Forsíða › Forums › Spjallið › Innanfélagsmál › Björgun jeppamenningar!
This topic contains 19 replies, has 1 voice, and was last updated by Jóhannes þ Jóhannesson 18 years, 10 months ago.
-
CreatorTopic
-
08.05.2004 at 18:41 #194333
AnonymousÁgætu félagar 4×4,
Miklar umræður spruttu upp hér um daginn vegna ætlaðar hættu breyttra jeppa og fúski í sambandi við jeppabreytingar.
Það er staðreind að það er farin af stað neikvæð umræða í þjóðfélaginu og hún er sprottin upp af allskyns hvötum eins og öfund, vanþekkingu og hræðslu.
Jeppum hefur verið breytt hér á landi allt frá því fyrstu Willys herjepparnir komu til landsins. Afhverju er allt í einu í dag orðið svona hættulegt að vera á breyttum jeppa? Það sem klúbburinn þarf að gera er hreinlega snúa vörn í sókn og fara af stað með stóra kynningu á því sem jeppamennska hefur gert fyrir landann. Við verðum að skrúfa fyrir þessa neikvæðu ímynd á jeppamennsku og breytingum á þeim. Ég er þeirrar skoðunar að klúbburinn eigi að búa til sjónvarpsmynd þar sem saga jeppabreytinga er rakin og allt lagt á borðið hvernig unnið hefur verið að þessu hin síðari ár. Hvernig samvinna við Iðntæknistofnun, Landgræðsluna, bifreiðaeftirlitið og fleiri opinbera aðila hefur farið fram. Síðan þurfum við að sýna kosti breyttra jeppa og hverju þeir hafa breytt fyrir okkur. Björgunarsveitir, opinber fyrirtæki eins og Landsvirkjun og ættu erfitt með að komast af án breyttra jeppa og hvað ætli sé búið að bjarga mörgum mannslífum á breyttum jeppum. Geysis slysið er fyrsta dæmið um björgun á sérútbúnum jeppum. Svo ekki sé minnst á hvað breyttur jeppi á stórum hjólum fer miklu betur, en skífu jepparnir, með slóða og vegleisur landsins.
Oft er þörf en nú er nauðsyn og það er til nóg af peningum í sjóðum klúbbsins til að bjarga þessari jeppamenningu frá eyðileggingu misvitra manna sem reyna hvað eftir annað að finna sér allt til foráttu.Halldór A-111
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
08.05.2004 at 18:54 #501709
Allveg er ég sammála þér Halldór. Þyrftum að fara út í svipaða herferð og Sniglarnir fóru í þeirra ímynd batnaði mikið. Mér finnst líka mjög áberandi hvað smábílar í umferðinni svína fyrir stóra jeppa, vörubíla og flutningabíla ég held hreinlega að fólk átti sig ekki á að stór bíll þarf lengri vegalengd til að stoppa.
Það hlýtur líka að vera hægt að fá tryggingafélög eða eihverja aðila til að styrkja svona verkefni.
08.05.2004 at 20:55 #501712Hvaða breyttu farartæki voru notuð við Geysis slysið ???
Er annars sammála því að við þurfum að herða áróður um okkar málstað, svo ekki verði valtað yfir okkur af kreddupúkum sem ekki vita neitt í sinn haus.
Hlynur
08.05.2004 at 21:54 #501716
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
það þarf nu ekki neinn ofurheila til að sja það að það er ekki hægt að komast af án breyttra jeppa á islandi landið er bara svona harðbylt og þegar eg fór að hugsa hvað margir eru sem notast við breytta jeppa þá ma nefna eftirfarandi aðila:
lögregla.
björgunarsveitir.
sjukrabilar.
slökkvilið.
flugvallarslökkvilið.
landsiminn.
rarik.
vegagerðin.
ymsir verktakar.
og ymsar stofnanir rikisins/misbreyttirog nu er bara að hætta að tala um hlutina og gera eitthvað i malinu!
eg efast nefnilega um að þessir vælupokar vilji frekar hafa þjóðvegina fulla af jeppum með storar velsleðakerrur og vörubila með snjobila a pallinum því það er vont að mæta þeim.
