FERÐAKLÚBBURINN 4X4

Menu
  • Ganga í Klúbbinn
  • Innskráning
Ferðaklúbburinn 4x4 Valmynd   ≡ ╳
  • Forsíða
  • Um F4X4
    • Greiða félagsgjald
    • Ferðaklúbburinn
      • Skilmálar vefs Ferðaklúbbsins 4×4
      • Lög Ferðaklúbbsins 4×4
      • Markmið Ferðaklúbbsins 4×4
    • Bókasafnið
    • Vefsíðan
    • Hagsmunamál
      • Öryggismál í ferðamennsku
      • Ferðafrelsi
      • Samstarf við hagsmunaaðila
      • Upplýsingar til ferðafólks
      • Verðlag á búnaði til jeppaferða
    • Umgengni
    • GPS grunnur
      • Sprungukort af jöklum
    • Jöklakort
    • Ferðast á fjöllum
      • Gátlistar
      • Öryggismál í ferðamennsku
    • Afslættir
    • Ganga í Ferðaklúbbinn 4×4
  • Viðburðir
  • Deildir
    • Austurlandsdeild
    • Eyjafjarðadeild
    • Hornafjarðardeild
    • Húnvetningadeild
    • Húsavíkurdeild
    • Skagafjarðardeild
    • Suðurlandsdeild
    • Suðurnesjadeild
    • Vesturlandsdeild
    • Vestfjarðardeild
  • Nefndir
    • Stjórn
    • Ferðafrelsisnefnd
    • Ferlaráð
    • Fjarskiptanefnd
    • Húsnæðisnefnd
    • Hústrukkanefnd
    • Litlanefnd
    • Ritnefnd
    • Skálanefnd
    • Skemmtinefnd
    • Tækninefnd
    • Umhverfisnefnd
    • Ungliðanefnd
    • Vefnefnd
  • Skálar
    • Fjallaskarð
    • Leppistunguskáli
    • Réttartorfa
    • Setrið
    • Skiptabakki
    • Sultarfit
  • Spjall
  • Augl.
  • Ljósmyndir
    • Setja inn myndir

bílasali týnir bíllykli hvað er til ráða

by Guðbjörg Ragna Jóhannsdóttir

Forsíða › Forums › Spjallið › Allt annað › bílasali týnir bíllykli hvað er til ráða

This topic contains 15 replies, has 1 voice, and was last updated by Profile photo of Smári Smári 15 years, 4 months ago.

  • Creator
    Topic
  • 23.11.2009 at 19:59 #208524
    Profile photo of Guðbjörg Ragna Jóhannsdóttir
    Guðbjörg Ragna Jóhannsdóttir
    Participant

    Ég varð fyrir því í síðustu viku að uppgötva þegar ég var að ná í jeppann minn Nizzan patrol á bílasölu Bill.is í síðustu viku að bílasalinn var búin að týna bíllyklinum. ég hef reynt eins og ég get til að fá hann til að borga fyrir mig nýjan lykil án árangurs, nú síðast leitaði ég til FÍB til að hjálpa mér en er vonlítil að það beri árangur. hefur einhver hér lent í svona og ef svo fékkstu lykilinn borgaðan ?

  • Creator
    Topic
Viewing 15 replies - 1 through 15 (of 15 total)
  • Author
    Replies
  • 23.11.2009 at 20:25 #668222
    Profile photo of Hafþór Atli Hallmundsson
    Hafþór Atli Hallmundsson
    Participant
    • Umræður: 24
    • Svör: 810

    Ég myndi forðast þessa bílasölu, Bíll.is eins og brennheitann eldinn. Þetta eru ekkert nema hrottar og illmenni með enga löngun til að þóknast viðskiftavinum sínum á nokkurn hátt. Lenti í því að vera með bíl á skrá hjá þeim og þegar hringt var í mig frá þeim og ég sá mér ekki fært á að mæta einmitt þegar hentaði "starfsmanninum" þá var ÉG allt í einu ekki að nenna að selja bílinn (sagði hann sko) og ætlaði bara að taka bílinn af skrá, ákvað þetta sem sagt allt saman fyrir mig.
    Svo hefur maður líka heyrt hina og þessar sögur af þeim þar sem þeir taka við borgunum við að flytja inn bíla en svo gerist ekki neitt og kaupendur sitja uppi með sárt ennið og enn sárari afturenda.

