Forsíða › Forums › Spjallið › Klúbburinn › Bílasýning 4×4 klúbbsins í haust 2008
This topic contains 126 replies, has 1 voice, and was last updated by Hjörtur Vífill Jörundsson 16 years, 4 months ago.
-
CreatorTopic
-
09.04.2008 at 15:34 #202281
Jæja þá er komið að því að velja bíla á sýninguna í haust.
Nú viljum við endilega að menn tjái sig á því hvaða bíla, hvernig bíla, stóra bíla, litla bíla, dýra bíla, ódýra bíla…… eigi að sýna á þessari sýningu.Sýningin verður haldin í október í Fífunni í Kópavogi.
Ég hvet alla til að hafa álit á þessu núna þannig að við getum síðan valið úr einhverri skemmtilegri flóru bíla fyrir sýninguna.
Við ætlumst til að þeir sem sýni bíla á sýningunni leggi metnað í kynningu á bílnum. Þá á ég við t.d myndir af breytingaferli, myndbönd, upplýsingar um hvað er í bílnum (vél, drif, hásingar, læsingar og fleira. Það er líka nauðsynlegt að einhver sé yfirleitt við bílinn og geti upplýst fólk um bílinn.
Með kveðju í bili og vonast eftir fjörugri umræðu um þessa sýningu sem verður sú flottasta og skemmtilegasta sem klúbburinn hefur haldið.
Í bílavalsnefnd eru.
Benedikt Jón Guðlaugsson
Vilhelm Þórarinsson
Theodór Kristjánsson
Óttar Hjartarson
Kristján Kolbeinsson
Netfangið hjá þeim er bilavalsnefnd@f4x4.is
Með kveðju,
Theodór Kristjánsson.
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
09.04.2008 at 19:45 #620004
Hið besta mál.
Eins og ég kom inná á þræði sem ég hóf hér fyrir nokkrum dögum er það skýlaust mín skoðun að bílavalsnefnd eigi ekki að einblína á 7 milljón krónu jeppana á 46 til 53 tommunni þó vissulega þurfi að gera þeim skil, þeir eru frábær apparöt. Það sem líka þarf að taka til athugunar erum við vitleysingarnir sem kjósum að vera á óhefðbundnari bílum. Ég tek minn sem dæmi enda nærtækt, heimabreyttur, heimasprautaður, vynilklæddur að innan af undirrituðum og svo framvegis. Einnig er minn hugsaður meira með sumarferðir um hálendið í huga en vetrarbrölt, og það er einmitt þáttur ferðamennskunnar sem þarf að mínu mati að gera hátt undir höfði á sýningunni ásamt snjóakstrinum. Það eru þessi vinnubrögð (ef góð eru) sem er svo fjári gaman að rýna í á sýningum sem og handbragð fagmannanna. Einnig fannst mér þetta góður punktur með það sem bílnum fylgir, myndir og slíkt eru vissulega skemmtileg en skemmtilegast er að hitta þann sem bílinn á og jafnvel breytti, þar gefst fólki færi á að tala við rugludallana sem geta ekki séð snjóskafl í friði og kynnst jafnvel breytingum og sportinu okkar lítillega af eigin raun.
Takk fyrir mig,
kveðja, Hjörleifur
09.04.2008 at 20:28 #620006Ég er sammála Hjörleifi að öllu leiti. Það verða að vera bílar þarna sem höfða til sem flestra, þeas. frá 32" og allt uppí 54" og á sem breiðustu verðbili og af sem flestum tegundum. Veit meira að segja um eina Lödu Sport sem myndi sæma sér vel þarna, og svo náttúrlega pikkinn minn:)
Kv.
Ásgeir
09.04.2008 at 20:29 #620008Úps
09.04.2008 at 20:49 #620010Ég held að það sé best að vera eingöngu með Toyota jeppa þarna. Þá er bara eftir að velja hvaða Toyotur verða þarna. Allir sáttir við það? =)
–
Kv Ísak Fannar
09.04.2008 at 22:28 #620012Er ekki bara best að þú verðir fyrir austan þessa helgi…
Eins og þú veist er stanðreyndin sú að, Jeppi er ekki Jeppi nema á honum standi Jeep
09.04.2008 at 22:33 #620014Sælir drengir, vinsamlegast haldið ykkur við efni þráðarins, þ.e. að koma með tillögur, en ekki fara út í X vs. V.
