This topic contains 22 replies, has 1 voice, and was last updated by Logi Már Einarsson 17 years, 5 months ago.
-
Topic
-
Sælir kauðar.
Var að tala við mann sem er að hefja innflutning á biltingakendum búnaði hvað varðar eldsneitisnotkun og útblástur bíla.
Þetta er tvennskonar búnaður, búnaður1 og búnaður2 og er eingöngu búnaður1 í boði fram að áramótum en þá kemur búnaður 2.Búnaður1 virkar þannig að í húddið er settur búnaður sem er tengdur rafgeimi og í vatnshólf er sett vatn og ákveðið efni. Síðan framleiðir þessi búnaðu einhverskonar vetnisgas sem er dælt inn á soggrein bílsins fyrir framan síu.
Þessi búnaður virkar best í 4strokka bíl en eithvað verr í 8strokka en er að gefa uþb. 50% bensín sparnað og einhverja aflaukningu.Búnaður2, er hvarfakútur sem settur er í stað gamla hvarfakútsins sem í bílnum er, og einnig sett sérstak efni í bensíntank ásamt bensíni/dísel.
þegar útblástur kemur inn í hvarfakútinn breytir hann útmblæstrinum í plasma (frumefni sín) og dælir þeim aftur inn á eldsneitiskerfi bílsins.
Þetta var prófað á 8strokka bensín bíl og komst hann 9falda þá vegalengd á bensíntanknum á við það sem hann fór án búnaðar en er þó gefið upp 3-5sinnum meiri nýtni með búnaðinn.
Og til að toppa það allt þá verður útblástur bílsinns 100% hreint loft.
Allar upl. um þetta er að finna á http://www.ges.is
og vil ég benda á að ég er ekki hagsmunaraðili heldu eingöngu að benda á ótrúlega biltingakendann búnað ef hann virkar sem skyldi.Kveðja Kristmann
You must be logged in to reply to this topic.