    Kv. Hafþór Atli E-1945

    Ps. Já og að tala við FÍB er eins og að byðja tré að telja fram fyrir sig til skatts. Ekkert nema skrautsamtök sem gera ekki rassgat.





    23.11.2009 at 20:37 #668224
    Profile photo of Guðbjörg Ragna Jóhannsdóttir
    Guðbjörg Ragna Jóhannsdóttir
    Participant
    • Umræður: 16
    • Svör: 116

    vildi að ég hefði vitað þetta áður en ég skráði bílana mína hjá þeim og eftir þessa reynslu mun ég aldrei stíga þangað inn.





    23.11.2009 at 23:00 #668226
    Profile photo of Róbert Benediktsson
    Róbert Benediktsson
    Member
    • Umræður: 138
    • Svör: 896

    Já ég hef lent í þessu sama á annari bílasölu og ég eiddi ekki miklum tíma í að reina að fá þetta bætt, sá strax að það var bara vesen, líka er bara tímasóun að selja í gegnum bílasölu, Fréttablaðið eða barnaland það virkar:-)





    24.11.2009 at 01:29 #668228
    Profile photo of Guðbjörg Ragna Jóhannsdóttir
    Guðbjörg Ragna Jóhannsdóttir
    Participant
    • Umræður: 16
    • Svör: 116

    misjafnt verðgildi fólks, þegar lykill kostar tæp 50.000 þúsund eins og þessi sem bílsalinn á Bíll.is týndi vil ég gjarnan fá hann til baka.





    24.11.2009 at 15:03 #668230
    Profile photo of Bragi Þór Jónsson
    Bragi Þór Jónsson
    Participant
    • Umræður: 96
    • Svör: 1030

    Tala bara við einhverja skaðabótalögmenn og biðja þá að senda bréf á þá 😉
    Klárlega eiga þeir að bæta tjónið, þar sem bíllinn er í þeirra vörslu.





    24.11.2009 at 20:53 #668232
    Profile photo of Jón Garðar Helgason
    Jón Garðar Helgason
    Participant
    • Umræður: 42
    • Svör: 638

    Daginn

    Ég myndi ekki telja það nóg að fá einn lykil bættann. Þetta er lykill af bíl og ef einhver óheiðarlegur er með hann undir höndum getur verið að þú eigir ekki bíl nema í nokkra daga í viðbót. Bílasali sem týnir lykli sem bæði getur hleypt handhafa týnda lykilsins inn í bílinn og gangsett hann hlýtur að vera ábyrgur fyrir því að þú fáir nýtt sett bæði af lyklum og sílindrum og að sjálfsögðu við svissinn.

    Annars hélt ég að notendur vefsins væru sammála að ata ekki einstaka fyrirtæki aur. Sá siður að nota spjall til að drulla yfir einstaka fyrirtæki er lágkúruleg aðferð sem auðvelt er að misnota til þess að kollsteypa fyrirtækjum sem ekki eiga það skilið.

    Mér finnst eðlilegt og auðsótt að leita ráða á spjalli vegna viðskipta sem ekki eru að fara sinn rétta veg en þau viðskipti eru þeirra sem eiga þau. Hverskyns fyrirtæki sem ekki sýnir þjónustulund keyrir sig út af markaðnum sjálfir og þurfa ekki aðstoð spjallsíðna eins og þessara. Það má nefninlega ekki gleyma því að það eru 2 hliðar á hverju máli.

