This topic contains 15 replies, has 4 voices, and was last updated by Guðmundur Guðmundsson 10 years ago.
-
Topic
-
Tekið þátt í tilraunum Siglingastofnunar varðandi umhverfisvænt eldsneyti fyrir smábátaflotann.
Ford Econoline 1988 7,3L IDI V8 444 cub ince
keyrð á Bio Diesel B100, 100% repjuolíu og til samanburðar 100% Diesle.
75% skipagasolíu og 25% repju blöndu og til samanburðar 100% skipagasolíu.Búið er að keyra á Bio diesel í nokkurn tíma á þessum bíl og hefur það gengið vel. Í byrjun var skipt um olíusíu og er mikilvægt að gera það þar sem sót og agnir losna upp við snertingu við Bio dieselinn.
Einnig var skipt um alternator, rafgeymi og startara áður en tilraunin hófs þar sem um eldri bíl er að ræða 1988 módel en mikilvægt er að þessir hlutir séu í góðu lagi þegar ákveðið er að fara yfir í Bio diesel (B100) eða 100% repjuolíu. Í þessum bílum eru tveir eldsneytisgeymar og var annar notaður fyrir B100 en hinn fyrir repjuolíuna en repjuolían er mun þykkari. B100 er notaður í kaldstartið og síðan skipt yfir á repjuna í lengri ferðum og farið aftur yfir á B100 í lok ferðar en þannig hreynsast olíukerfið og næsta start verður léttara. Mjög gott er að keyra á repjunni, aflið er ekki minna en á B100. Engin munur er að starta á B100 eða 100% repju þegar bíllinn er oðinn heitur og fer hann strax í gang.
Hér að neðan má sjá töflu sem sýnir hversu oft þarf að starta bílnum áður en hann fer í gang, eftir mismunandi eldsneyti. Ekki í neinum tilfellum er notast við upphitun á olíu en aðeins svissað og glóðakerfti hituð áður en startað er. Mikill munur er á heitstarti, þeas þegar bíllin hefur verið í notkun yfir daginn eða kaldstarti en þá er hann kaldur eftir hafa staðið yfir nótt. Í töflunni má sjá fjölda starta áður en bíllinn fer í gang. Eitt sem var makvert við þessa tilraun var að áður en farið var í að nota 100% repjuolíu þá þurfti að starta tvisvar á hreinum díesel en eftir að keyrt hafði verið repjunni þá varð auðveldar að starta og fór hann þá strax í gang á dieselnum þó svo að um kaldstart væri um að ræða.
Þetta sýnir bara hvað repjuolína hreinsar olíuverkið vel.
Ljóst er að ef Repjuolína væri forhituð þá væri hún fín í kaldstartinu en spurning hvort það væri nauðsynlegt, væntanlega þarf þess á veturna.Skipagasolía og repjuolía
Eftir ofangreindar tilraunir var ákveðið að fara yfir í skipagasolíu og síðan blöndu af skipagasolíu og repjuolíu. Strax kom í ljós að skipagasolían var ekki eins hrein og aðrar olíur sem áður höfðum verið prófaðar. Voru óhreinindi í henni sem varð að sía út. Blanda var ákveðinn 25% repjuolía og 75% skipagasolía. Þessar prófanir voru gerðar við erfiðar aðstæður þar sem reyndi á mótor í langan tíma, ca. 14 klst. skipagasolían hefur ekki eins góða smureiginleika eins og repjan og má því segja að repjuolían hafi góð áhrif á gang vélarinnar, þýðari gangur og betur smurð vél. Gæði repjuolíunnar og hreinleiki var áberandi betri þegar hún var borin saman við skipagasolíuna.
Eknir voru 475 km. á hálendi Íslands og fóru í það um 80 lítrar af ofangreindri blöndu og gerir það um 17 lítra á hundrað km. í blönduðum akstri.Kaldstart Heitstart Gangur Afl
Bio Diesel B100 2 1 Góður Gott
Repjuolía 100% 4 1 Góður Gott
Diesel 100% 2 yfir í 1 1 Góður Gott
Skipgasolía 100% 1 1 Góður Gott
75% skipagasolía 25% repjuolía 1 1 Góður Gott
You must be logged in to reply to this topic.