This topic contains 8 replies, has 1 voice, and was last updated by Jón G Snæland 18 years, 6 months ago.
-
Topic
-
Sælir félagar
Ætla að setja hér Opinbera tilkynningu.
„Bílakerran mín er ekki fáanleg til útlans lengur.“
_______________________________________________
Það er talsverð þörf fyrir góða svona kerru.
td er búið að biðja um að fá hana lánaða 2 sinnum í dag
og 2 sinnum um síðustu helgi.
Þannig að með þessari tilkynningu vildi ég láta sem flesta vita að kerran er ekki til láns lengur.Yfirleitt eru menn búnir að reyna marga aðra staði
áður en þeir hringja í mig. En það virðist vera þannig að
vagnar sem eru nógu stórir til að taka breytta bíla,
eru bara ekki í boði.Það er dýrt að reka svona kerru svo vel sé….Enn
hins vegar virðist þörfin vera til staðar. Og eflaust
hægt að finna rekstrargrundvöll á svona kerru með því
að leigja hana út á ca 10.000 til 15.000.
Mörgum hefur nú fundist dýrt að borga mér 5.000 kallinn
Enn þeir sem ekki tíma að leggja í púkk, geta bara reddað sér sjálfir!Ég held það væri fínt að fá fram einhv umræðu um þessi mál
hvort að mönnum finnist að t.d klúbburinn eigi að reka svona kerru, og þá hvort menn væru sáttir við að greiða þessa leigu sem ég nefni hér að ofan.Ég vil taka fram að flestir hafa verið þakklátir fyrir að hafa getað reddað bílunum sínum ofan af fjöllum með þessum vagni. Og glaðir lagt í púkk.
meira seinna
Lifið heil.
Bjarki Clausen
You must be logged in to reply to this topic.