Forsíða › Forums › Spjallið › Innanfélagsmál › Bilun í vefþjóni
This topic contains 9 replies, has 1 voice, and was last updated by Bjarni Gunnarsson 18 years, 1 month ago.
-
CreatorTopic
-
20.12.2006 at 23:48 #199207
Mig langar bara að forvitnast aðeins um það hvar ferðaklúbburinn er með vefinn í hýsingu. Leitt að heyra að bilun í vefþjóni hafi leitt til gagnataps.
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
21.12.2006 at 00:07 #572104
En ég held að sá sem er að hýsa vefinn núna láti þetta ekki koma fyrir aftur.
Þetta náttúrulega á ekki að gerast. Hins vegar verður að viðurkennast að almennt séð standa flestir íslenskir vefhýsingaraðilar sig nokkuð vel í hýsingum.
þeas það eru mjög fáir dagar sem vefir detta út hérlendis
miðað við mörg önnur lönd.var ekki raid á þessu og gáfu sig 2 diskar ?
það er nú ekki á hverjum degi heldur.
21.12.2006 at 00:45 #572106Það að hýsingaraðili láti þetta ekki koma fyrir aftur er að mínu mati ekkert svar. Einu sinni er of oft.
21.12.2006 at 13:14 #572108Það er mjög sjaldgjæft að afritun fari fram oftar en einu sinni á sólahring vegna þess að afritunartaka hægir mikið á þjóninum og þess vegna er yfirleitt afritið tekið á næturlagi þegar minnst er verið að nota þjóninn. Þetta þýðir að sjálfsögðu að ef diskar bila þá tapast gögn sem komið hafa inn síðustu 0-24 tíma. Til að dekka þetta og líka til að minnka þann tíma sem netþjónnin er óvirkur (það getur tekið 1-2 sólarhringa að koma stórum netþjóni í gang af afriti) nota flestir netþjónar einhverja útgáfu af "RAID" (Redundant Array of Independent Disks). Einfaldasta og ein öruggasta útgáfan af svoleiðis kerfi er "RAID 1" öðru nafni speglun sem þýðir að öll gögn eru skrifuð á tvo diska þannig að þó að einn diskur eyðileggist getur þjónnin unnið áfram og aðeins þarf að skipta um bilaða diskinn og þjónninn byrjar að spegla gögnin yfir á nýja diskinn í rólegheitum. Það að báðir diskarnir bili í einu er sérstök óheppni og varla hægt að argast mikið yfir því. Eins og jeppamenn vita manna best geta allir vélrænir hlutir bilað og sundum fleiri en einn í einu.
21.12.2006 at 13:37 #572110Sammála því. Það er svolítið sérstakt að fólk ætlast oft til of mikils af vélbúnaði í tölvukerfum en tölvur bila eins og annað dót.
Það sem mér finnst dálítið skrítið er að hýsingaraðili skuli bara vera með speglaða diska í stað Raid samstæðu. Ég hef lent í því að speglaðir diskar fara niður tveir í einu og það verður væntalega að gera ráð fyrir því að svoleiðis geti gerst. Ef hýsing hjá öðrum er keypt þá myndi ég mæla með því að öryggi væri meira en þetta, án þess að ég sé að reyna að vera með neina stæla út í hýsingaraðilann sem við erum með. Ég hef bara reynslu af því oftar en einu sinni að bilanir hafa farið illa með fyrirtæki sem ég hef unnið hjá einmitt út af ófullkomnum geymsluaðferðum.
