Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Biodiesel
This topic contains 25 replies, has 1 voice, and was last updated by Sveinbjörn Högnason 19 years, 5 months ago.
-
CreatorTopic
-
11.04.2006 at 22:09 #197738
Er þetta kannski lausnin ? Set þetta hérna inn í tilefni af hærra eldsneytisverði. Er þetta kannski hugmynd að nýju fyrirtæki hér á Íslandi. Bjóða annann möguleika í diesel. Eigum við að stofna fyrirtæki um að framleiða Biodiesel á Íslandi?
Kveðja
Agust Thor.
Biodiesel.comMóðurfyrirtækið Biodiesel.com
Eigum við að ná í umboðið og setja upp fabriku. Nota loðnu, síld ofl. feitmeti. Það er meira segja hægt að losna við lyktina í dag.
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
11.04.2006 at 22:16 #549196
Skv. þessu kekkist þetta við +4.4 gráður og neðar.
–
http://en.wikipedia.org/wiki/BioDiesel
–
-haffi
11.04.2006 at 22:32 #549198
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
hvernig ætli hún blandist öðrum olíum svosem venjulegri disel eða steinolíu
11.04.2006 at 22:35 #549200hvað kostar steinolían í dag ?
Hilsen kalli
11.04.2006 at 22:39 #549202Sælir.
Ég var að fá fyrir viku leiðbeinigar um hvernig maður nær í ókeypis eldsneit á ebay auðvitað. Ég fékk sendar leiðbeingar um hæl. Prufanir fara fam innan tíðar.kv ice
11.04.2006 at 23:27 #549204Jamm, það væri áhugavert ef einhver nennti að prufa þetta. Það er sosum mínus að hún sé lítið fyrir kulda en ég held að menn hafi reddað því með því að forhita hana með rafmagni og láta svo kælivatnið um að halda henni heitri. Þó að það sé kannski fullheitt fyrir venjulega díselolíu þá er "flashpoint" biodiesels það miklu hærra að það er engin hætta á að það kvikni í henni þó hún nái einvherjum 80 til 100 gráðum.
Þar sem pressaðir þörungar eru líklega framtíðin í framleiðslu á biodiesel væri líka sniðugt ef við Íslendingar tækjum okkur til og prófuðum að rækta þá í öllu heita vatninu sem við eigum. Þörungarnir ættu að vaxa hratt þar. Verður ekki Hitaveita Suðurnesja einmitt í vandræðum með allt vatnið sitt eftir að herinn fer. Væri nú sniðugt að setja nokkur egg í aðra körfu en álverskörfuna!
12.04.2006 at 00:45 #549206er literinn af jurtaoliu/steikarfeiti orðin odyrari i bonus en olian hja oliufelugunum ma ekki keyra þessar eldri dieselvelar a svona blöndu. það væri svipur a afgreiðslukössunum þegar menn kæmu i röðum með 50-100 litra af jurtaoliu
12.04.2006 at 13:04 #549208Sælir, hér eru mjög góðar greinar, http://www.dieselpowermag.com/tech/general/ um hvernig á að breyta steikarolíu í almennlegan díesel og einnig grein um hvernig hægt er að keyra á hreinni jurtaolíu, hint..hita hana fyrst.
Svo ég tali nú ekki um að blaðið sjálft er mjög skemmtilegt.Ég veit til þess að Gámaþjónustan safnar notaðri steikingarolíu hjá skyndibitastöðum og …hendir henni kannski? Það er auðvitað skylda okkar að standa saman, bretta upp á ermarnar og gera eitthvað í díeselmálum.
Hvað með kvöldfund?
Kveðja, Sveinbjörn.
http://www.dieselpowermag.com/tech/general/
12.04.2006 at 14:11 #549210
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
ég las einhvertímann að þessi jurtaolíu/diesel blanda, virkaði alveg þrælvel… eina sem breyttist var að vélinn gekk heldur kaldari og farartækið lyktaði eins og ódýr skyndibitastaður….. Mig minnir reyndar að sá hafi notað soyabaunaolíu..
12.04.2006 at 14:49 #549212
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Heyrðu.. brilliant hugmynd..
