This topic contains 10 replies, has 1 voice, and was last updated by Jóhann Kristján Kristjáns 16 years, 4 months ago.
-
Topic
-
Ég er búinn að vera að googla Bjallavirkjun, en gengur ekki of vel að finna út hvernig hún á að vera. Eitthvað hafa blöðin verið að birta myndir og maður er að reyna að átta sig á þessu.
Mér sýnist að stíflan komi einhversstaðar fyrir neðan Tröllið, og þaðan komi göng eða skurður til austurs. Síðan verður önnur stífla við Bjalla með litlu lóni og þar verður inntakið fyrir virkjunina, en það lón mun líklega drekkja Bjallavaði, Maríufoss og Hófsvaði. Síðan virðist affallið eiga að fara beint út í Krókslón, en ekki um farvegin. Kýlingar og Svartikrókur munu verða vatnslausir að mestu leiti. Jökulkvísl mun þó áfram renna um Svartakrók, en þetta verður ekki svipur hjá sjón.
Haustið 2006 fórum við nokkur í 44″ ferð og vorum heilan dag á þessu svæði, og skoðuðum það nokkuð vel. Þarna er mjög fallegt og ef menn fara aðeins útfyrir helstu leiðir, eru þeir einir í heiminum.
Mér hryllir við þessum virkjanahugmyndum og vona að þeim verði snarlega hent í ruslið.
Hlynur
You must be logged in to reply to this topic.