08.05.2004 at 22:11 #501721
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Nú er tækifærið fyrir þá sem eru að fara á aðalfundinn á mánudaginn.
Komið með tillögu í þessa veruna og hafið hana skriflega og útfærða og stuðningsmann sem fylgir henni úr hlaði. Ég myndi gera þetta sjálfur ef ég byggi ekki á Akureyri.
"Hlynur" Þegar ég vitnaði í Geysis slysið þá var ég að hugsa um fyrstu jeppabreytingarnar sem voru í þá veruna að byggja yfir jeppana almennilegt hús sem héldi veðri. En þetta tel ég vera fyrsta skrefið í þá átt að aðlaga jeppana að okkar aðstæðum.Halldór A-111
09.05.2004 at 14:24 #501725
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Sælir.
Þarna kemur Agnar með athyglisverðann punkt í umræðuna og jafnvel þann sem á eftir að skipta sköpum ef banna á notkun dekkja stærri en 35".
Nú er skemmst að minnast slyss sem varð í Eyjafirði þar sem vélsleðamenn lentu í ógöngum. Það væri gaman að fá uppgefinn fjölda 38+ jeppa sem tóku þátt í þeirri björgun.
Við getum gefið okkur það að björgunarsveitir fái að njóta undanþágu en mynd sem ég sá á síðum fréttablaðsins sýnir og sannar mál mitt. Þar var 38" 4runner í einkaeign að draga fastann Patrol merktann slysavarnarfélaginu Landsbjargar.
Nú eru sveitir landsbyggðarinnar ekki með marga bíla til umráða og þegar færð og skyggni verða vond er notast við bíla í einkaeign sveitamanna.
Hvernig ætti þessi undantekningarregla að hljóma. Þessir bílar eru auðsjáanlega bráðnauðsynlegir. "Viðurkenndar björgunarsveitum leyfist nota dekk allt að 44" undir bíla sveitanna og sama gildir um bíla í eigu sumra björgunarsveitamanna"!?!?!?! Hverjir ættu þá að velja þessa "suma" menn og ef þeir yrðu "allir björgunarsveitamann" þá er alveg á hreinu að það á eftir að fjölga í sveitunum.
Þarna gætu menn tekið upp á því að gera kröfu um lágmarks menntun sem björgunarsveita maður þ.e. skynihjálp, fjallamennska, rötun, notkun áttavita og jafnvel rústabjörgun.
En er ekki akkúrat þarna mergur málsins. Ég má ekki aka bíl sem er skráður heildarþyngd yfir 3.5 tonn (held ég) nema hafa til þess réttindi. Ég yrði ekkert svekktur að þurfa að sitja á fyrirlestri um syndihjálp og rötun til að fá að aka fullbreyttum jeppa jafvel að fá ekki slíkt leyfi fyrr en eftir að fullum tvítugsaldri er náð.
Þessi hugmynd styður að mínu mati orion skýrsluna allvel. Menn á stórum bílum eru meðvitaðir um hvað þeir eru að nota.
ÞAÐ ERU EKKI BÍLARNIR SEM ERU HÆTTULEGIR, HELDUR ÞEIR SEM ERU AÐ NOTA ÞÁ það gildir einu um stóra jeppa, kraftmikla fólksbíla eða diesel smábíla!!
Kv Isan
09.05.2004 at 16:55 #501729Ef að fólk er svona "hrætt" við að mæta stórum breyttum jeppum, skítur það þá ekki næstum á sig við að mæta flutningabílum ?
Stór flykki með eftirvagn og 16 hjól og keyrir á
120+ km/klst.Bara smá punktur frá mér.
09.05.2004 at 19:18 #501733
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Hvernig færðu það út að flutningabílar keyri á 120km+?
