Forsíða › Forums › Spjallið › Klúbburinn › Bílasýning 4×4 klúbbsins í haust 2008
This topic contains 126 replies, has 1 voice, and was last updated by Hjörtur Vífill Jörundsson 16 years, 2 months ago.
-
CreatorTopic
-
09.04.2008 at 15:34 #202281
Jæja þá er komið að því að velja bíla á sýninguna í haust.
Nú viljum við endilega að menn tjái sig á því hvaða bíla, hvernig bíla, stóra bíla, litla bíla, dýra bíla, ódýra bíla…… eigi að sýna á þessari sýningu.Sýningin verður haldin í október í Fífunni í Kópavogi.
Ég hvet alla til að hafa álit á þessu núna þannig að við getum síðan valið úr einhverri skemmtilegri flóru bíla fyrir sýninguna.
Við ætlumst til að þeir sem sýni bíla á sýningunni leggi metnað í kynningu á bílnum. Þá á ég við t.d myndir af breytingaferli, myndbönd, upplýsingar um hvað er í bílnum (vél, drif, hásingar, læsingar og fleira. Það er líka nauðsynlegt að einhver sé yfirleitt við bílinn og geti upplýst fólk um bílinn.
Með kveðju í bili og vonast eftir fjörugri umræðu um þessa sýningu sem verður sú flottasta og skemmtilegasta sem klúbburinn hefur haldið.
Í bílavalsnefnd eru.
Benedikt Jón Guðlaugsson
Vilhelm Þórarinsson
Theodór Kristjánsson
Óttar Hjartarson
Kristján Kolbeinsson
Netfangið hjá þeim er bilavalsnefnd@f4x4.is
Með kveðju,
Theodór Kristjánsson.
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
11.04.2008 at 19:26 #620084
[img:1y65fjgn]http://skagafjordur.net/4×4/myndir/flk26/854.jpg[/img:1y65fjgn]Þessi X-cab er með LT1, D44 framan, 12bolta GM aftan, Toyota millikassa og GM sjálfskiptingu, smíðaður veturinn 1997-98 að mestu. Hann var raunar afrit af öðrum X-cab, sem þá var hvítur, en er nú einnig orðinn blár. Sá bíll er á skurðarborðinu fyrir Pontiac 455 og D60 hásingar.
Þriðji blái Toyota fisksalabíllinn sem mér dettur í hug er með ,,gamla" boddyinu (fyrir 1989), og einhverja 8cyl sleggju, Buick minnir mig endilega. Sá bíll er með ansi mergjaða fjöðrun og örugglega ekki mikið þyngri en Yaris fullur af túristum….
11.04.2008 at 22:07 #620086Besti jeppi allra tíma er ekki með !!!??? hvað er að "ské" . Teddi það er alveg nauðsinlegt að fynna eins og einn Scout jeppa á sýninguna, það væri nefnilega mikill ljóður á Íslenskri jeppamenningu ef besti jeppi allra tíma væri ekki hafður með,minn er aðeins of ryðgaður fyrir svona "sjów" en ég trúi bara ekki að engin Scout sé nógu góður fyrir þessa sýningu.
kv:Kalli aðverðagamall
11.04.2008 at 23:20 #620088Kalla
Ég á allavega góðar minningar úr Scout…ekki að það sé besti jeppi allra tíma, en hann hefur mikið sögulegt gildi. Blazer auðvitað líka….
12.04.2008 at 00:00 #620090skiptir smá ryð einhverju máli
það er óskop eðlilegt að gamlir jeppar séu pínu ryðgaðir um að gera að bóna bara lakkið sem eftir er og sýna hann svo 😀
12.04.2008 at 00:26 #620092ég veit hver á hvíta navara…frændi minn bróðir pabba,og hann er á ísafirði ekki selfossi. hérna eru nokkrar myndir af honum http://www.turbo.blog.is/album/paskar08
12.04.2008 at 00:31 #620094Einnig vildi ég nú spyrja hvort einhver myndi vilja sjá 44 blazer k5 man ekki alveg árg…kemur af sauðárkróki og mynnir að hann heiti hallgrímur sem átti og smíðaði (bíllinn oft kallaður gamli hallgrímur)? nefni þetta við pétur um navöruna.
12.04.2008 at 01:16 #620096ég væri nú alveg til í að sjá einn svona á sýningunni:
https://old.f4x4.is/new/photoalbum/defau … 6014/49834
hann er enn í breitingu þessi en það er einn annar svona á götunni.
eigandi þessa bíls heitir Guðjón s: 8652893
reyndar hefði ég ekkert á móti því að sýna minn bíl sem er toyota hilux 2006 á 37"
https://old.f4x4.is/new/photoalbum/defau … 5143/38573
hann er reyndar á á 35" á myndinni
Kv. Hr2.jón
12.04.2008 at 13:34 #620098Hvað vilja menn sýna og hvað vill fólk sjá?
