Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Bjáni lætur bensín á díselbíl
This topic contains 14 replies, has 1 voice, and was last updated by Stefán Stefánsson 16 years, 5 months ago.
-
CreatorTopic
-
15.05.2009 at 00:37 #204389
Afsakið aulaháttinn, en það hlaut að koma að því. Fyllti tankinn af bensíni. Þetta er Nissan Navara. Það er miðnætti – en ef einhver er vakandi að lesa þetta: veist þú hvað best er að gera í þessari kjánalegu stöðu?
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
15.05.2009 at 00:39 #647606
Er ekki tappi undir tanknum sem hægt er að opna?? þú svo ræður sjálfur hvort þú setur bala konunnar undir bununa eða horfir til fjalls.
kv. Hjalti;)
15.05.2009 at 00:42 #647608Veit ekki. Hann stendur á plani úti í bæ. Ef ég læt 60 l af bensíni renna á planið verð ég drepinn á staðnum. Ég var að keyra og skyndilega drap hann á sér.
15.05.2009 at 00:45 #647610Já þetta er klárlega ekki málið.
Sennilega væri málið að tappa af honum eins og er nefnt hérna ofar.
Ég skal hirða bensínið ef ég kem með ílát undir það :D…
15.05.2009 at 05:14 #647612ég dældi kvarttank af bensín inná tankinn hjá mér óvart. Eftir ráðleggingar setti ég tvígengisolíu og fyllti bílinn svo upp af dísel og það virkaði bara fínt. Örugga leiðin er að tappa af, eins og búið er að benda á hér
15.05.2009 at 08:18 #647614Ekki gott, þar sem hann drap á sér eru dísur eflaust rifnar og þarf að skipta út. Olíuverkið er í hættu.
Ekki hlusta á tal um tvígengisolíu, það er of seint, dragðan inn á verkstæði þitt eða annars og tappaðu öllu af honum sem þú getur, taktu olíuverkið og spíssana úr og láttu athuga það, vonandi sleppur þetta. Ef þú ert með Komandreil (skrifað á íslensku) vél í honum kann ég fá ráð að gefa.
Ég tala af reynslu, þetta gerðist hjá mér og kostaði á endanum í kringum 300.000kr. og ekkert nema vandræða gangur.
kv. vals.
15.05.2009 at 11:44 #647616djöfull hef ég verið heppinn þá.. hann drap á sér hjá mér og ég tappaði bara alveg af honum. helti díselolíu í tankinn setti í gang.. IZUZU mótorinn blés svörtu í smá stund og malaði svo eins og einginn væri morgundagurinn.. og hvað kennir þetta okkur??? IZUZU…;) haha
kv. Hjalti
15.05.2009 at 12:00 #647618Átta mánuðum seinna hrundi olíuverkið.
Þín vegna vona ég að þetta verði allt í góðu lagi.
kv. vals.
15.05.2009 at 12:16 #647620held þetta hafi sloppið hjá mér.. seldi reyndar bílinn rúmu ári seinna og þá var hann í toppstandi.. fékk mér bara annan izuzu þá.. 😉
kv. Hjalti
15.05.2009 at 14:43 #647622Þegar ég fyllti minn af bensíni þá var ég svo heppinn að ég fattaði hvað gerst hafði áður en ég setti hann í gang. Ég fékk mig dreginn heim. Það er enginn tappi á tanknum svo ég notað slöngu til að soga það sem náðist af tanknum (ca. 70%) sem ég setti á brúsa.
Fyllti tankinn síðan af olíu, setti einn brúsa af tvígengisolíu (fannst hún fjandi dýr) og venjulega smurolíu með. Varð ekki var við að bílnum yrði meint af, það eru c.a þrjú ár síðan þetta gerðist.
Losnaði við olíublandaða bensínið með því að lauma því á frúarbílinn þegar hún sá ekki til.-Einar
15.05.2009 at 15:03 #647624Já, það breytir eflaust helling að velja annað grjónafat, sérstaklega þar sem Truber, 90 Cruser og Pajero eru með sömu sjálfskiptinguna ásamt fullt að öðru drasli. Þetta er allt sama járnadraslið sama hvaðan það kemur 😉
kv. vals.
15.05.2009 at 15:04 #647626sæll
mamma lenti einu sinni í því að gera þetta á jeppanum og keyrði alveg alla leiðina heim og fór að kvarta yfið því hvað hann var leiðinlegur í ganginum á leiðinni heim.Allavega, þá á töppuðum við bara af tanknum undir honum og dældum því beint í brúsa. Ég á allavega 2 brúsa fyrir þig.
Hentum svo bensíninu á pólóinn og hann gekk fínt þó að þetta var jú smá díselblanda….
MBK
gunni s.8668282
15.05.2009 at 20:43 #647628haldiði að það kæmi að sök ef ca 2-3 litlar af bensini blandist 60 lítrum af olíu? Fint að vita það svona uppá samviskuna:/
Kv. Hjalli
15.05.2009 at 20:57 #647630Olían frýs bara seinna…
ég keyrði einhvern tímann á 50% dísel 50% bensín á Suzuki Vitara 2.0 dísel og hann keyrði a.m.k. 50.000 km svo ég viti til án þess að gefa upp öndina eftir það…
15.05.2009 at 21:37 #647632Það er alveg í góðu lagi að það blandist nokkrir lítrar við fullan tank en það er annað sem ætti að skoða og það er að losa bæði slef og olíulögn að síu og láta renna aftur í tank. Eins að tæma hráolíusíuna og fylla hana af dísel. Það er ekki gott að fá nánast hreint bensín inná olíuverk og spíssa.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.