Allir vöru og flutningabílar árg.94 og yngri eru með hraðatakmarkara og var hámark í fyrra fyrir skoðun 100km. en núna þetta ár fær enginn skoðun nema vera með löggildingu á takmarkara í 90km. hraða, mér fynnst þú þessvegna vera að detta í sömu fordómagryfjuna og þú ert að gagnrýna.
09.05.2004 at 19:30 #501736
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Þetta er svolítið undarlegt með hraðahámarkið í nýjum og nýlegum vöru og flutningabílum, ég hef mörgum sinnum tekið eftir hraðanum hjá þeim með því að keyra á sama hraða á eftir, stundum kemur það fyrir að ég er á 110 km/h á mæli á fólksbíl, skekkja mælisins gefur að flutningabíllinn er á 100 km hraða sem er of hratt fyrir hámark 44 tonn án undanþágu. Svona bíll stoppar ekkert voðalega fljótt og ef hann lendir á einhverju, alveg sama hverju, þá er það gjörónýtt. Ef minni bíll lendir í árekstri við stóran þungan þá er það yfirleitt banaslys, ef ekki að margir deyji.
Kv. Ásgeir
09.05.2004 at 20:49 #501741
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Nokkuð klárt að menn hér inni eru nokkuð sammála um að það sé út í hött að banna breytta jeppa á Íslandi. Ég held líka að þó það séu örugglega einhverjir sem vilji slíkt bann þá geri þeir sem hafa eitthvað með þessi mál að gera sér grein fyrir að það er algjörlega óraunhæft. Fyrir utan þau rök sem hér eru um að margir aðilar treysta á þessi tæki, er orðin löng hefð fyrir þessu og mikið búið að vinna í þessum jeppabreytingum. Lög sem banna breytta jeppa væri því jafnvel verri skandall en sum lagafrumvörp sem nú eru í umræðunni í þjóðfélaginu.
En þetta með ónot sem fólk fær við að mæta breyttum jeppum er eitthvað sem ég held að við ættum ekkert að vera að gera lítið úr. Það er ekkert verið að tala um að það sé vont að mæta okkur í venjulegum akstri eða svona almennt. Menn hafa hins vegar verið að tala um það innan klúbbsins (n.b. ég hef aðallega heyrt þessa umræðu meðal jeppamanna) að það sé of oft sem við ökum of hratt og sýnum öðrum ekki nógu mikla tillitsemi þegar við mætum bílum á mjóum malarvegum. Merkilegt nokk, vel breyttur 38? bíll getur svínlegið á vegum og við finnum kannski ekki svo mikið fyrir hraðanum, en með því að telja eftir okkur að slá vel af og víkja vel fyrir annarri umferð erum við bara að vinna okkur óvildarmenn. Auðvitað gildir sama um flutningabíla og aðra stóra og fyrirferðarmikla bíla, það er bara ekki okkar að hafa áhyggjur af því og reyndar held ég að margir flutningabílstjórar hafi tileinkað sér þetta og séu meðvitaðir um þessa hluti. Ef við ætlum bara að hæðast að þessu og spá svo ekki meira í það er ég hræddur um að það geti spillt fyrir ýmsu af því sem við viljum berjast fyrir.
Kv – Skúli
09.05.2004 at 22:36 #501744
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
"Tröllin" á vegunum.
Það er nefnilega þetta með hraðann á "slæmum" malarvegum.
Ég held nefnilega að Skúli hafi hitt naglann á höfuðið hvað varðar aksturslag sumra á breyttum jeppum á malarvegum.
Það finnst mörgum gaman að "ralla" Kaldadal, Kjöl, Sprengisand og fleiri leiðir á mýktum 38"+ dekkjum, jafnvel svo jaðrar við alvöru rallý keppni (þegar tveir jeppakarlar koma saman??, það er ekki bara á jöklum sem menn mana hvorn annan til kappaksturs)Fólki á óbreyttum jeppum, jepplingum eða þaðan af minni bílum sem er þarna á ferð og læðist eftir vegunum og reynir að þræða milli hola og hvarfa því annars hristist það og skekkst svo glamrar í tönnum og bíllinn dansar nánast stjónlaus um allan veg líst hreinlega ekkert á blikuna þegar svona líka "tröll" koma æðandi í rykmekki á móti.
