Forsíða › Forums › Spjallið › Allt annað › Bílpróf á jeppa?
This topic contains 8 replies, has 1 voice, and was last updated by Þorbjörn 17 years ago.
-
CreatorTopic
-
21.01.2008 at 00:02 #201675
Sælt veri fólkið.
Ég var að fá mér Toyota Hilux, með 33 tommu dekkjum, ekkert rosa tryllitæki.
Nú hef ég ekki mikla reynslu af að jeppaakstri, hef gripið í svoleiðis öðru hvoru, en aldrei átt jeppa.
Eru einhver námskeið í gangi þar sem kennt er að keyra jeppa, um útbúnað, viðhald o.s.frv.? Svona klaufanámskeið fyrir þá sem ekkert kunna?
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
21.01.2008 at 00:11 #611048
Held að Arctic trucks hafi haldið ýmis námskeið í svona málum.
21.01.2008 at 00:15 #611050Já Artics Trucks hefur verið með jeppanámskeið fyrir byrjendur jafnt sem lengra komna.
Settu þig í samband við þá. Örugglega upplýsingar um námskeiðin á síðunni þeirra.
Svo er líka óendanlega mikill fróðleikur á þessari síðu. T.d undir "Fróðleikur" 😉Kveðja
Þengill
21.01.2008 at 00:21 #611052Takk fyrir ábendingarnar, Muffin og Þengill. Ég var að kíkja á síðuna hjá Arctic Trucks, þeir eru með ýmislegt gagnlegt.
21.01.2008 at 02:22 #611054Svo eru náttúrulega af og til nýliðaferðir…
En annars er þér nú velkomið að hitta fólk á opnu húsi yfir kaffibolla og þiggja ráð og fleira. Verzt að það eru svo margir þar að þú fengir örugglega jafnmismunandi ráð og fjöldi mannana… hah.
Svo er náttúrulega bara ráðið að keyra og fikra sig áfram held ég. Ég er allavegana búinn að læra helling á því að gera tómar vitleysur hægri vinstri. (Aðalega samt búinn að læra hvernig á að gera vitleysurnar, eða þannig…)
Svo er náttúrulega gott að líta í skottið á einhverjum bílnum til að fá smá hugmynd hvað sé gott að hafa sem staðalbúnað.Svo ég taki sem dæmi, þá er skottið mitt alltaf með eftirfarandi:
Loftdælu og slöngu,
tappasett (og óþornað lím),
Loftmælir, 0-20psi og 5-50psi (frammí að vísu)
topplyklasett, (reyndar er ég með heila verkfærakistu en það er kannske fullmikið af hinu góða)
spotti sem þolir bílinn (hangir reyndar framan á grindinni hjá mér)
Teppi
Sjúkrapúði/kassi
Slökkvitæki
Tjakkur sem hæfir bílnum. (Stuðaratjakkur í mínu tilfelli, orginal tjakkurinn dugaði ekki almennilega þó ég væri bara á 32" dekkjum þá.
Ekki má gleyma góðri skóflu, ég kýs malarskófluna fram yfir helvítans ál druslurnar einfaldlega útaf styrkleikamun, og svo náttúrulega verðmunurinn og notagildið.Og svo er fullt af öðru dóti sem kannske þarf ekki beint að vera fyrir flesta notkun, en þetta sem ég taldi upp er eitthvað sem ég fer ekki útúr bænum án þess að hafa í bílnum.
En ég er kannske ekki alveg heill á geði á köflum, hah.kkv, Úlfr á Undanfara II
E-1851.
21.01.2008 at 09:09 #611056… vantaði bílprófið á pick-upinn. Þannig skildi ég fyrirsögnina….
Annars er gott að rifja upp reglugerðina við þetta tækifæri, bara svo menn hafi allt sitt á hreinu….
[url=http://www.althingi.is/altext/132/s/1401.html:3s8nu62s]Reglugerðarskjal Alþingis. Afritaður útdráttur hér að neðan[/url:3s8nu62s]
[b:3s8nu62s]3.2.3 Reglugerð um ökuskírteini.[/b:3s8nu62s]
Hinn 15. ágúst var gefin út reglugerð um breytingu á reglugerð um ökuskírteini, nr. 501/1997, sem að mestu lýtur að ákvæðum sem varða nám og próf til að öðlast réttindi samkvæmt flokkum C1 og D1.
Í umferðaröryggisáætlun frá árinu 2000 er því lýst að æskilegt sé að setja reglur um nám og ökupróf sem veiti réttindi til að stjórna ökutæki í flokki C1 og D1 fyrir þá sem vilja öðlast réttindi til að aka bifreið sem er 7.500 kg eða minna að leyfðri heildarþyngd (C1) eða bifreið fyrir að hámarki 16 farþega (D1), án þess að um sé að ræða fólks- eða vöruflutninga í atvinnuskyni. (Sjá um flokkun ökuréttinda í 5.-13. gr. reglugerðar nr. 501/1997.)
B-réttindi (sem veita rétt til að stjórna fólksbifreið) eru mismunandi eftir því hvenær ökupróf var tekið. Sá sem tók próf fyrir 1. mars 1988 má aka hópbifreið fyrir að hámarki 16 farþega án gjaldtöku (flokkur D1 á ökuskírteini). Sá sem tók próf fyrir 1. júní 1993 má aka vörubifreið sem er skráð fyrir að hámarki 5 tonna farm (flokkur C1 á ökuskírteini). Reglugerðarbreytingin var byggð á því að ætla mætti að töluverð eftirspurn væri hjá ökumönnum, sem eru yngri en að framan greinir, eftir því að öðlast ökuréttindi C1 og D1 án þess að þurfa að fara í nám sem miðað er við vörubifreið (sem ekki eru bundin við tiltekna leyfða heildarþyngd bifreiðar) eða hópbifreiðar (sem ekki eru bundin við tiltekinn farþegafjölda). Þess má vænta að kostnaður yrði töluvert minni við nám til að fá réttindi C1 en nám vegna réttinda C og D. Einnig tók breytingin mið af því að framboð hefur aukist hin síðari ár á bifreiðum, þyngri en 3.500 kg að leyfðri heildarþyngd, einkum litlum vörubifreiðum (svo nefndum pick-up bifreiðum).
22.01.2008 at 22:28 #611058Ulfr, aldrei of varlega farið. UnnarM, jú ég hef bílprófið, en vantar reynsluna, ég var svona að gantast með það.
23.01.2008 at 01:27 #611060Maður lærir af biturri reynslu. (Eða verður bitur af reynslunni…)
Annars er þér nú velkomið að spottast á eftir okkur ef við skyldum nú asnast út fyrir bæjarmörkin einhvern daginn.
Þó þarf nú ekki að fara út fyrir þau til að finna smá snjó til að ,,æfa“ sig. Heh.
kkv, Úlfr varkári
E-1851
23.01.2008 at 01:34 #611062Vertu bara duglegur núna meðan snjórinn er og farðu uppá Hellisheiði og sullaðu í ánni og krapanum, Nesjavallavegurinn er líka mjög fínn en þar eru oft jeppar á ferð.En þar ertu oftast,og ef ekki þá er stutt að labba í GSM samband. Mættu á opnu húsin hjá klúbbnum.fáðu ráð hjá gömlu refunum þar.
Kv Bubbi
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.