    Bílasali sem ég átti viðskipti við fyrir löngu síðan taldi sig ekki bera ábyrgð á skemmdum sem unnar voru á bílnum á plani sölunnar en í þessu tilfelli myndi ég segja að hann hafi sjálfur valdið þér tjóni, miklu tjóni. Það að fá einn lykil endurgreiddann eru ekki nægar skaðabætur nema það sé pottþétt að handhafi (ef einhver er) geti ekki notað hann hvorki til að opna bílinn né gangsett hann.

    Kv Jón Garðar





    24.11.2009 at 21:04 #668234
    Profile photo of Ágúst Úlfar Sigurðsson
    Ágúst Úlfar Sigurðsson
    Participant
    • Umræður: 103
    • Svör: 653

    Eitt atriði til viðbótar:
    Segjum svo að einhver noti lykilinn til að fara inn í bílinn og stela úr honum. Heldurðu að tryggingafélögin bæti slíkt tjón eins og það væri "alvöru innbrot" ? Ég efast um það.

    Ágúst





    24.11.2009 at 22:55 #668236
    Profile photo of Þengill Ólafsson
    Þengill Ólafsson
    Participant
    • Umræður: 48
    • Svör: 611

    Sammála Jóni Garðari frænda mínum þarna.
    En engu að síður er þetta ljótt mál.

    Sá að þú talaðir um að lykillinn kostaði 50þús. Það er væntanlega hjá umboðinu.
    Talaðu við Neyðarþjónustuna á Laugaveginum. Veit ekki að vísu hvað þeir geta gert ef þú ert ekki með original lykilinn. Þeir geta allavega smíðað lykil sem gengur að hurðum og þessháttar.

    Og strákar/stelpur… EKKI EIGA EINN LYKIL AF BÍLNUM YKKAR!!!! Látið smíða annan lykil. Þó að hann sé ekki með fjarstýringu. Þá eigiði allavega annan lykil.

    Segja þessar helv… bílasölur ekki að bíllinn þinn sé á þinni ábyrgð á planinu hjá þeim? En þarf það þá ekki að vera skriflegt? Nei ég bara spyr???

    Kveðja
    Þengill





    24.11.2009 at 23:38 #668238
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Nú myndi ég, eftir að hafa lesið grein Jóns Garðars, bæði tala við tryggingafélag mitt og jafnvel lögregluna ef ég hefði lent í þessu. það bara fær ekki staðist að bílasalinn geti sagt "sorry, lykillinn týndur", og eins og Jón segir kannske einhver út í bæ með hann upp á vasann. Með von um að úr rætist. Kv. Steindór T. Halldórsson.





    25.11.2009 at 20:07 #668240
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Þetta hafði ég aldrei hugsað út í, enda lítið gert af því að selja bíla í gegn um bílasölur.

    Algerlega ömurlegt mál hreint út sagt, ég er reyndar sammála því að það hafi verið óþarfi að nafngreina bílasöluna þannig séð, en það er búið og gert. Útrætt af minni hálfu :-)

    Hvernig var það þegar bíllinn var skráður hjá þeim, skrifaðir þú undir eitthvert plagg? Ef svo er málum háttað væri ekki galið að krefjast allavega afrits af því, þá getur þú glöggvað þig betur á réttarstöðunni.

    Annað mál, mér skilst að bílasalar þurfi(eða eigi allavega) að vera með réttindi sem slíkir. Til að öðlast slík réttindi þarf vafalaust að gangast undir ákveðnar siðareglur, sem ættu að vera til. Þar gæti eitthvað leynst sem máli skiptir í þessu samhengi.

    "Siðareglur bílasala" hljómar reyndar pínulítið þversagnakennt í mínum eyrum, en ég geri samt fastlega ráð fyrir að þorri bílasala séu heiðvirðir í sínum viðskiptum, það þarf vissulega ekki nema fáa til að skíta út heila stétt. Það eru líka margir að reyna að svindla á bílaviðskiptum í gegn um bílasölur eða beint, það hef ég persónulega orðið var við en blessunarlega náð að forðast hingaðtil.