21.12.2006 at 14:11 #572112Speglun ER ein útgáfa af RAID nánar tiltekið RAID 1. Það gildir um flestar útgáfur af RAID (t.d. RAID 5 sem er mjög mikið notuð) að ef tveir diskar eyðileggjast eru gögnin töpuð. Það er hægt að vera með svokallaðnn "hot spare" disk í stæðunni sem er ónotaður diskur sem bíður eftir að diskur bili og fer þá í gang og tekur við, en ef diskur númer tvö bilar áður en stæðan nær að skrifa allt á "Hot spare" diskinn þá er stæðan hruninn. Síðan eru til útgáfur sem t.d. spegla saman tvær stæður en það er mjög dýrt og spurning hvaða verði á að kaupa einn dag af gögnum? Meira um hvernig RAID virkar er [url=http://en.wikipedia.org/wiki/Redundant_array_of_independent_disks:1thopm85][b:1thopm85]hér[/b:1thopm85][/url:1thopm85]
21.12.2006 at 14:19 #572114Þetta er náttúrulega alltaf spurning um þarfir og þá sjálfsagt peninga líka. Legg ekki dóm á þetta. Hins vegar, þá er síðan í vandræðum líka, er það þessum diskaskemmdum að kenna? Voru afritin ekki í lagi?
21.12.2006 at 17:51 #572116Mér finnst mjög sérkennilegt að speglaðir diskar (RAID1) bili báðir í einu. Líklegra er að raid-stýringin hafi klikkað. Byggt á langri reynslu af rekstri tölvukerfa er það ekki ólíklegt að þarna hafi "software raid" í Windows að klikkað.
Það voru greinilega til nýrri afrit af gagnagrunninum en sólarhrings, væntanlega transaction logs . Ég geri alltaf ráð fyrir í mínum viðlagaáætlunum að ef gagnatap verði þá verði það 1 mínútu áður en næsta afrit fer af stað og því tapist eins mikið af gögnum og mögulegt er, Murphy klikkar aldrei á svona.
Varðandi önnur vandamál þá gætu þó hafa verið tengt uppsetningu á grunninum (t.d. stafasett, réttindi, etc) sem oft eru ekki afrituð með gögnunum. Ég hef sjálfur lent í svona vandræðum og þá voru það einmitt slíkir hlutir sem "klikkuðu" þegar verið var að endurbyggja kerfið.
Uppitími og aðgengi að f4x4.is er að jafnaði í mjög góðu lagi og því myndi ég ekki dæma hýsingaraðilann fyrir þetta atvik. Svona hlutir geta komið fyrir alla. Ég vinn hjá fyrirtæki sem eyðir miklu púðri í að tapa ekki gögnum eða uppitíma en samt lendum við í því einstaka sinnum.
Kv
Tryggvi SemErBúinnAðBerjastViðTölvupúkaí13ár…ATH: Ég tengist hýsingaraðilanum ekki á nokkurn hátt né hef hag eða óhag af því hvar f4x4.is hýsir sinn vef.
21.12.2006 at 18:35 #572118Murphy hefur haft nóg að gera síðan tölvukerfi komust í almenna notkun. Ég hef ekki lent í því í minni vinnu að tveir diskar hafi gefið sig í einu en man eftir tilfelli þar sem diskur númer tvö gaf upp öndina óhugnalega stuttu eftir að "Hot spare" diskurinn kláraði að taka við. Það þarf í sjálfu sér ekki annað en einn rafmagnspúls úr bilaðri stýringu til að taka út tvo eða fleiri diska í einu.
Ps. Þar sem menn eru farnir að sverja af sér tengsl við hýsingar aðilann (sem ég veit ekki einu sinni hver er) er best að gera það líka.
22.12.2006 at 10:16 #572120Vefurinn er hýstur hjá Stefnu/Þekkingu norður á Akureyri. Þeir hafa staðið sig mjög vel fram að þessu og hafa sent okkur öryggisafrit af vefnum með stuttum fyrirvara. Við höfum staðfest að þessi afrit eru í lagi með því að setja vefinn upp á vélum hjá okkur. Það sem vantaði hinsvegar hjá þeim var að taka öryggisafrit af vefþjóninum sjálfum og er það ástæða þess að vefurinn var svona lengi úti. Það tekur langan tíma að setja vefþjón upp frá grunni og það tók einnig langan tíma að stilla þjóninn rétt fyrir þennan vef.
–
Bjarni G.
Vefnefnd
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.