This topic contains 5 replies, has 1 voice, and was last updated by Bjarni Freyr Thordarson 11 years, 7 months ago.
-
Topic
-
Hæhæ,
Bjarni Freyr heiti ég og er nýr meðlimur í 4×4
Ég eignaðist minn fyrsta jeppa núna í febrúar, Suzuki Sidekick Sport 1996. Ákaflega skemmtilegur bíll þrátt fyrir smáleikan.Við pabbi höfum aðeins verið að vinna saman í jeppamálum undanfarin ár, áttum tvo Hilux veiðibíla og seinna G-benz sem við tókum og gerðum flottan. Annar bíll sem við eigum er ’45 módel af Willys CJ-2A með Volvo B-18.
Það sem búið er að gera fyrir Sidekickinn:
3″ Boddyhækkun og 2″ fjöðrunarhækkun
33″ dekk á 15″ felgu
A/C dæla í hörku loftdælu ásamt 20l kút
KastararÞað sem á eftir að gera:
Taka bílinn og heilsprauta í sept. Ætla að hafa hann háglans svartan
tilheyrandi ryðbætingar með sprautuninni.Ef einhver þekkir til bílsins má hann endilega segja mér eitthvað um hann
Myndir:
Svona var hann stuttu eftir að ég kaupi hann
Hafði gaman af því að leggja hjá óbreyttri hehe
Kastarafesting
Mjög fínt
Kúturinn kominn undir, hann er ekki lægsti punktur bílsins
Tveir góðir
Loftúttak sem á eftir að útfæra aðeins betur eftir sprautunina
-Bjarni
You must be logged in to reply to this topic.