Það er ekki endilega það sama. En þar sem plássið verður nóg ætti hvoru tveggja að rýmast. Sjálfur hefði ég gaman af að sjá fleira en flotta bíla sem ég hvort sem er sé alla daga á götunum.
T.d stórt kort eða líkan af landinu með öllum slóðum og trökkum sem vitað er um og félagar og velunarar (eins og ég) hafa lagt F4x4 til. Er ég sannfærður um að það mun koma flestum á óvart hve víða hefur verið farið og okkur flökkurunum hve margir blettir hafa ekki verið trakkaðir. Mætti t.d. aðgreina vetrar trökk frá sumartrökkum með sitt hvorum litnum til að sjá á hvaða árstíma hvaða leiðir eru færar.
Þá hefðu eflaust margir gaman af að sjá hvaða búnaður á að vera til staðar í einum bíl til að hann teljist vel búinn. Þetta mætti festa á "töflu" sem hangir við einhvern bílinn. Þar mætti finna allt frá saumnál til drullutjakks og skyndiplástur til tjalds býst ég við auk neyðarbúnaðar hverskonar.
Eins ef einhver hefur breytt fellihýsi eða tjaldvagni til hálendisferða eða á þak tjald sem menn nota á hálendinu, allt þetta er gaman að skoða.
Sjálfur get ég ef áhugi er fyrirhendi, lagt til sýningagripi er snerta jeppa og mótorsport og einnig öryggisbúnað (hef sent sýningarnefnd erindi þar um)
Steini
12.04.2008 at 20:47 #620100Er ekki algert möst að hafa Hrollinn og Þóri á svona sýningu :=) [url=http://www.f4x4.is/new/photoalbum/default.aspx?file=cars/5492/43152:24pqrarx][b:24pqrarx]Hrollur er glæsilegur[/b:24pqrarx][/url:24pqrarx]
12.04.2008 at 22:40 #620102Ef það vantar flottasta 38" LC 90 á landinu, þá er hann hér. https://old.f4x4.is/new/photoalbum/defau … 5215/39623
–
Eigandinn er Tryggvi Valur Sæmundsson 8692900
–
Kv Ísak Fannar Fyrrverandi eigandi.
13.04.2008 at 07:55 #620104Mig langar bara að stinga upp á því að nota tækifærið og sýna líka 25-50 bestu myndirnar úr ljósmyndkeppninni á sýningunni. Eins gæti verið flott ef að við hvern jeppa væru nokkrar myndir af þeim í aksjón á fjöllum, þannig að gestirnir fái tilfinningu fyrir því til hvers er verið að breyta þessum bílum.
Ég er með ágætis sambönd inn í stafræna prentsjoppu og gæti kannað með verð á prentun á svona myndum, ef áhugi er fyrir því.
Með kveðju
Tryggvi Már
13.04.2008 at 09:47 #620106Uppfærður listi 13 april 2008.
Chevrolett.
Astro 44" hvítur. Eigandi ??
Chevrolett S10 THAHO á 44". Eigandi Sveinbjörn
Suburban 49" YBPOOR. Eigandi ???
Suburban 1990 46". Eigandi Matti s:8619187
Blazer K5 44". Eigandi Hallgrímur
GMC Truck Master 44". Eigandi Jens Klein
Blazer K5 44" rauður. Eigandi Jón Hörður GuðjónssonFord.
Bronco 33". Eigandi Hjörleifur Helgi.
Bronco II. Eigandi Halldór Þórisson
Bronco 1974 460 cid 44" Monster Mudder. Eigandi Birgir Sigurðsson S: 892-3073
Ford 1997 49". Eigandi Hjörtur Jaki.
Econoline 49". Eigandi??
Econoline 6×6 Icecool. Eigandi Gunni Egils
Ford frá Sigló 49". Eigandi ??
Ford 49". Eigandi Benni hmm.
Ford 49". Eigandi Örn Yngvi.
Ford 49". Eigandi Jón pabbi Öbba.
Ford 2008 54". Eigandi Franz Jezorski.
Excursion extra langur (46"??). Eigandi Anton Guðmundsson
Explorer sport track 35". Eigandi Guðjón s: 8652893Hummer.
Hummer 49". Eigandi Þórir Tuddi.
Hummer 49". Eigandi ????International Harvester
Scout II 38" 318 mopar Eigandi Kalli Kafteinn.
Scout 46" 6,2 turbo diesel. Eigandi HeiðarJEEP.