Þetta fólk (ég hef verið í þessum hópi áður en ég uppgötvaði undur stóru dekkjanna) telur, miðað við hvernig því gengur að aka eigin bíl á þessum tilteknu vegum að "tröllin" hljóti hreinlega að vera algerlega stjórnlaus og ökumennirnir Klepptækir!! Það krossar sig og reynir að forða sér sem best það má áður en þetta stjórnlausa flykki kemur!!! Og segir svo söguna þegar það kemur til "byggða".
Í "tröllunum" er allt hins vegar með ró og spekkt, menn bara að skemmta sér við aksturinn og njóta tækisins og sitja nánast eins og í stofunni heima hjá sér. Holur, hvörf og hryggir "fletjast út" þegar góð fjöðrun og mjúk dekk vinna saman.
Þessu er bara erfitt að trúa þegar maður er að skakast þetta á sínum óbreytta "fjallabíl" og hefur ekki reynslu af öðru.
Þarna eru breyttu jepparnir á heimavelli, það vitum við og því verðum við að axla þá ábyrgð sem því fylgir og hliðra til fyrir öðrum "gestum". Hægja á og víkja vel, því við erum einmitt á bílunum til þess (að víkja þar að segja, illar tungur halda því fram að með svona stór dekk undir bílunum ráði bremsurnar varla við annað en að hægja á "tröllinu". Já, en… þá er einmitt tilvalið að nýta "hægjurnar" og hægja á!)
Sama á við um akstur á snjóugum vegum (þá sjaldan það kemur fyrir nú orðið). Fólk er að paufast þetta í ökla djúpum snjó á fólksbíl og finnst nóg um, þá kemur "tröll" æðandi á móti í snjókófi og greinilegt að bílstjórinn hlýtur að vera brjálaður að aka svona í þessari "ófærð". En hann er kannski að koma ofan af jökli og í samanburði við það finnst honum ökla djúpur snjór autt malbik og engin ástæða til að "lúsast" áfram.
Það er nefnilega allt annað sjónarhorn á "ófærðina" að sjá hana að ofan, úr breyttum jeppa, eða sitja í henni í fólksbíl, hreint ótrúlegur munur á færð á sömu götunni eftir því hverju maður ekur.
Þarna verðum við líka á gæta að okkur og sýna tillitsemi, það er auðvelt að víkja á breyttum jeppa, sér staklega að víkja þar sem skaflinni er stærstur og aka upp á hann svo "litlu" bílarnir komist framhjá.
Það er búið að vera að hnýta í flutningabílana, að þeir séu ekki skömminni skárri á vegunum. Þeir hafa (bílstjórnarnir) margir hverjir tekið sér tak, víkja vel þegar þeir mæta annarri umferð og færa sig út í kannt og gefa stefnumerki til að hleypa öðrum fram úr þar sem færi gefst (Sannir atvinnumenn sem taka vinnuna sína alvarlega og taka tillit til "áhugamanna" og "viðvaninga" og eru til fyrirmyndar í umferðinni.
Ég held að við ættum frekar að taka þá til fyrirmyndar og sýna gott fordæmi, við erum jú allir með bíladellu og þetta er okkar áhugamál.
Við teljum okkur yfirleitt vel yfir meðallagi góða bílstjóra (er það ekki?).
