This topic contains 9 replies, has 1 voice, and was last updated by Gísli Þór Þorkelsson 17 years ago.
-
Topic
-
Sælir félagar
Við sem áttum bílana þarna fyrir ofan Jaka sem festust og stoppuðu viljum koma á framfæri innilegu þakklæti til ALLRA þeirra sem tóku þátt í að koma okkur og bílunum til byggða. Það kom stór hópur sem upp eftir á góðum bílum okkur til hjálpar og það gekk mjög vel að losa bílana og koma þeim í gang, þrátt fyrir að bílarnir væru sumir mikið grafnir í fönn. Þótti mönnum leiðinlegt að geta ekki komið öllum niður en hásing var svo skökk undir einum að framan að ekki var talið óhætt að fara með hann lengra en upp á skaflin, og verður vonandi hægt að rétta þetta og komast niður fljótlega.Kv með innilegu þakklæti.
Jóhann, Ómar og félagar.
You must be logged in to reply to this topic.