Willys CJ2 1942. Eigandi Hjörleifur Helgi Stefánsson
Willys 46". Eigandi Elvar eða Ægir rennism.
Willys 6×6 gulur. Eigandi Guðjón Egilsson.
Willys 6×6 rauður. Eigandi ??
Willys Gulur frá Keflav. Eigandi ??
Willys blár 38". Eigandi Albert.
Willys 42. Eigandi ??
Willys gamall orginal. Eigandi Sigursteinn Guðmunsson frá Núpi
Willys Rósmundur 900 hp. Eigandi Franz Jezorski
Willys 1942 standard. Eigandi Jón Ásgeirsson
Willys CJ5 38" gulur. Eigandi Þorsteinn Snæland.
Willys 38" 455 Buick. Eigandi Davíð Ólafsson 8971833
Willys CJ5 35" Eigandi Stefán Dal.
Wrangler ???. Eigandi Bjartmar
Wrangler 38" 4,7 lítra V8 . Eigandi Gunnar Ingi R-3793
Wrangler Rubicon rauður 38". Eigandi Davíð Sigurðsson.
Wrangler Rubicon hvítur 38". Eigandi Jakop Hólm
Wrangler 38" 4.0 turbo. Eigandi Maggi tæknó.
Wrangler 38" rauður. Eigandi Kristinn Magnússon
Commanchee ???. Eigandi Ásgeir Arnór
Jeepster 38" 440 cid. Eigandi Gísli Þ. Þorkelsson
Jeepster 44" ljósblár. Eigandi Jói A1666
Jeepster/Willys Hrollur. Eigandi Þórir
Cherokee 38" Ofur Freyja. Eigandi ??
Cherokee 44" grænn. Eigandi??
Cherokee 44" V8 steingrár í Mosó. Eigandi ??Land Rover.
Land Rover Ýktur.Eigandi Bjarni Gunnarsson.
110 Defender svartur. Eigandi ??Lada.
Lada Sport 38" Trex. Eigandi Finnur Á. Óskarsson
Mersedes Bens.
Sprinter 44". Eigandi ??
Bens?? Eigandi??
Mitsubishi.
Pajero 38". Eigandi Valur.
Pajero-Toyero 38". Eigandi Emil Borg.
Pajero 38". Eigandi Stebbi.
Pajero 44" hvítur 2005. Eigandi Einar Sveinsson
Pajero 44". Eigandi Jóhann og Birna
Pajero 44" LT1 V8. Eigandi Sölvi A822Nissan.
Patrol 49" Extreme. Eigandi ??
Navara 44" hvítur. Eigandi Pétur
Navara 44" blár. Eigandi ???
Patrol 2007 44"-46". Eigandi Hlynur Snæland
Patrol 46" svartur Grafarvogi. Eigandi ??Dodge
Ram 49" rauður Akureyri. Eigandi ???
Ram 6×6. Eigandi??
Ram 54". Eigandi Gunnlaugur.
Ram 54". Eigandi Bjarni Blikk.
Durango 44" svartur. Eigandi ???
DODGE RAM 150 1977 38". Eigandi Ari ÞráinssonSubaru
Subaru 44" Eigandi Jónas s:4712524
Suzuki.
Suzuki 44" svartur heimsmeistarinn. Eigandi ??
Suzuki 44" stuttur ræpugulur. Eigandi ??
Suzuki 38". Eigandi Björn Ingi
Suzuki í smíði. Eigandi Stefán Grímur Rafnsson
Suzuki ?? . Eigandi Hörður eldklári
Suzuki 35" mikið breyttur. Eigandi Friðrik Hreinsson
Suzuki Jimny 35" hvítur. Eigandi Gunnar Lár Gunnarsson
Suzuki Fox 1985 38"/44". Eigandi Guðni SveinssonToyota.
Hilux 2006 37". Eigandi Hrannar Emilsson
D-cap 38" 3,0 hvítur. Eigandi Einar Sól
X-cap blár. Eigandi ??
X-cab er með LT1 44" blár. Eigandi???
LC 60 540 Chevy. Eigandi Theodor.
LC 60 44" 1984. Eigandi Björn Oddson.
LC 60 54". Eigandi Baldur Pálsson.
LC 60 44" Groddi 5. Eigandi Jón Magnú Guðmundsson
LC 60 38". Eigandi Einar Elí Magnússon
LC70 Rauður. Eigandi Sigmar 8663188
LC80 502 cid. Eigandi Vilhjálmur
LC80 46". Eigandi Benni Akureyringur.
LC80 46" KRÍLIÐ. Eigandi Ágúst Þ. Guðbergsson.
