Forsíða › Forums › Spjallið › Allt annað › Bílatölvur
This topic contains 7 replies, has 1 voice, and was last updated by Sævar Örn Eiríksson 15 years, 1 month ago.
-
CreatorTopic
-
17.12.2009 at 23:15 #209195
AnonymousHafa menn eitthvað verið að taka svona tölvur í bílana hjá ser .. hvernig er mapsource að koma út í þessu ??
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
17.12.2009 at 23:55 #672118
sælir
ég hef notað talsvert svipaða tölvu úr þessum notebook flokki í jeppann hjá mér, ASUS EEE 900 með 8.9" skjá en hún var ekki með þessum Atom örgjörva sem er kominn í nýrri tölvurnar. Hún reyndist mjög vel í fjallaferðum, mjög áreiðanleg og skjárinn á henni er mattur og það speglast rosalega lítið í honum. Var mjög ánægður með hana nema að skjárinn mætti vera örlítið stærri fyrir mína parta. Ég keyrði reyndar OziExplorer á henni en varla eru MapSource eða nRoute mjög þungkeyrð forrit. Harði diskurinn í ASUS tölvunni er með svokallaðri Solid State Drive (SSD) tækni sem kemur í veg fyrir að hún truflist í hristingi (það eru engir hreyfanlegir hlutar í harða disknum). ASUSinn er aftur á móti mjög hæg fyrir internetnotkun, varla nothæf.Ég fékk síðan í sumar nýja Lenovo tölvu sem er með 10" skjá sem ég ætla að prófa í vetur en hún er reyndar með meiri glans á skjánum, er smá hræddur við það. Hún er skárri á netinu engin eldflaug.
Svo er afskaplega auðvelt að festa þær með fjórum litlum frönskum rennilásabútum ofan á mælaborðið.
18.12.2009 at 00:17 #672120Ég hef notað síðasta ár 10 tommu Eeepc með ssd drifi virkar fínt svoltið hæg og skjárinn í það minsta enn fer lítið fyrir henni og sést vel á hana.Mæli alveg hiklaust með henni í bílinn hef verið með 12 og 14 tommu og voru leiðinlega fyrirferðarmiklar og hörðudikarnir þola ylla hristinginn
18.12.2009 at 00:49 #672122Ef menn eru að berjast við glampa á skjánum þá eru til "glampalausar" filmur.
18.12.2009 at 05:20 #672124
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Mér hefur alltaf fundist þessari litlu notebook vélar vera sniðugar einmitt í jeppana, nógu fyrirferðalítið til að geta verið ofan á mælaborðinu en ekki "fyrir" mælaborðinu…. ég tími bara ekki að kaupa svona vél bara í þann tilgang og tími ekki heldur að nota nýju fartölvuna í þetta….
Ég er í svipuðum hugleiðingum en ætla aðra leið fyrir þá sem hafa ághuga….
Ég fékk gefins bilaða 3 ára gamla Lenovo vél sem ég er að breyta í bílatölvu. Ég er búin að taka vélina í frumeindir og henda öllum coverum og drasli sem ekki verður notað. Það sem ég mun gera er að útbúa ramma utan um skjáinn og festa síðan móðurborðið fyrir aftan skjáinn og keyra vélina einungis á tveimur USB lyklum. Á öðrum lyklinum, sem er 4GB og er að mestu tilbúinn, er Linux stýrikerfi (Xubuntu) ásamt nauðsinlegum forritum og á hinum verður tónlist, kort o.fl sem þarf, engin harður diskur, geysladrif, rafhlaða eða óþarfa drasl sem tekur pláss….. þráðlaust lyklaborð með trackball…. búinn að gera smoke test og setja upp stýrikerfið eina vandamálið sem ég á eftir að yfirstíga er að það sem er að tölvunni er að hún virkar ekki með spennubreyti en hún virkar með rafhlöðu þannig að ég þarf að finna út hvernig ég get tengt hana beint í straum í gegnum rafhlöðu tengið eða með því að nota rásina sem var inni í rafhlöðunni… Síðan á ég eftir að ákveða efnið í ramman… plexi??? frekar dýrt….. MDF?? fyrirferðamikið en ég á það til…. blikk væri fyrirferðaminnst og sennilega léttast (fyrir utan ál)Markmiðið er að hafa þetta sem ódýrast, ég er að spá í að nota RAM festingu til að festa þetta í bílinn og verður það sennilega dýrasti hlutinn af þessu…. þetta er svona planið sjáum síðan til hvað verður….
Kv.
Óskar Andri
18.12.2009 at 09:30 #672126Flott project hjá þér Óskar, vonandi verður þetta stabílt í ferðum. Fæ væntanlega að sjá þetta hjá þér í virkni í vetur eða hvað !
Annars hef ég séð svona notaðar ASUS vélar til sölu öðru hvoru bæði hér og á Barnalandi.is á fínu verði en menn eru að setja 15-60 þús á þetta, allt eftir tegund og aldri.
sjá td hér
[url:2zxcltys]http://barnaland.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=16784586&advtype=12&showAdvid=16787166#m16787166[/url:2zxcltys]
18.12.2009 at 10:36 #672128Algjör snilld þessar litlu tölvur.Lítið létt og fyrirferðalítið. Er með svona tölvu sem að ég man ekki hvað heitir, með 8-9 tommu skjá sem er bara notuð í þessi jeppaferðalög. Allt annað líf eftir að við fengum hana, var áður með stóra fartölvu og svona ram festingu og ég varla komst inní helvítis jeppann. Þessi talva er með lítið minni og dugar fínt með nRout og Mapsource, reyndar kemst ég á netið og þarf ekki mikið meira en það á fjöllum. Mæli með þessum dverg tölvum.
kv atli
18.12.2009 at 20:29 #672130Ég er með svona Acer E tölvu í súkkuni með nRoute og ViSIT og Nobeltek allt upsett.
Virkar vel og tölvan ræður vel við það, þó harði diskurinn í minni týpu séu bara tvö gíg
skjárinn er í það minnsta þ.e.a.s. vegna þess að hann styður bara 800×600 pixla en ég reddaði því með forriti sem heitir AsTray og þá er upplausnin klukkuð upp í 2048×1600 pixla, svo stækkaði ég bara letrið og nú get ég horft á miklu stærri kortahluta.
Snilld í súkkuna, nóg að plástra þetta á mælaborðið með frönskum rennilás
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.