Forsíða › Forums › Spjallið › Allt annað › Bílprófsaldur hækkaður í 18 ár og fleira
This topic contains 16 replies, has 1 voice, and was last updated by Samúel Þór Guðjónsson 15 years, 6 months ago.
-
CreatorTopic
-
20.07.2009 at 12:21 #205320
Sælir félagar. Rak augun í þessa frétt á mbl.is og þar sem enginn hefur vakið athygli á þessu máli langaði mig til þess.
Fréttin: http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2009/07/20/bilprofsaldur_haekkadur_i_18_ar/?ref=fphelstHvað finnst ykkur um að breyttar bifreiðar megi þeir aka einungis sem hafa náð 20 ára aldri? Ég persónulega er ekki alveg sammála því. Vil ég benda á að 33″ bíll er breytt bifreið.
Svo er hitt að banna ökumönnum undir tvítugt að aka með fleiri en einn farþega milli kl 23 og 9 á föstudögum og laugardögum. HVAÐ ER Í GANGI? forræðishyggjan að fara með þetta fólk? Mér þætti gaman að vita hver rökin á bakvið þetta eru.
Aftur á móti hrósa ég því að hámarkshraði á vegum verði samræmdur í 90km/h en ekki 90km/h f. minni bíla en 80 f. vörubíla og bíla með eftirvagna.
Hvað finnst ykkur um þetta?
kkv, Samúel Úlfr Þór
E-1851 -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
20.07.2009 at 12:52 #651994
Mér líst vel á þessar tillögur um að ökumaður þarf að hafa náð 20 ára aldri til að aka breytttri bifreið. Eins að bílprófsaldurinn verði hækkaður í 18 ár.
20.07.2009 at 13:41 #651996Forræðishyggjan, þetta með farþegana, er náttúrulega bara mannréttindabrot en bílprófsaldurinn finnst mér nokkuð góður. Ég er síðan hreint ekki sammála því að hækka hámarkshraðann í 90, það hefði frekar átt að lækka hann niður í 80, allavega hvað breytta bíla varðar. Mér finnst líka dálítið ógnandi að vita til þess að 17 ára krakki megi setjast upp í 46" breyttann bíl og spretta í 90km hraða. En þetta er líka bara mín skoðun!
Kveðja:
Erlingur Harðar
20.07.2009 at 16:08 #651998Ég held að það teljist seint mannréttindabrot að takmarka farþegafjölda hjá ungum ökumönnum, sérstaklega þar sem að ég hef alltaf litið á það sem forréttindi að fá að aka en ekki mannréttindi (ef það væru mannréttindi þá þyrfti fólk varla að taka próf til að öðlast þau).
Það kom einhverntíma í rökum fyrir þessu að þetta hefði gefist vel í öðrum löndum (þó ég þekki ekki sjálfur hvaða lönd það eru). Ef rannsóknir sína að það sé öryggisatriði fyrir þessa krakka og aðra að takmarka notkun þá verður að kanna þann möguleika (það eru mannréttindi að geta verið öruggur).
Persónulega finnst mér varhugavert að reynslulausir ökumenn geti fengið að aka hvaða tæki sem er, hvort sem það er 300 hp sportbíll eða jeppi á 46 tommu dekkjum. Hef samt engar áhyggjur af krökkum á aflvana 33" jeppum (var sjálfur á suzuki fox en jók reyndar við aflið í honum) þannig að það er spurning hvort að mörkin ættu að vera við hversu mikil breytingin er frekar en hvort hann sé breyttur eða ekki (en það er líklegast ómögulegt og bíður upp á endalausar túlkanir).
En hvað sem öðru líður þá hefði ég verið brjálaður útí svona breytingar þegar ég var 16-17 :o)
20.07.2009 at 16:27 #652000Mér finst persónulega að þetta er svoldið illa hugað kerfi að meiga ekki aka með farþega í bílnum hjá þér fyrr enn um 20 aldur. Segjum bara til dæmi að vinur minn tókst það verk að verða faðir fyrir þann aldur væri sem sagt ólöglegt fyrir hann að keyra heim úr fjölskylduboði á föstudagskvöldi með barnið sitt og konu ??????
ég er aftur á móti með 90 km/h breytingunni
Kv. Hlynur
20.07.2009 at 16:29 #652002Sorry kláraði ekki alveg að lesa þetta enn fynst þetta samt asnalegt
20.07.2009 at 17:51 #652004breittur bíll? eru þeir ekki að tala umm fólksbíla sem eru gerðir kraftmeiri???
því að ég trúi ekki að ríkið sé að fara banna mér að eiga 38′ breittan runner??
ég meina þetta er eini bílinn minn og ég er ekki að fara selja hann útaf því að ríkið ætlar að banna mér að keyra hann!!!!!!
20.07.2009 at 19:34 #652006Þetta verður ekki afturvirkt, gildir eflaust bara fyrir nýja ökumenn sem öðlast ökuréttindi eftir lagasetningu. En finnst rugl með farþegatakmarkanir,
20.07.2009 at 19:45 #652008Það stendur í stjórnaskrá frekar en lögum að lög og reglugerðir séu ekki afturvirk.