Sýnum það í verki og sýnum (og sönnum einu sinni enn) að breyttum bílum aka yfirleitt vel yfir meðallagi góðir bílstjórar, bætum bara tillitseminni við.Langlokukveðja
Siggi_F
09.05.2004 at 23:33 #501748
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Allir vita af þessum vandamálum með hraðakstur og tillitsleysi í umferðinni. Þetta er vandamál og verður alltaf. En hvað leggja menn til? Hvað á að gera til að fólkið sem á ekki stórann breyttann jeppa hafi ekki andúð á okkur og hvernig getum við breytt hugarfari fólks til stóru jeppana. Ég legg til að gerður verði sjónvarpsþáttur. Eða jafnvel er hægt að gera, í samvinnu við Óla Þórðar hjá umferðarráði, svona umferðarátak þar sem farið er yfir það hvað má gera og hvað ekki.
Endilega komið með hugmyndir að lausnum.kveðja
Halldór A-111
10.05.2004 at 00:01 #501752Núna þegar sumarið er að ganga í garð fer torfæran að komast á fullt skrið og henni verður líklega sjónvarpað,er ekki möguleiki að ræða við þá sem framleiða þá þætti og fá þá jafnvel til að gera þátt um breytta jeppa,eða að fara í samstarf við þá um einn eða tvo þætti.
Nú eða að ræða við þá í Umferðaráði um gera þátt eða þætti.
Hvernig er það var ekki Artic Trucks að gera einhverja þætti um breytta jeppa frá þeim einhvern tíman eða er það vitleysa hjá mér.
Svo er það líka möguleiki að ræða jafnvel Ómar Ragnarsson þann landskunna bílaáhugamann,kannski að hann eigi einhverjar spólur um breytta jeppa.
Það er líka jeppaáhugamaður að vinna á stöð 2 sem hefur verið að prófa hinu ýmsu jeppa og önnur faratæki fyrir Ísland í dag,kannski væri ráð að tala við þá á stöð 2 um gerð á einum þætti.
kv
Jóhannes
R-3257
10.05.2004 at 07:36 #501756Ekki nokkur vafi á því að Halldór A 111 hefur hitt naglann á höfuðið með því að benda á að við eigum sem félagsskapur að standa fyrir því að upplýsa á jákvæðan hátt fólk um akstur og aksturseiginleika breyttu jeppanna. Nú skora ég á stjórn 4×4 og deilda þess að koma á samstarfi milli klúbbsins, bifreiðaumboða, breytingaverkstæða og annarra sem tengjast þessu á einn eða annan hátt, og búa til skemmtilegan fræðsluþátt, e.t.v. með Ómar Ragnarsson sem einskonar Attenborough í hlutverki frásagnarmannsins. Sjónvarpsstöðvarnar myndi áreiðanlega taka því fegins hendi að birta slíkan þátt/þætti um innlend málefni, ef hann er faglega unninn. – Bara eitt; það hefur verið hnýtt í flutningabílana í þessu spjalli og það finnst mér ekki sanngjarnt. Upp til hópa eru þarna afbragðs ökumenn undir stýri og ég veit að Páll Halldór getur tekið undir með mér með það, að til þeirra eru gerðar miklar kröfur. Atvinnustarfsemi á Íslandi, hvort sem er í dreifbýli eða þéttbýli, byggir ótrúlega mikið á því að þessir flutningar gangi greiðlega fyrir sig. Það er því mikið lagt upp úr því af þessum tveimur fyrirtækjum, sem annast nánast alla þessa flutninga, að ökumennirnir séu starfi sínu vaxnir og skapi fyrirtækjunum ekki slæma ímynd. Meðal þess er að bílarnir eru búnir hraðatakmarkara, sem og "kjaftakerlingu" sem gerir PHH og kollegum hans fært að fylgjast með þvi að bílstjórarnir fari að reglum. Þessir bílar eru hinsvegar stórir og þurfa sitt pláss. En ég vil fullyrða, að ökumenn þeirra vita meira hvar þeir hafa hægri hjólin á bílnum sínum en flestir ökumenn smærri bíla. (Það er eitt sem við jeppamenn þurfum að læra, að nota speglana til að staðsetja okkur á veginum. Það er ekki neitt sáluhjálparatriði að vera með vinstra hjólið á miðlínunni, eins og sumum ökumönnum smærri bíla virðist vera.) Mér er nær að halda að það sé ansi mikið oftar sem svínað er á flutningabílunum en þeir svíni á öðrum hvað snertir pláss á veginum. Þá reynir virkilega á hæfni og leikni þessar ökumanna og ég fullyrði að flestir bjarga þeir mannslífum í því nær hverri ferð með færni sinni og tillitssemi þegar minna þjálfaðir ökumenn ætla sér ekki af. Jú, ég gengst við því að hafa ekið flutningabílum sjálfur hér á árum áður og á marga góða kunningja í þessum hópi.
