This topic contains 5 replies, has 1 voice, and was last updated by Kristján Már Guðnason 16 years, 5 months ago.
-
Topic
-
Heyrðu nú vantar mér smá hjálp með jeppann hjá mér. Þannig er mál með vexti að ég er með Toyotu Hilux 2.4 bensín árgerð 1992. Og hann byrjaði allt í einu á því að ganga ekki á öllum (eða lætur þannig). Hann er allt í lagi þegar ég set í gang og keyri í smá stund og svo allt í einu hökktir hann og kemur svartur reykur úr pústinu, og svo ef ég gef í þá fretar hann í smá stund og svo hættir þetta og ég get keyrt áfram, en svo þegar ég stoppa aftur að þá byrjar það sama aftur. Vitið þið eitthvað hvað gæti verið að? Hefur einhver lent í þessu? Það er búið að yfirfara kerti, þræði, lok og hamar og allt í fínu. Er búinn að fara með hann 2svar niðrí Toyotu og ekkert fannst. Endilega segið ykkar sögu ef þið hafið lent í svipuðu.
You must be logged in to reply to this topic.