LC90 38". Eigandi Tryggvi V. Sæmundsson 8692900
4Runner 38". Eigandi Gylfi Þ. Rögnvaldsson
4Runner ???. Eigandi Bergur Bergsson
4Runner Megas 46". Eigandi Ómar suðurnesjadeild
Crown 38" Norðan. Eigandi ???
Tacoma 38" .Eigandi Kristjáns Logason.
Tacoma 44". Eigandi ??Torfærubílar.
Willys blár 350 cid BITURBO. Eigandi Páll Pálsson
Willys. Eigandi Gunni rauði
Börgunarsveitarbílar.
.
Nissan Patrol 2007 44". Eigandi Björgunarsveit Ársæls.Buggy bílar.
TORO 500. Eigandi Ellert Ingvarsson Akranesi.Tjaldvagnar/fellihýsi/Hjólhýsi/Tjöld
Snjóbílar
Vélsleðar
Traktroar
Annað
Endilega koma með fleiri tillögur og þá ef menn vita nafn og síma hjá eiganda.
Kveðja, Theodor.
13.04.2008 at 11:43 #620108Steingrár cherokee á 46" en ekki 44" með 5,9 í húddinu, eigandi Ingólfur Guttormsson hjá guttunum í mosó
Heimsmeistarinn, sukka fox á 44" eigandi Brynjar Gylfason sonur Gylfa púst
13.04.2008 at 11:45 #6201106×6 econoliner sem fóru á suðurpólinn, gamann að fá sögu og myndir.
og volvo lapplanderinn 6×6 vantar á listann hjá þér, ég heyrði að gylfi púst hefði smíðað hann.
Svo væri gamann að sjá snjóbíla ársæls og HSSR
13.04.2008 at 13:08 #620112er ekki einn gulur econoline,í held ég borganesi,6×6
13.04.2008 at 18:27 #620114LC100 árg 2000 D60 að framan einn með ÖLLU bullinu eig Maggi Skóg.
Rubicon 2007 4dyra 38" eig Guðmundur Gunnarsson.
Björgumarfélagið Eyvindur á Flúðum er með einn 46" Econoline útbúinn sem sjúkrabíl að innan.Svo á Svæðisstjórn björgunarsveita í Árnessýslu vettvangsstjórnarbíl sem er nýbúið að græja. Ford E450 32 feta húsbíll innréttaður sem stjórnstöð mjög flott græja í björgunarflokknum, gæti verið gaman að hafa hann með björgunartækjunum.
er ekki til einn hvítur LC90 á 46" veit ekki hver á hann.
á ekki Agnar sem var eða er hjá Fjallasport hvíta 49" ecoinn.
13.04.2008 at 19:24 #620116Hef fengið leyfi til að bjóða fram snjóbílinn hjá Ársæli, ásamt patrol sveitarinnar, eins og fram hefur komið hér ofar. Gæti hugsanlega komið að útvegun fleiri bíla og tækja björgunarsveitanna ef áhugi er fyrir.
Siggi tæknó
13.04.2008 at 19:31 #620118jú það er til 46" LC90 og er hann í eigu manns í fjallasporti. ég finn ekki slóðina núna á 6×6 econolinerinn en það eru myndir af honum hér inná 4×4.
.
það eru myndir af 46"LC90 bílnum á http://www.blog.central.is/100metragengid
.
kv.gsec
13.04.2008 at 21:07 #620120Ef menn hafa áhuga á að fá Bola (snjóbíll HSSR) á þessa sýningu, þá þarf að huga að því að svona tæki fer væntanlega ekki inn á gólf nema öllum sé sama um gólfið.
Við getum samt alveg skoðað það að sýna hann á þessari sýningu ykkar, en ég lofa engu samt. Má hafa samband við mig ef áhugi er á þessu og get get skoðað málið. Það sama á við önnur tæki sveitarinnar.
13.04.2008 at 21:40 #620122sælir félagar
að mínu mati væri gaman að sjá jeppa sem sjást sjaldan dags daglega og er þá að tala um t.d gamla jeppa sem eru á fjöllum og það væri líka gaman að sýna fólki hvernig við flestir byrjum ekki bara að sýna hvernig við ferðumst í dag eftir að við erum búnir af afla okkur einhverja reynslu
nokkrir bílar
gamli guli sónax sæþór gunnars
blái fj40 cruiser á selfossi með tl1 lengdur
hvíti lengdi fj40 cruiserinn með 3,4L
Overlandinn úr keflavík
trölli broncoinn sem steini sím smíðaði
og það eru til margir fleiri skemmtilegir jeppar til að sýna og hafa sem fjölbreytast að sjá hvort sem það lítur vel út eða ekki það sem einum fynnst flott fynnst öðrum ljótt
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.