Ég myndi t.a.m. stinga upp á þessari 36/38" lödu sem er í smíðum í myndaalbúminu. Nú og svo auðvitað Hrollurinn, hann mætti hanga í loftinu
-haffi
09.04.2008 at 22:50 #620016Ram 6×6
gamla Fordinn á 49" frá sigló
Þinn bíl teddi þó hann sé ekki klár
Willann frá renniverkstæði Ægis
einhverja af þessum 7 millu jeppum
einhverja flotta bjsv bíla
gamlar breittar súkkur og willa
blá extra cap hiluxinn
6×6 willann
6×6 lapplanderinn sem er með 6,5gm
Heimsmeistarann súkkan svarta á 44"
Xtream patrolanan báða
econolinera á 49"
jeppa húsbíla
löduna sem er verið að breyta núna (er í albúminu)
hummerinn stóra
Fjórhjól
Toyotu breiðþotuna
Þann gula willann og hilux frá kef
Willana sem verða í torfærunni í sumar
Cherokeeana sem ingó hjá guttunum eru að breyta
broncoinn langa hjá kjartani gutta
og svo einhvern tíning af cruserum og patrolum og hiluxum og hinu dótinu…….Kv. Biggi
09.04.2008 at 22:55 #620018Ef hægt væri að koma því við, þá væri alger snilld að hafa bíl með uppstilltum rörum, hálfsamsoðnum stífuturnum o.s.frv. á sýningunni. Bara svona til að sýna hinum almenna borgara hversu mikil fagmennska tíðkast í bílskúrum um allt land í þessum geira.
…
Grímsi
10.04.2008 at 09:22 #620020Hvað með að tileinka dauðum bílskúrsprojectum smá svæði. Nokkrar druslur undir þykku lagi af ryki og köngulóarvef… ég get lagt til eina… en trúlega þyrfti að eitra Fífuna fyrir köngulóm… eða… búa til svona draugagöng
–
Bjarni G.
10.04.2008 at 10:42 #620022Ætla að útbúa smá lista þannig að ég haldi utan um tillögur sem koma.
Ætla að raða þessu eftir tegundum og í stafrófsröð.Ford.
Ford Bronco 33". Eigandi Hjörleifur Helgi.
Ford 1997 49". Eigandi Hjörtur Jaki.
Econoline 49". Eigandi??
Ford frá Sigló 49". Eigandi ??
Ford 49". Eigandi Benni hmm.
Ford 49". Eigandi Örn Yngvi.
Ford 49". Eigandi Jón pabbi Öbba.
Ford 2008 54". Eigandi Franz Jezorski.Hummer.
Hummer 49". Eigandi Þórir Tuddi.
Hummer 49". Eigandi ????JEEP.
Willys 46". Eigandi Elvar eða Ægir rennism.
Willys 6×6 gulur. Eigandi ??
Willys 6×6 rauður. Eigandi ??
Willys Gulur frá Keflav. Eigandi ??
Willys blár 38". Eigandi Albert.
Willys Rubicon rauður 38". Eigandi ??
Willys óbreyttur.
Willys Rósmundur 900 hp. Eigandi Franz Jezorski
Willys 1942 standard. Eigandi Jón ÁsgeirssonLand Rover.
Land Rover Ýktur. Bjarni Gunnarsson.
Lada.
Lada Sport 38" Trex. Eigandi Finnur Á. Óskarsson
Mersedes Bens.
Sprinter 44". Eigandi ??
Nissan.
Patrol 49" Extreme. Eigandi ??
Ram.
Ram 6×6. Eigandi??
Ram 54". Eigandi Gunnlaugur.Suzuki.