En mér líst vel á sumt af þessu.
En ég væri brjálaður ef ég væri 16 ára yfir hækkuninni á bílprófsaldrinum.Kveðja
Árni
20.07.2009 at 20:16 #652010jamm ég man hvað ég varð miklu betri bílstjóri þegar ég varð 18 ára það var bara alt annað.
hvaða bull er þetta, haldið þið virkilega að það munni svona mikið á 1 ári kjaftaði
hvað þá að vera með farþega, hvað er að, eiga þeir sem eru fyrir útann höfuðborginna eins og selafossi eða borganesi ekki rétt á að fara í bíó með vinnum sínum nem þá á barnasýningar kl 13
held að það væri nær að efla löggæsluna og taka þessa svörtu sauði strax úr umferð en að vera að refsa öllum því líkt kjaftæði……………………
hitt er ég aftur samála að nýir ökumenn eiga ekki fá að aka mjög kraftmiklum eða mikið breyttum eða mjög þungum bílum fyrr en að þeir eru komnir með einhverja reynslu að aka í umferð og við ýmis veður skilyrðiskari
20.07.2009 at 21:16 #652012Já það er líka spurning hvernig á að fylgja þessu eftir td með farþega ? ætla þeir að dæla fullt af pening í lögguna svo hún geti sinnt þessu eftirliti ? allavega hef ég ekki orðið vör við annað en það sé niðurskurður hjá löggunni eins og öðrum og á meðan ég þarf að bíða í rúman klukkutíma eftir aðstoð löggunnar þá get ég ekki séð að þeir hafi mannskap til að stoppa ökumenn til að athuga með aldur á þeim. Annars er ég mjög hlynt hækkun á bílprófi upp í 18 ár, þegar sjálfræðisaldurinn var 16 þá var bílpróf 17 í dag er sjálfræði 18 og finnst mér út í hött að þú megir keyra í heilt ár ÓSJÁLFRÁÐA.
kv Lella
21.07.2009 at 03:22 #652014Mér finnst þessar breytingar svo sem ekkert alveg út í hött, held að vísu ekki að það breytist mikið varðandi aksturshæfni frá 17 – 18 ára nema kannski ef aldurinn til að fá æfingaleifi verður óbreyttur þannig að krakkar verði með æfingaleifi í tvö ár. Ég las ekki alla greinina til enda en minnir samt að eitthvað eigi að herða á ökukennslu líka. En varðandi hraðann á stóru bílunum og bílum með tengivagna er ég á því að það að láta þá keyra hægar en aðra sé miklu hættulegra en að hafa þá á sama hraða, held það lítinn mun að keyra framaná 35 tonna flutningabíl hvort hann er á 80 eða 90. Samt mun þetta vera svona víða erlendis og ku ganga vel jafnvel þar sem vegir eru svipaðir og hérlendis. Hinsvegar er ekki farið eftir hraðatakmörkunum hérlendis nema þegar löggan er að skifta sér af fólksbílum með fellihýsi og einstaka amerískum pikkurum en flutningabílarnir keyra allir óáreittir á 90 km hraða um allt land. Væri ekki frekar að fylgjast betur með hraðatakmörkurunum í flutningabílunum og hafa þá innsiglaða og ekki þannig frá gengna að það dugi að kippa úr einu öryggi til að gera þá óvirka sem er þannig í mörgum bílum, og hafa svo alla á sama hraða. Það er allavega mín skoðun. En svo er annað varðandi hraða flutningabílanna sem er það að ef þeir eiga að vera á 80 þá eiga þeir ekki að þurfa að taka framúr sem aftur eru rök þeirra sem eru á móti takmörkurunum þe. að þeir þurfi að geta tekið framúr hægari umferð og þessvegna verði þeir að komast vel yfir 90. Ég keyri rútu í sumar og er mikið á Reykjanesbrautinni. Í rútunni er cruse control sem ég stilli á 90-92(þær mega vera á 90), tel mig ekki vera fyrir neinum þannig. Oft dregur maður samt uppi bíla sem keyra á 80-85 og ef vinstri akreinin er laus fer maður yfir á hana og ætlar að renna sér framúr, þarf enda að halda áætlun. Þá er mjög algengt að bíllinn auki hraðann upp í rúmlega 90 og keyri við hliðina á manni og skapi þannig bæði hættu og pirring því oft er kominn bíll fyrir aftan mann sem ætlar fram úr líka en kemst ekki. Því held ég að allir eigi að vera á sama hraða og það að keyra 10-15 km undir eigi að vera jafn refsivert og að keyra 10-15 yfir. Ef menn treysta sér ekki til að keyra á 90 við venjulegar aðstæður er ég ekki viss um að þeir eigi neitt erindi út á vegina. Þannig er allavega mín skoðun.
