er einhver hérna sem vill taka að sér að vera gjaldkeri yfir söfnun í að gera þessa kerru upp.

    svo leggja félagsmenn bara smá púkk á reikninginn og svo eigum við nýja kerru handa okkur sjálf, kerran verður svo bara í umsjá einhverrar nefndar og þarf að hafa samband við hana til útleigu.

    Lúther





    28.07.2006 at 00:00 #556922
    Profile photo of Páll Halldór Halldórsson
    Páll Halldór Halldórsson
    Member
    • Umræður: 37
    • Svör: 609

    Sælir félagar.
    Við Jói áttum svona kerru undir rallýbílinn hér um árið. Það var enginn friður hjá okkur með þessa kerru, hún gat verið í láni alla daga, þvílík var eftirspurnin. Og það var svo skrítið að menn skiluðu henni ætíð í ólagi, brotin ljós, beygluð, bretti af, sprungið, eða á annan hátt. Og það var líka svo skrítið að menn voru ekkert endilega að segja frá því að þeir höfðu lent í brasi…

    Í mínum huga ætti klúbburinn að kaupa eina öfluga kerru í þetta mál, fá einhvern góðan í klúbbnum til þess að passa uppá og leigja út á x pening. En það er eins gott að sleppa því strax að hugsa um svona kaup, ef menn halda að það kosti ekki eitthvað að eiga og reka svona kerru og algjört frumskilyrði að einhver einn (eða tveir) sjái um.

    En við jeppamenn eru pínu heimskir, viljum alltaf fá allt fyrir ekki neitt, sjáum bara heimtur á gistitekjum í húsinu okkar Setrinu. Nú á að fara enn einu sinni að gera skurk í því máli, sem er gott.

    En gaman væri að sjá þessa hugmynd verða að veruleika, mér skilst að Pajero kerran sé enn í góðu standi, þökk sé þeim sem smíðuðu og þeim sem passa uppá hana…

    kv
    Palli





    28.07.2006 at 00:00 #556924
    Profile photo of Ásgeir Bjarnason
    Ásgeir Bjarnason
    Member
    • Umræður: 14
    • Svör: 340

    Er ekki við hæfi að kerran væri í umsjá Björgunarsveitarinnar?
    Annars er ég til í að leggja eitthvað í púkk.

    Kv.
    Ásgeir





    28.07.2006 at 00:44 #556926
    Profile photo of Lúther Gestsson
    Lúther Gestsson
    Member
    • Umræður: 101
    • Svör: 1860

    Reyndar þurfti klúbburinn að leggja í kostnað í að leiga kerru fyrir sumarhátíðina um daginn vegna þess að Pajero-kerran var biluð.
    Enn reyndar er það hárétt það sem Palli er að sega okkur við þurfum að hugsa um að þesir hlutum sé viðhaldið og líklega best að einhver 1-2 sjái um þetta.

    Enn það vantar ennþá gjaldkera til að sjá um söfnun í kerru. Ég legg í púkkið vantar bara eitthvert reikningsnúmer.

    Lúther





    28.07.2006 at 00:57 #556928
    Profile photo of Einar Elí Magnússon
    Einar Elí Magnússon
    Participant
    • Umræður: 75
    • Svör: 942

    Bjarki – varstu búinn að kíkja á kerruna aftur? Keyrði framhjá henni í dag og sá að einhver hafði komið við þar.

    Kv.
    EE.





    28.07.2006 at 10:20 #556930
    Profile photo of Benedikt Magnússon
    Benedikt Magnússon
    Participant
    • Umræður: 88
    • Svör: 3004

    Það er alveg rétt að gott væri ef klúbburinn ætti svona kerru – og reyndar ætlar Hjálparsveitin að kanna hvað kostaði að koma slíkum grip upp og ég hef einnig gert það. Það liggur fyrir að stofnkostnaður og rekstrarkostnaður er af slíkri stærðargráðu að leiga þyrfti eflaust að vera á bilinu 10 – 15 þ.kr á sólarhring.

    Klúbburinn á líka til öfluga kerru og öflugan olíukálf. Það hefur verið rætt hvort leigja eigi þessa hluti út og stjórn fór yfir það mál um daginn.

    En fyrst er að setja á stofn hóp tveggja til þriggja vaskra manna/kvenna til að halda utanum þessa hluti og gæta þess að þetta sé í lagi.

    Varðandi kerruna sem klúbburinn á þá er rétt að hún er biluð en Jeppaþjónustan Breytir ætlar að laga hana á næstu dögum.

    Benni





    28.07.2006 at 19:14 #556932
    Profile photo of Bjarki Clausen
    Bjarki Clausen
    Participant
    • Umræður: 158
    • Svör: 1709

    Hvað segið þið. ef það yrði nú smíðuð alvöru kerra (klúbburinn)
    Mynduð þið félagsmenn tíma að greiða 10-15. þús í leigu
    til að fá afnot af henni í sólahring?

    Spurning að setja skoðanakönnun á vefinn.
    Nota bene Menn sem myndu ætla sér að draga með svona
    kerru þurfa ef ég man rétt að vera með BE réttindi á ökuskirteini. eða jafnvel meira próf. allavega próf eldra en 1993…Þó margir stelist bara 😉





    28.07.2006 at 20:13 #556934
    Profile photo of Jón G Snæland
    Jón G Snæland
    Participant
    • Umræður: 58
    • Svör: 4513

    Mér finns það ekki spurning að klúbburinn leggi til efni í kerru. Og væri ég meira en til í það að aðstoða við smíði á slíkum grip. Enda hef ég reynsluna af því að vanta kerru. En í vetur þurfti ég slíkan grip og fékk kerru sem var ekki nægilega breið og þurfti ég því að fá lánuð 30 tommu dekk til þess að komast upp á kerruna. Semsagt bara vesen og væri því þægilegt að vita af kerru sem mætti rúlla stórum jeppa upp á án þess að þurfa að hringja út um allan bæ í leit að kerru.





  • Author
    Replies
Viewing 8 replies - 1 through 8 (of 8 total)

You must be logged in to reply to this topic.

RSS mbl.is – bílar

  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.