This topic contains 6 replies, has 1 voice, and was last updated by Anonymous 13 years, 6 months ago.
-
CreatorTopic
-
05.07.2011 at 14:40 #219665
Nú er farið að vaxa í jökulám, eins og Krossá og fleiri vötnum. Fyrir yngri kynskóðina of sumt af þeirr eldri, þá köllum við,( þ.e.a.s. eldri kynslóðin og heimamenn,) jökulár venjulega jökulvötn.
Ef einhver kann eða getur sett grein sem ég skrifaði í Moggann s.l. haust á þennan vef þá held ég að það gæti hugsanlega komið einhverju að gagni. Það er ekkert grín að lenda á floti í jökulá eða vatni eins og ég venjulega kalla það.
Sjáum til hvort einhver tölvusnillingur getur gert þetta.
Greinin heitir „Hrakningar og bjargráð í jökulvötnum“ og var í Mogganum s.l haust.
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
05.07.2011 at 16:02 #733157
Keypti greinina af Mogganum kveðja Dagur
Laugardaginn 2. október, 2010 – Aðsent efni
Hrakningar og bjargráð í jökulvötnum
Eftir Árna AlfreðssonÁrni Alfreðsson
Eftir Árna Alfreðsson: "Að leggjast á bakið og hafa lappirnar upp úr og á undan, lendi menn á floti í jökulá, er bjargráð sem þyrfti að vera á allra vitorði…"Undanfarið hafa fréttir af vatnavöxtum og hrakningum manna í jökulám verið nokkuð áberandi. Á hverju ári verður fjöldinn allur af slíkum óhöppum, örfá rata í fjölmiðla en langflest eiga menn út af fyrir sig í minningunni.
Ég byrjaði ungur í sveit hjá ömmu og afa á Stóru-Mörk undir Vestur-Eyjafjöllum. Sá bær stendur við Markarfljót, gegnt Stóru-Dímon, og er síðasti bær sem ekið er framhjá á leið inn á Þórsmörk. Ekki leið á löngu áður en ég varð gagntekinn af því að sulla í bæjaránni og drekka í mig sögur af bílum á bólakafi inni á Mörk (Þórsmörk). Í austan slagveðri og miklum vatnavöxtum var alltaf eitthvað að gerast á Þórsmerkursvæðinu. Allt var þetta hjúpað spennu og ævintýraljóma.
Fljótlega varð Merkuráin ekki nógu stór og á kvöldin var oft rölt niður að Fljóti (Markarfljóti). Að finna gott vað og komast yfir stóran ál var alltaf sigur. Fljótlega kom að því að allt Fljótið var sigrað. Þetta var stór stund. En svo að enginn kæmist að þessu brölti varð maður alltaf að vaða sömu leið til baka. Oftast var maður einn í þessum ævintýrum og bara í venjulegum fötum með góðan staf.
Eftir bílpróf urðu margar ferðirnar inn á Mörk. Að kafkeyra bílinn í Krossá var bara hluti af ferðinni og ekki þótti tiltökumál þótt bíllinn flyti upp, jafnvel nokkur hundruð metra. Einnig var reynt við ána á tveimur jafnfljótum og oft lentu menn á floti. Það var ýmislegt brallað sem þótti kannski ekki yfirmáta gáfulegt. En fátt er svo með öllu illt að ekki hljótist eitthvað gott af. Þarna fékkst alls konar reynsla og þekking sem ástæða er til að koma á framfæri.
Bjargráð
Að lenda á floti, í venjulegum fatnaði, í beljandi jökulfljóti er eitthvað sem enginn óskar sér. Það hræðir venjulega líftóruna úr þeim sem fer á flot og líka þeim sem á bakkanum eru. Við fyrstu sýn myndu menn ætla að maður í þessum aðstæðum ætti kannski ekki mikla möguleika á að lifa af. Reynslan sýnir hins vegar að slík er ekki raunin.Þegar menn lenda í ískaldri ánni fá menn gott kuldasjokk og súpa hveljur. Við þessu er lítið að gera en þetta drepur engan. Næstu viðbrögð eiga að vera þau að leggjast á bakið, rétta úr fótum og láta tærnar standa upp úr, og láta sig fljóta með lappirnar á undan. Straumur vatnsins sér um að halda þér vel á floti og upp úr. Hér þarf enginn að kunna að synda. Það sem næst gerist er að fljótlega rekur menn upp á grynningar. Hversu fljótt menn rekur upp er auðvitað mismundi en venjulega gerist það mjög fljótlega, innan nokkur hundruð metra.