10.05.2004 at 10:37 #501759
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Stórhuga og góðar hugmyndir sem hér koma upp. Þessi hugmynd um sjónvarpsþátt um jeppamennsku hefur töluvert verið að koma upp. Það er örugglega mjög gott mál og öflugasta leiðin til að fræða almenning um hvað þetta sport gengur út á, eyða ranghugmyndum og kynna klúbbinn. Ef við færum eitthvað áfram með þessa hugmynd væri fyrsta skref að fá einhverja kostnaðaráætlun á þetta, en tala upp á 5 millj. kæmi mér ekki á óvart og þá miðað við að fara frekar ódýrar leiðir en samt nógu faglegt til að sjónvarpsstöðvarnar gefi því séns. En þetta gæti samt verið góð fjárfesting því öflugri leið til að ná til almennings er ekki til.
Kv – Skúli
10.05.2004 at 10:46 #501762Eins og vitum er það ekki góður ökumaður sem getur ekið hraðast heldur sá sem ekur af skynsemi, miðað við astæður og tekur tillit til annara í kringum sig.
Einu sinn lærði ég þá reglu við mætingar á þröngum vegum að sá sem á auðveldar með á að víkja betur. Jafnvel hefur maður þurft að stöðva vel út í kanti til að hleypa framjá t.d. litlum fólksbíl sem kemst ekki eins út í kantinn og ég, og einnig stórum flutningabílum sem mega illa við því að vegkanturinn gefi sig undan einhverjum tugum tonna.
Svo er það að þegar ég tók bílprófið fyrir einnugis tveim áratugum, þurfti mikið að hafa áhyggjur af grjótkasti bæði við að mæta bíl og svo við að aka of nálægt þeim sem á undan var. Mér finnst einhvern veginn að þó að malarvegunum hafi fækkað talsvert, hljóti enn að vera talsvert grjótkast undan bílum þar sem þessir vegir eru ennþá og muni ég rétt hafði hraðinn talsvert um það að segja hversu stór tjón urðu vegna þess.
Kv.
ÞÞ
10.05.2004 at 11:47 #501765Sælir félagar.
Fín hugmynd með að útbúa þátt. Fullyrði það hér að ein milljón dugar fyrir fínum þætti. Auðvitað er enginn vandi að eyða fimm milljónum líka. Svo mætti örugglega finna einhverja með í þetta verkefni sem kostendur. Kannski ekki galið að leggja þetta til á aðalfundi í kvöld ? Veit til þess að menn eins og Birgir Þór og fleiri væru klárir.
Varðandi flutningabílana, þá er endalaus barátta að halda þeim við efnið. Hluti af þessari vinnu lendir á mér í starfi mínu hjá Flytjanda. Þegar nýjir menn eru ráðnir, þarf að fara með þeim í gegnum marga hluti og menn þurfa að læra að hinum reyndari. Einnig eru þessir reyndari að gera misstök, bæði stór og smá. Aðalatriðið í þessu er að fá alla með, allir þurfa að vera meðvitaðir um að það er verið að fylgjast með þeim, og taka á hverju einastu kvörtun sem berst. Þannig er hægt að halda þessu niðri.