    Að öðru leyti get ég ekki ráðlagt neitt frekar, en vona innilega að þú fáir réttmætar bætur.

    kkv

    Grímur





    21.12.2009 at 04:40 #668242
    Profile photo of Guðbjörg Ragna Jóhannsdóttir
    Guðbjörg Ragna Jóhannsdóttir
    Participant
    • Umræður: 16
    • Svör: 116

    fyrir þá sem vilja vita hvernig málið stendur með lykilinn sem Bill.is týndi og vill ekki greiða, ég átti aukalykill af bílnum ! bara umboðið er með svona lykill til sölu, leitaði út um allt þegar ég lét smíða aukalykill á sýnum tíma ! Fíb ráðlagði mér að hafa samband við tryggingarfélögin Bilasalan á að vera tryggður, ekki reyndist það vera !
    Einaleiðin til að fá lykill borgaðan til baka er að ráða lögfræðing til að sækja málið, hann kosta meira en lykillinn svo ekki er það væn kostur. fyrir þá sem ætla að selja bíla ráðleg þeim að vanda valið vel þegar bíll er settur á sölu og eiga aukalykill.





    21.12.2009 at 08:47 #668244
    Profile photo of Lárus Rafn Halldórsson
    Lárus Rafn Halldórsson
    Participant
    • Umræður: 116
    • Svör: 1238

    ég vill bara minna á fræga setningu Guffa bílasala :)

    „Hverjum geturðu treyst ef þú getur ekki treyst bílasalanum þínum?"

    http://www.visir.is/article/20090213/LI … 23062/1191

    maðurinn er tímalaus snillingur :)





    21.12.2009 at 13:11 #668246
    Profile photo of Andri Ægisson
    Andri Ægisson
    Participant
    • Umræður: 19
    • Svör: 155

    Ráð fyrir þá sem lenda í því að eiga bara 1 lykil og nýr kostar 50 þús:

    Láta smíða lykla sem ganga að hurðum (ekki "codaða") fyrir einhverja hundraðkalla, taka orginal lykillin og líma með límkítti við svissinn undir klæðningu. Gerði þetta einu sinni á gömlum bíl og virkaði fínt.





    21.12.2009 at 17:58 #668248
    Profile photo of Kristján Logason
    Kristján Logason
    Participant
    • Umræður: 72
    • Svör: 1100

    Mér finnst nú ekki aðalmálið að fá lykilinn borgaðann, heldur það að einhver aðili út í bæ getur verið með lykil að bílnum þínum. Getur komið hvenær sem er og tekið bílinn hjá þér, hann er með lykil og því mun tryggingarfélagið ekki borga það vesen ef eitthvað kemur fyrir sem er ansi oft þegar bíll er tekinn ófrjálsri hendi!!!

    Þannig að ef vel á að vera á að skipta um swiss, sylinder í hurðum og nýja lykla með því, ég myndi ekki sætta mig við minna. Þannig að lögfæðingur hljómar mjög vel þó það þurfi að kosta einhverjum aurum til, það á að sýna þessum köllum að þeir komist ekki upp með hvað sem er!!!

    Kv, Kristján





    21.12.2009 at 21:49 #668250
    Profile photo of Smári
    Smári
    Member
    • Umræður: 8
    • Svör: 48

    Eiga bílasalar ekki að vera tryggðir til að hafa starfsleyfi?

    Sjá reglugerð:
    [url:9y1aymny]http://www.reglugerd.is/interpro/dkm/WebGuard.nsf/key2/046-2003[/url:9y1aymny]
    og lög:
    [url:9y1aymny]http://www.althingi.is/lagas/nuna/1998028.html[/url:9y1aymny]

    Ég er enginn lögfræðingur en mér sýnist að það sé skilyrði fyrir starfsleyfi að vera með tryggingu.

    Það væri mjög áhugavert að sjá hvað kæmi út úr dómsmáli en sennilega kostar það endalausan tíma og peninga að standa í svoleiðis.





  • Author
    Replies
Viewing 15 replies - 1 through 15 (of 15 total)

You must be logged in to reply to this topic.

RSS mbl.is – bílar

  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.