Kv Beggi
21.07.2009 at 09:49 #652016Held að þeir ættu aðeins að skoða gamalmennin í umferðinni, veit um eitt dæmi þar sem heimilislæknirinn neitaði að skrifa uppá að viðkomandi mætti keyra áfram, hann fór bara til annars læknis og fékk undirskrift.
kv Lella
21.07.2009 at 22:44 #652018Fyrir þau ykkar sem nenna að lesa líffræðilegar skýringar á þessari hækkun bílprófsaldursins (og reyndar líka af hverju ungir ökumenn, sérl. strákar, eru mun hættulegri ökumenn en aðrir hópar, og skýrir líka af hverju talið var rétt að hækka lögræðisaldurinn, júbb, það var á því líffræðileg skýring meðal annars).
http://images.google.is/imgres?imgurl=h … X%26um%3D1
Svona í stuttu máli: heili eðlilegra einstaklinga er ekki fullþroska fyrr en um 18-20 ára, nær 20 reyndar. Og það sem meira er, framheilinn verður síðast fullþroska, en þar eru einmitt m.a. persónuleikastjórnun og hvatastjórnun staðsettar. Framheilaskemmdir einstaklingar eru einmitt oft með erfiðleika með að hafa hemil á sér og nú eru komnar vísbendingar um að t.d. einstaklingar með ofvirkniröskun séu með mun seinni þroska á sínum framheila en þeir sem ekki eru með ofvirkniröskun.
Þannig að: Aldurstakmarkið hækkað er á grunni líffræði og tölfræðinnar úr umferðaslysum.
22.07.2009 at 00:49 #652020
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Það sem gerir þetta 17 til 18 mál svolítið erfitt, er að vonlaust er að meta að neinu gagni hvort þetta auka ár í þroska hefur raunverulega þýðingu eða ekki, þar sem reynsla í eitt ár af akstri telur ansi mikið jafnframt.
Hitt er annað mál, að það nær eiginlega ekki neinni átt að hafa sjálfræðisaldurinn 18 ár, en bílprófsaldurinn 17.
Af þeirri forsendu einni tel ég rétt að fara í þá tilteknu breytingu.
Varðandi takmarkanir á ökuleyfi yngstu einstaklnganna, þá held ég að það skapi lítið annað en vesen, pirring og leiðindi. Það væri ágætis æfing að taka á skynsamlegan hátt saman tölfræði um það hvort ungir ökumenn á
(a) stórum breyttum bílum
(b) með marga farþega á nóttunni
(c) litlum "óbreyttum" bílum með spoilera
(d) skutbíl fjölskyldunnar
(e) einhverjum bíl, einhvern tímann, en með strípur í hárinu
eru líklegir til að valda slysum .
Það væri skemmtileg tilviljun ef strípur í hári tengdust alvarlegum slysum, kannski væri þá ráð að banna strípur…
22.07.2009 at 00:57 #652022ég held að þetta snúist um rauðar peysur, alveg absalut að banna ökumenn í rauðum peysum og málið er leyst 😉
kv Lella
24.07.2009 at 19:23 #652024Eða eins og einn benti á, hækka bílprófsaldur uppí 40 ára og banna einstaklingum yfir 60 ára að keyra… Svo væri ekki vitlaust að banna allan akstur í suðurátt fyrir hádegi, og í norðurátt eftir hádegi… OG ALLS EKKI EFTIR KL 8 Á KVÖLDIN!!!
En svona að öllu gamni slepptu. Þá held ég að þroski heilans skipti minna máli en reynsla. Þið afsakið kannske "vísindalega afneitun" mína en ég á erfitt með að trúa þessu kjaftæði með þroska í árum talið vs. þroska í reynslu talið.
Ef það á að fara útí svona vitleysu, afhverju ekki bara að tækla þetta eins og með flugréttindi? Þú þarft að skila af þér x mörgum aksturstímum til að fá "leyfi" til að aka um á breyttri bifreið?
Nú vil ég spyrja ykkur 38" eigendurna, hversu oft hafið þið leyft börnum ykkar (undir 20) að aka um ein á 38" bíl án þess að hafa nokkra reynslu af slíku tæki? Ég lærði á 38" bíl. Fyrsta sinn sem ég ók bíl var ég á 38" bíl. Ég held að þegar ég hafi verið 17 ára hafi ég nokkuð fyllilega gert mér grein fyrir því hvað ég var með í höndunum þegar ég var að keyra um á þeim jeppa.
Og þið á 44"+ bílunum, keyra börnin ykkar um á þessum bílum án þess að hafa hlotið ásjár ykkar fyrst? Ég veit að það eru einungis þrír aðilar sem keyra minn bíl. Hann er á 44"
Svo væri líka gaman að sjá tölulegar upplýsingar um hve margir <20 ára krakkar valda slysum (athugið, eignatjón er ekki slys) á breyttum bifreiðum, og hvaða dekkjastærðum það er þá helst á.
Ég er sannfærður um að fólksbílarnir eigi þar yfirburði, enda ekki margir krakkar sem ég þekki sem fá að stökkva uppí næsta jeppa án þess að hafa hlotið einhverja reynslu í að aka slíku ökutæki. Sjálfsagt eru til dæmi til þess. En við erum ekki öll morðingjar þó einhver hafi myrt mann, ekki satt?kkv, Úlfr
E-1851
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.