This topic contains 25 replies, has 1 voice, and was last updated by Kristján Már Guðnason 16 years, 8 months ago.
-
Topic
-
Ég verð bara að segja eins og er að ég varð fyrir VERULEGUM vonbrigðum með sýninguna. Ég fór núna áðan og er alveg miður mín að ég skuli hafa látið plata af mér 1500 kr.
Sárafáir básar voru tilbúnir og þeir sem voru tilbúnir voru ómannaðir, upplýsingar um þessa fáu áhugaverðu bíla voru í algjöru lágmarki og sumstaðar engar upplýsingar að fá. Allt of mikið af bílum sem voru þarna eiga ekki heima á svona „dellu“ sýningu. Maður fær ekki miða þegar maður borgar sig inn og því get ég ekki farið aftur á morgun og séð sýninguna fulluppsetta án þess að borga mig inn aftur.
Þessi sýning ætti að vera sýningarnefnd 4×4 víti til varnaðar.Kv.
Ásgeir pirraði
You must be logged in to reply to this topic.