Suzuki 44" svartur heimsmeistarinn. Eigandi ??
Suzuki 44" stuttur ræpugulur. Eiganid ??Toyota.
Extra Cap blár. Eigandi ??
Megas 46". Eigandi ??
Landcruiser 540 Chevy. Eigandi Theodor.
Landcruiser 44" Fj60 1984. Eigandi Björn Oddson.
Landcruiser FJ60 54". Eignadi Baldur Pálsson.
4Runner 38". Eigandi Gylfi Þ. RögnvaldssonTorfærubílar.
???
???
???Endilega koma með fleiri tillögur og þá ef menn vita nafn og síma hjá eiganda.
Kveðja, Theodor.
10.04.2008 at 12:18 #620024Þarna vantar Scoutrolinn hans Heiðars með sögu fyrir og eftir baðið.
Pæjurnar hans Vals eða Stebba eða aðrar pæjur.
Ofsalega víðförna Toyotu,og breytingasögu bílsins:Slóðríkur eigandi Jón Snæland.
Svo væri gaman að sjá Toyero,og sögu bílsins.
80 cruserinn í sebralitunum fyrir og eftir breytingu,,held að eigandinn heiti Vilhjálmur.
80 Cruserinn hans Benna á Akureyri.
Scoutinn hans kalla kaftein.
Svo eru nokkrir flottir á þessari [url=http://www.4x3aflugi.com/:i1uybqbu][b:i1uybqbu]síðu[/b:i1uybqbu][/url:i1uybqbu] td blái Trooperinn og nokkrir aðrir.–
Dolli.
10.04.2008 at 12:35 #620026Í guðanna bænum ekki fylla höllina af nýlegum jeppum af því lakkið er svo flott og þeir hafa 4 dvd skjái!!!
.
4runner – Bergur Bergsson
Rubicon – Davíð Sig.
Wrangler – Bjartmar Örn
Wrangler – Gunnar Ingi
Commanchee – Ásgeir Arnór
10.04.2008 at 12:57 #620028Uppfærður listi.
Chevrolet.
.
Suburban 1990 46". Eigandi Matti s:8619187
.Ford.
.
Ford Bronco 33". Eigandi Hjörleifur Helgi.Ford 1997 49". Eigandi Hjörtur Jaki.
Econoline 49". Eigandi??
Ford frá Sigló 49". Eigandi ??
Ford 49". Eigandi Benni hmm.
Ford 49". Eigandi Örn Yngvi.
Ford 49". Eigandi Jón pabbi Öbba.
Ford 2008 54". Eigandi Franz Jezorski.
.
Hummer.
.
Hummer 49". Eigandi Þórir Tuddi.Hummer 49". Eigandi ????
.
JEEP.
.
Willys 46". Eigandi Elvar eða Ægir rennism.Willys 6×6 gulur. Eigandi ??
Willys 6×6 rauður. Eigandi ??
Willys Gulur frá Keflav. Eigandi ??
Willys blár 38". Eigandi Albert.
Willys Rubicon rauður 38". Davíð Sigurðsson.
Willys óbreyttur.
Willys Rósmundur 900 hp. Eigandi Franz Jezorski
Willys 1942 standard. Eigandi Jón Ásgeirsson
Wrangler ???. Eigandi Bjartmar
Wrangler ???. Eigandi Gunnar Ingi
Commanchee ???. Eigandi Ásgeir Arnór
Jeepster 38" 440 cid. Eigandi Gísli Þ. Þorkelsson
.
Land Rover.Land Rover Ýktur. Bjarni Gunnarsson.
.
Lada.
.
Lada Sport 38" Trex. Eigandi Finnur Á. Óskarsson
.
Mersedes Bens.
.
Sprinter 44". Eigandi ??
.
Mitsubishi.
.
Pajero 38". Eigandi Valur.Pajero-Toyero 38". Eigandi Emil Borg.
Pajero 38". Eigandi Stebbi.
.
Nissan.
.
Patrol 49" Extreme. Eigandi ??Patrol/Scout 46". Eigandi Heiðar.
.
