This topic contains 126 replies, has 1 voice, and was last updated by Hjörtur Vífill Jörundsson 16 years, 4 months ago.
-
Topic
-
Jæja þá er komið að því að velja bíla á sýninguna í haust.
Nú viljum við endilega að menn tjái sig á því hvaða bíla, hvernig bíla, stóra bíla, litla bíla, dýra bíla, ódýra bíla…… eigi að sýna á þessari sýningu.Sýningin verður haldin í október í Fífunni í Kópavogi.
Ég hvet alla til að hafa álit á þessu núna þannig að við getum síðan valið úr einhverri skemmtilegri flóru bíla fyrir sýninguna.
Við ætlumst til að þeir sem sýni bíla á sýningunni leggi metnað í kynningu á bílnum. Þá á ég við t.d myndir af breytingaferli, myndbönd, upplýsingar um hvað er í bílnum (vél, drif, hásingar, læsingar og fleira. Það er líka nauðsynlegt að einhver sé yfirleitt við bílinn og geti upplýst fólk um bílinn.
Með kveðju í bili og vonast eftir fjörugri umræðu um þessa sýningu sem verður sú flottasta og skemmtilegasta sem klúbburinn hefur haldið.
Í bílavalsnefnd eru.
Benedikt Jón Guðlaugsson
Vilhelm Þórarinsson
Theodór Kristjánsson
Óttar Hjartarson
Kristján Kolbeinsson
Netfangið hjá þeim er bilavalsnefnd@f4x4.is
Með kveðju,
Theodór Kristjánsson.
You must be logged in to reply to this topic.