Síðustu ár höfum við farið þá leið að líma aftan á flutningabílana, örstutt skilaboð til annara vegfarenda, hvað umræddur bílstjóri ætlar að leggja að mörkum í umferðinni. Skilaboð eins og "alltaf í belti", "á löglegum hraða" og fl. Það segir sig sjálf að ökumaður sem er með slíkan límmiða aftan á bílnum sínum vill með engu móti láta hanka sig á því sem stendur á límmiðanum.
Það væri því hugmynd að allir þeir sem sjá jeppamenn haga sér eins og kjánar í umferðinni / á fjöllum / eða annar staðar, gætu sent inn upplýsingar til Ferðaklúbbsins um atvikið. Hægt væri að taka á þessu innan stjórnar og tekið ákvörðun um að setja sig í samband við viðkomandi. Og aðallega til þess að sýna mönnum fram á það að það er berið að fylgjast með. Og er viðkomandi er ekki félagi í klúbbnum, eigum við líka að hafa samband og benda honum á þau mistök sem hann kann að hafa gert.
Ég hef td haft það sem venju, ef hringt er í mig vegna bílstjóra, hef ég samband við bílstjórann og fengið hans hlið á málum. Einnig hef ég náð saman í einu símtali, umræddum bílstjóra og þeim sem kvartar og heyrt þá báða lýsa sama atvikinu og oft munar þá ekki miklu. Það eru nefnilega þrjár hliðar á öllum málum. "mín, þín og síðan sú rétta".
Kv
Palli
10.05.2004 at 13:10 #501768
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Góð hugmynd að gera eitthvað svipað og flutningabílar eru með þ.e.a.s. að hafa símanúmer eða email aftan á bílnum eða í glugganum þar sem fram kemur hvert hægt er að hringja eða maila ef einhver er ósáttur við aksturslagið. Ég geri mér grein fyrir að margir myndu ekki vilja mjög stóran svoleiðis miða en það er ábyggilega hægt að hafa eitthvað tákn sem segir fólki að það geti komið athugasemdum á framfæri ef því fyndist þörf á. Ef jeppamenn tækju sér saman og bæru svona miða aftan á bílnum er ég viss um að það myndi bæði virka jákvætt á aðra og yrði líka til þess að menn pössuðu sig frekar.
En sjónvarpsþátt þurfum við að gera og Palli ég treysti þér til að koma þeirri hugmynd áleiðis. Ómar Ragnarsson fínn sögumaður og einhvern góðan produsent.kv.
Halldór A-111
11.05.2004 at 19:43 #501771Frábær hugmynd að gera sjónvarpsþátt þar sem farið er yfir málin. Mér finnst mjög mikilvægt að haldið sé uppi mótáróðri, það hefur jú hallað töluvert á þá sem aka breyttum jeppum undanfarið, þar sem neikvæðni í þeirra garð virðist hafa "snjóboltaáhrif", þ.e magnast upp. Breyttir jeppar eru nefnilega þjóðhagslega hagkvæmir (þetta er nú skattað í bak og fyrir), nauðsynlegir við björgunarstörf, nauðsynlegir fyrir þá sem leggja raf og símalínur, þá sem stunda vatnamælingar og önnur slík vísindastörf og svo mætti lengi telja. Fyrir utan skemmtanagildið og mannræktargildið sem er stórlega vanmetið. Hálendisferðir eru nefnilega hrein mannrækt eins og önnur náttúruskoðun.
Ég býðst hins vegar ekki til þess að leika í myndinni, sakir hallærisleika mín og ökutækis míns, en mun horfa spenntur þegar þar að kemur.
Kv. Drekinn
P.S Ég sé Ómar Ragnarsson fyrir mér sem þáttagerðarmann, enda maðurinn (meðal annars að sjálfsögðu) búinn að vera sýnilegasti talsmaður þess frelsis sem felst í því að komast um hálendið um árabil, að öðrum ólöstuðum. Gamla Toyotan hans kemst ábyggilega um allt nú eins og áður.
14.03.2006 at 18:42 #501775Að gera þennan þátt,eða datt þetta dautt niður um sjálft sig.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.