Ram.
.
Ram 6×6. Eigandi??Ram 54". Eigandi Gunnlaugur.
Ram 54". Eigandi Bjarni Blikk.
.
Suzuki.
.
Suzuki 44" svartur heimsmeistarinn. Eigandi ??Suzuki 44" stuttur ræpugulur. Eiganid ??
Toyota.
Extra Cap blár. Eigandi ??
Megas 46". Eigandi ??
Landcruiser 540 Chevy. Eigandi Theodor.
Landcruiser 44" Fj60 1984. Eigandi Björn Oddson.
Landcruiser FJ60 54". Eignadi Baldur Pálsson.
4Runner 38". Eigandi Gylfi Þ. Rögnvaldsson
4Runner ???. Eigandi Bergur Bergsson
Landcruiser FJ80 502 cid. Vilhjálmur
Landcruier FJ80 46". Eigandi Benni Akureyringur.
Landcruiser FJ80 46" KRÍLIÐ. Eigandi Ágúst Þ. Guðbergsson.
.
Torfærubílar.
.
???
.
??????
.
Endilega koma með fleiri tillögur og þá ef menn vita nafn og síma hjá eiganda.
.
Kveðja, Theodor.
10.04.2008 at 13:00 #620030Á ekki Palli Hall sprinterinn og Benedikt Magnússon á Ford 49"
10.04.2008 at 13:15 #620032Hef heyrt af einum Land Rover á 46" fyrir norðan, sögunni fylgdi að hann væri með 6,5 dísel. Í annarri sögu heyrði ég að Hrollur II væri í smíðum.
–
Í listann vantar [url=http://www.f4x4.is/new/profile/default.aspx?file=6872:29474sii][b:29474sii]Suburban[/b:29474sii][/url:29474sii] á 49" með Duramax, einkanúmerið YBPOOR.
[img:29474sii]http://www.f4x4.is/new/files/photoalbums/5167/39036.jpg[/img:29474sii]Volvo 6×6 á 49" með 6,5 dísel á pallinum.
[img:29474sii]http://images.hugi.is/jeppar/85698.jpg[/img:29474sii]
Rauður Grand Cherokee 200x á 38". Eigandi Helgi Ragnarsson, sími 8997209 (finn ekki mynd af honum, mjög fallegur bíll)
–
Bjarni G.
10.04.2008 at 13:18 #620034Það vantar einnig 44" Subaru í þennan lista en hann má finna á Austurlandi,Síðan var einhver að breyta Toyotu Crown á 38" fyrir einhverjum tíma síðan.
Svo væri gaman að sjá [url=http://www.f4x4.is/new/profile/default.aspx?file=2718:3htz95dq][b:3htz95dq]Astróinn [/b:3htz95dq][/url:3htz95dq] og og græna wranglerinn á þessari mynd. [img:3htz95dq]http://www.f4x4.is/new/files/photoalbums/5307/40612.jpg[/img:3htz95dq]
10.04.2008 at 14:16 #620036Eigandi að Heimsmeistaranum heitir Brynjar Gylfason, en hann og pabbi hans Gylfi púst smíðuðu hann að ég held.
10.04.2008 at 14:21 #620038Gulan Willys 6×6 á Guðjón Egilsson, bróðir Gunna Icecool.
Svo á Hörður eldklári í Suðurnesjadeild að mig minnir Suzuki í smíðum sem er spennandi kanditat.
Megas er í eigu Ómars, Suðurnesjadeild.
Kv.
Dúkkan
10.04.2008 at 15:12 #620040Allt um hann í Bílar&Sport sem var að detta inn um lúguna hjá mér í dag alveg drulluflottur bíll.
10.04.2008 at 15:46 #620042Svo mætti þessi [url=http://www.f4x4.is/new/photoalbum/default.aspx?file=oldsite/3124/24108:2dece1o2][b:2dece1o2]pæja[/b:2dece1o2][/url:2dece1o2] sem Jóhann og Birna í Grindavík eiga núna,einnig sjást ef það er möguleiki.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.