Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Bíllinn skelfur í stýri
This topic contains 17 replies, has 1 voice, and was last updated by Jóhannes þ Jóhannesson 21 years ago.
-
CreatorTopic
-
12.11.2003 at 15:16 #193160
Góðan daginn allir.
Ég er í smá vandræðum með bílinn hann er byrjaður að titra rosalega í stýri.Ég er nýbúinn að láta ballesera dekkin en það skiptir engu hann titrar enn.
hvað getur verið að bílnum?
þekki lítið inná þetta.kveðja JÞJ.
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
12.11.2003 at 15:33 #480328
Skoðaðu stýrisenda, spindla og stýristjakk ef hann er til staðar.
12.11.2003 at 15:40 #480330sæll.
þakka þér fyrir,skoða þetta strax.
En það er ekki stýristjakkur í honum en athuga hitt strax.
kveðja JÞJ,
12.11.2003 at 16:23 #480332
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Afsakið það sem ekki veit en hvernig tjekkar maður á stýrisendum..hvernig finnur maður slitið.. er með slitinn gúmmí enn held að það sé í lagi með sjálfa endana..eru allavega þéttir í ..bara smá koppafeiti..?
12.11.2003 at 16:25 #480334Athugaðu hjólabilið líka og ef þú ert ný búinn að breyta bílnum skaltu kanna spindilhallann. Ertu nokkuð úr sveitinni, heyrði að riðuveikin væri einmitt að skjóta upp kollinum þar.
kv Hvati
12.11.2003 at 16:39 #480336sæll hvati
Ekki veit ég um hvort riðunni hafi skotið upp á suðunesjum en ég veit ekki hvort það eigi að kalla það sveit þó það sé kannski álitamál!allavega fyrir mína parta kalla ég það sveit í nálægð við borg, og í borgina skal ég flytja aftur.
En ég kanna þetta með hjólabilið.
kveðja JÞJ.
12.11.2003 at 16:58 #480338Ég lenti í þessu nálvæmlega sama í sumar, í því tilviki voru það umtalsvert slit í stýrismaskínu og ónýtur stýrisdempari sem unnu saman að því að gera bílinn ókeyrandi. Kveðjur, Hjölli.
12.11.2003 at 17:08 #480340Og svo hefur heyrst að ballanseríng á dekkjum hafi mistekist og þar að auki gæti dekk verið ferkantað. Það er nefnilega hægt að ballansera allan fjandann hvernig sem hann er í laginu, bara ef þyngdin er jöfn allan hringinn. Sem sé; láttu athuga hvort dekkin eru kringlótt, vírslitin eða á annan hátt skökk.
Kveðja;
þ
12.11.2003 at 17:12 #480342Sæll skelfir.
Þú getur líka prufað að losa felguna og herða aftur með það í huga ef hún tollir ekki vel á, þetta virkaði einusinni hjá mér.
Kv.
Benni
12.11.2003 at 17:16 #480344Sælir
Geta framhjólalegurnar verið að gefa sig? Ég er nýbúinn að lenda í því en þetta lýsti sér sem titringi í dekkjum í venjulegum akstri en þegar 4×4 var sett á þá jókst hann nokkuð mikið. Ef þetta eru legurnar þá borgar sig að láta skipta um þær STRAX því annars getur hjólnafið skemmst og þá erum við að tala um verulegan viðgerðarkostnað.
Vonandi eru þetta þó eitthvað einfalt og þægilegt!
kv
Agnar
12.11.2003 at 17:30 #480346Slitnar fóðringar í hliðarstífur?
12.11.2003 at 17:38 #480348Sælir félagar.
Þakka ykkur fyrir allar ábendingar og öll ráðin
fer í það að kanna alla þessa hluti.með kveðju
JÞJ.
12.11.2003 at 17:49 #480350Sælir,
JÞJ, vinsamlegast póstaðu á okkur þegar lausnin er fundin og segðu okkur hver galdurinn var. Menn verða svo ánægðir þegar svarið er fundi. Einnig er þetta gott uppá síðari tíma og sama vandamál kemur upp hjá öðrum, þá er gott að fletta upp þessum þráð og athuga hvað átti að skoða til að finna bilunina.
Kveðja
Elvar
12.11.2003 at 21:01 #480352sælir
svara strax og vandamálið er leyst,það er það minnsta sem ég get gert eftir öll ráðin,takk fyrir strákar.
kveðja JÞJ.
12.11.2003 at 22:06 #480354
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Eg lenti í því í vetur að eg var að balesera að tað var gúmmí kurl í dekkinu og gat ekki jafnvægis stilt barðan þess vegna losaði eg innri kantinn og það var ca 300-600gr af kurli í dekkinu erfit að hlusta eftir því.
prufaðu að vígsla dekkjunum áður svona til að spara kr.
a.t.h við innri felguna hvort stírisendi sé nálagt felgu og gæti mögulega hafa rekist í blýin
13.11.2003 at 01:19 #480356Góðan daginn,
það var spurt að því hér fyrir ofan hvernig væri athugað með stýrisenda ? Þú tjakkar bílinn upp ef þú lyftir honum öðru megin þá ferð þú á það hjól sem er uppi skakar því til lárétt (hægri/vinstri) og þá sérðu hvort slit sé í stýrisendanum eða finnur. Nú það er gott að athuga með slag í legum í leiðinni nema þá er hreifingin lóðrétt (upp/niður).
Kveðja Hjörtur og JAKINN.
13.11.2003 at 09:32 #480358
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Þú gætir hugsanlega verið með skemmda/bogna felgu.
Ég lenti í því að halda að ballensera væri farin og lét ballensera dekkin en titringurinn fór ekki. Þegar betur var að gáð var ein felgan skemmd. Það virðist vera hægt að ballensera dekk þó að felgan sé skökk.
08.01.2004 at 16:44 #480360Sælir allir
Jæja þá er komin niðurstaða af þessum titring eftir langan tíma og búið að kanna alla hluti sem bent var á í þessum þræði,og eftir 3 mismunandi dekkjaganga og balleseringar var bíllinn eins.
Svo ég fór með bílinn á verkstæði bílaþjónustu halldórs í grindavík og bað hann að tékka á bílnum,hann balleseraði dekkin og viti menn enginn titringur.Þetta finnst mér allveg magnað að þessi stóru og virtu hjólbarða verkstæði í Reykjavík með líka þessa fínu græjur geti ekki balleserað dekkin rétt,sem veldur því að maður skrifar á netið og óskar eftir ráðum,eyðir stór pening í sama hlutinn aftur og aftur,og síðan og ekki síst að maður eyðir stórum tíma til einskins.
Vona ég að fleiri lendi ekki í svona rugli
kv JÞJ
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.