This topic contains 9 replies, has 1 voice, and was last updated by Hjörtur Már Gestsson 17 years, 11 months ago.
-
Topic
-
Ég var að velta því fyrir mér hvernig vél væri skemmtilegast að setja ofan í LC BJ40? Það er B vél í honum núna 3L, 4cyl. En það er óvíst um gæði hennar því að hún hefur staðið í það mörg ár. Það er 24V kerfi í honum og ég væri svo sem alveg til í að halda því. Ég hef heyrt að það væri gott að setja 3B-T vél ofaní svona bíl (3,4L 4cyl Turbo) en þær eru nú ekkert auð fundnar. Ég hef allavega ekki náð að finna neina þó svo að ég hafi leitað að henni. Nýrri vélar eru auðvitað betri en þá er það spurning hvernig vél og hvað sé þægilegast?
Ef einhver er með reynslu af þessu þá væri gaman að fá álit hans. Sama þó það væri bensín vél. Öll ráð vel þegin.Einnig væri gaman að fá að vita meira um þennan LC.
http://www.yfirgengid.com/cp/Scripts/PHP/Gallery/gallery/view_photo.php?set_albumName=konur2006&id=DSC00679
Veit einhver um fleiri myndir af honum eða bara eitthvað um bílinn sjálfan? Rosalega fallegur bíll.
You must be logged in to reply to this topic.