Með því að halda fótum uppi reka menn fætur ekki í botn og koma þannig í veg fyrir að menn velti fram fyrir sig. Byrji menn að velta fer höfuðið á kaf, menn geta misst andann eða rekist í grjót og misst meðvitund. Með því að hafa fæturna á undan sjá menn einnig hvað er framundan og verja höfuðið um leið frá því að rekast í.
Venjulega reka menn rassinn fyrst niður á grynningum. Það getur verið sárt en séu menn farnir að finna fyrir botni má setja fætur rólega niður og reyna að stoppa sig. Gangi það upp er best að skríða á fjórum fótum í land eða einfaldlega sitja á þeim stað sem þú ert strand á. Það getur stundum reynst erfitt fyrir máttfarið fólki að standa upp í þungum blautum fötum og því er betra að skríða eða bíða einfaldlega eftir aðstoð. Þessi aðferð hefur reynst vel í jökulvötnum sem renna um aura og hefur verið þrautprófuð á námskeiðum í Markarfljóti og Krossá um áratugaskeið.
Að leggjast á bakið og hafa lappirnar upp úr og á undan, lendi menn á floti í jökulá, er bjargráð sem þyrfti að vera á allra vitorði og æskilegt að sem flestir prófi undir öruggri leiðsögn. Slíkt getur skipt sköpum.
Höfundur er vatnamaður og félagi í Hjálparsveit skáta Reykjavík.
06.07.2011 at 00:40 #733159
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Ég skrifa alfarið undir þessi einföldu heilræði í greininni að ofan. Hárrétt.
Sjálfur vann ég við leiðsögn í rafting, meðal annars við fyrstu skipulögðu ferðirnar í Markarfljóti frá Einhyrningi niður að Þórsmörk fyrir ríflega áratug síðan. Þar reyndi meðal annars á þessa tækni þó að í flotvestum væri eftir að við veltum bát undir klettasnös.
Eitt til viðbótar, ekki reyna að standa í straumvatni(þá á ég við straum, ekki lygnu á vaði) sem nær upp á læri. Ef þú ert í vöðlum áttu ekki að koma þér í þær aðstæður, ef þú ert með flotvesti og almennilegan galla skaltu synda.
Það er örugglega fullt af besserwisserum sem hafa komist upp með að fara á vöðlum hitt og þetta, en það er bara línudans og í besta falli kjánaskapur. Ég þekki persónulega hversu straumvatn er kröftugt um leið og það nær fleti á manni, og það er ekkert grín. Að fara útí rétt búinn(með flotvesti og góða einangrun) er ekkert mál, í diskógallanum og flotlaus er þetta fífldirfska.
kkv
Grímur
06.07.2011 at 11:00 #733161Rétt er að benda líka á að það skal ALDREI fara út í straumvatn með kaðal eða línu bundna fasta við sig, nema hún sé fest sérstaklega í þar til gerða quick-release festingu sem hægt er að losa með einu handtaki. Þær festingar má helst finna á flotvestum sem hönnuð eru fyrir straumvatn (ath. flot vesti er ekki það sama og venjulegt björgunarvesti)
Það sem getur gerst ef menn eru bundnir fastir, er að línan getur orðið föst í ánni, og dregið manninn niður með sér. Ef það gerist þá verður maðurinn að geta átt sér undankomuleið.
Það er líka gott að hafa í huga að fara ekki ofanvið bíl sem er fastur í straumvatni. Ef straumurinn tekur menn undir bílinn þarf ekki að spyrja að því hvernig það endar.
