This topic contains 7 replies, has 1 voice, and was last updated by Dagbjartur L Herbertsson 17 years ago.
-
Topic
-
Að lesa sumar þessar bílaauglýsingar stundum. T,d einn eigandi frá upphafi, og á maður vart að halda vatn af ánægju með það. Þrátt fyrir að það sé kannski bölvaður skussi, og hefði verið + að fleiri hefðu átt bílinn svo hann hefði fengið eitthver viðhald. Stundum er sagt að það hafi bara ekkert þurft að gera við bílinn, tja það segir mér bara, nú fjandinn þá er komið að því að það þurfi að gera við. Sumir auglýsa útvarp og svo stendur neðar í auglýsingunni geislaspilari með útvarpi. Þetta hljómar einsog að í auglýsingunni stæði ofarlega vinstri framhurð og svo kæmi neðarlega hægri framhurð, sem sérstaklegur plús við gripinn. Miklu fleira skemmtilegt er oft auglýst t,d reyklaus það finnst mér sérstakur plús, þá fæ ég tækifærið að gera gripinn að reykfarartæki. En ef það er jeppi sem er verið að auglýsa og maður álpast til þess að spyrja, bílasalan um hlutföll. Þá kemur bara svona HISSA svipur og læsingar, þá verður líka Hissa svipur. En ef maður er svo leiðinlegur að spyrja um tegund læsinganna, Þá kemur bæði HISSA svipur og flóttasvipur. Já bílasalar eru sérstakt fólk. Þetta minnir mig á það þegar einhver slúbberti í svíþjóð var að reyna að pranga inn á mig Volsvagen GTI 1800 á breiðum dekkjum, lækkaður með einhverju lækkunar kitti. Og svo var krómað skilti á skottlokinu þar sem nokkrar kanínur voru í kynlífs senum og íturvaxinn nakinn plast kvenmaður hékk á innispeglinum. Slúbbertin hélt því svo fram að gömul kona hefði átt bílinn, svo ég skellti mér auðvita á hann.
You must be logged in to reply to this topic.