Ég væri til í að skoða að setja upp framleiðslu á þessu hérna heima á Fróni.
Rottum okkur saman og setjum upp Rekstraráætlun og fáum fjármagn í þetta. Ætti ekki að vera stórt vandamál.Hafa bara samband og kílum á þetta
02.05.2006 at 19:46 #549214Sælir og blessaðir,
nú er komið meira nóg. Líter af dísel yfir 120 krónur, og stefnir enn hærra.
Næsta fimmtudagskvöld er opið hús hjá klúbbinum. Ég kem ferðatölvu og skjávarpa og held stutta kynningu á framleiðslu á biodiesel.
Hvernig væri að gera eitthvað saman í stað þess að ergja sig í einrúmi!
Hittumst og ræðum málin varðandi biodiesel framleiðslu.
Kveðja, Sveinbjörn.
02.05.2006 at 20:04 #549216hljómar vel. Endilega opnum Bíodiesel f4x4 stöð
03.05.2006 at 07:40 #549218Var ekki Lýsi hf. einhverntíma að keyra bílana sína á úrgangslýsi, þegar verðið á því var lágt á heimsmarkaði? Skyldu ekki vera einhversstaðar einstaklingar sem þekkja þá sögu af eigin raun? Nú, svo veit ég að loðdýrafóðurstöðvar eru að kaupa rapsolíu til fóðurgerðar í stórum umbúðum og held að það verð gæti verið samkeppnisfært við diesel.
03.05.2006 at 09:11 #549220Ég veit til þess að kjötmjölsverksmiðjan gerði biodiselolíu úr sínum afurðum og létu einhvern snattbíl frá MBF keyra á þessu, man ekki betur en að hann hafi ekið heilan vetur á þessu og virkað ágætlega.
03.05.2006 at 10:09 #549222Sæll Guðbrandur,
hef rætt við Lýsi um þeirra reynslu.
"Reynslan af þessu var sú að best gekk að keyra elsta vörubílinn sem var Scania frá 1955 eða 1956. Þegar við prófuðum þetta á nýjasta bílnum scania
1979 eða 1980 þá varð að blanda þetta með dísilolíu.Bílarnir misstu mikið afl og reyktu töluvert."
Ýmsar skýringar og lausnir gætu verið á þessu en ræði það á opnu húsi á morgunn.
Mjög góð ábending með fóðurolíuna, hentar einmitt frábærlega vel í biodiesel framleiðslu.
Kveðja, Sveinbjörn
03.05.2006 at 10:27 #549224Sæll Ólafur,
Hef einmitt verið að reyna að fá upplýsingar um þeirra reynslu og ekki tekist. Ef einhver þekkir nánar til þessarar tilraunar, endilega hafa samband við mig.
Kjötmjöl gekk ekki upp, Förgun ehf tók við og
hún lokaði 15. apríl 2005.Kveðja, Sveinbjörn
svenni@netheimar.is
gsm 868-6088
03.05.2006 at 23:25 #549226Það er einfaldara að keira bara á litaðri en að vera að mixa eitthvað úr fitu og jurtaolíu, veggna þass að þú borgar þá eingan þúngaskatt, þeir verða ekki í vandræðum að ligta þig uppi og segta þig feitt.
03.05.2006 at 23:36 #549228Vegaeftirlitið er að tékka hvort menn séu með litaða olíu á tankinum og geta sektað tífalt "áætlað" brot.
Með biodiesel í tankinum mælist enginn litur, vegaeftirlitsmennirnir kátir og ég líka. Jíiíííhaaa.
Kveðja, Sveinbjörn.
04.05.2006 at 00:09 #549230þeir yrðu líklega svangir af ligtinni uppúr táknum hjá þér og drifu sig á næstu hamborgarabúllu og þú keirir í burtu:o)
04.05.2006 at 13:07 #549232það er fundur í kvöld klukkan átta það veit ég en hvar á að mæta ég veit það ekki (aulin ég)

Kv, Óli
04.05.2006 at 13:19 #549234Sælir Svenni. Getur þú sagt mér hvað fellst í orðinu "áætlað"
Er til eitthvað real dæmi. ?
Agust Thor.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.