11.07.2011 at 12:35 #733163Eitt í viðbót sem Árni kenndi mér og reynist vel er að ef þú ert í línu, þá á ekki að festa endann sem er í landi. Hann þarf að vera laus og í höndunum á fótfráum manni. Þegar þú svo dettur þá þarf viðkomandi að hlaupa niður með ánni jafn hratt og þú flýtur og draga þig að landi. Þetta er barnaleikur að gera. Ef endinn í landi er fastur þá eru líkur á að bandið dragi þig í kaf (eins og ef það festist í botninum). Einnig eru það gríðarleg átök ef menn ætla að halda þér föstum á móti straumnum, meðan hitt er bókstaflega barnaleikur (eins og allir vita sem dregið hafa tugi tonna trillur upp að bryggju með annarri
kv
Rúnar (sem hefur vaðið og synt yfir Markarfjót með Árna, og fannst það alveg gríðarlega gaman).
16.07.2011 at 00:08 #733165Rétt hjá Rúnari. Gott dæmi um hvað getur gerst er; (Youtube: Rescuer nearly drowns). Ef einhver kann að setja beinan „link“ væri gott.
Í fyrstu er björgunarmaður (í línu) syndandi í aðal álnum en rekur svo upp á brot þar sem hann stendur upp. Sýnir kannski líka hvað straumvatn sem getur flætt frjálst um getur verið misdjúpt. (Sbr. að velja vað).
Þarna ekki mikið vatnsmagn en straumur mikill og því erfitt að ráða við nokkuð eftir að eitthvað fer úrskeiðis. Maðurinn er fastur í línunni og straumurinn keyrir hann niður enda línan í landi „öfugu“ megin við ána.
Frekar sjalfgæft að menn lendi í þessu en möguleikinn alltaf fyrir hendi. Menn verða bara að reyna að hugsa fram í tímann og þá aðallega hvernig er áin er fyrir neðan .
Ef menn á annað borð eru í spotta í straumvatni þá er mjög mikilvægt að hnífur sé til staðar á báðum endum.
Ítreka bara að það sem um er rætt í þessari umræðu á fyrst og fremst við jökulvötn sem renna um aura, t.d. Krossá, Markarfljót, Múlakvísl o.s.fr. Ekki jökulár sem renna í gljúfrum eins og Jökulsá á Fjöllum.
Reyndar er myndbandið frá Perú og verklagið kannski ekki alveg samkvæmt "bókinni". Bókin segir að eigið öryggi sé númer eitt, tvö og þrjú. Eftir áratuga reynslu þá er ég sammála "bókinni".
Þarna setur fjöldi fólks sig í hættu við að bjarga einum. En þetta sýnir kannski raunveruleikann þar sem tilfinningar og adrenalín verður skynseminni yfirsterkari.
Kv. Árni Alf.
16.07.2011 at 01:21 #733167
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Mér sýndist hann nú festa löppina í botninum. Manngreyið var sífellt að reyna að standa upp en var keyrður jafnharðan niður. Þar sem hann stóð fyrst upp í miðri flúðinni var rétt ríflega hnédjúpt vatn, en ekki séns að halda jafnvægi, hvað þá komast einhvert.
Við svona aðstæður er fyrst óhætt að standa upp þegar maður hefur staðnæmst á rassinum…það á semsagt að láta sig fljóta á bakinu (sé maður í flot- eða björgunarvesti), með tærnar sem mest uppúr. Heppilegast er að vísa fótunum niður ána þannig að maður sjái hvað er framundan, en synda baksund þvert á strauminn þegar færi gefst til að koma sér á grynningar. Þetta er jafnframt hægt að framkvæma við nokkurs konar björgunarsund þegar verið er að koma öðrum til aðstoðar, að vísu hefur maður þá ekki nema eina hönd til að synda en það getur gert helling.
Mjög mikilvægt er að spara kraftana, bensínið er rosa fljótt að klárast í svona hasar.
kkv
Grímur
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.