Forsíða › Forums › Spjallið › Klúbburinn › Bílar og sport
This topic contains 47 replies, has 1 voice, and was last updated by Hafþór Atli Hallmundsson 18 years, 7 months ago.
-
CreatorTopic
-
09.06.2006 at 01:17 #198066
Ég vill minna félagsmenn og aðra bílaáhugamenn á sýninguna í höllinni nú um helgina, ég hef aðeins verið í höllinni við vinnuna við uppsetningu 4×4 básins og þvílikt og annað eins. Þegar maður gengur hring um svæðið sést að þetta er örugglega ein sú alflottasta bíla og vélasport sýning sem upp hefur verið sett.
Hrikaleg tryllitæki um öll gólf, þyrlur, bátar, flugvélar, mótorhjól, vélsleðar, risa jeppar með ofur vélar, allt það nýjasta í hljómflutning, og alveg ógeðslega mikið af dóti sem ég hélt að væri ekki til.
það sést alveg langar leiðir að aðstandendur sýningarinnar hafa ákveðið fyrir löngu að gera þetta það flottasta sem sést hefur lengi.
ÉG HELD AÐ ÞAÐ TAKIST.
Sjáumst í höllinni.
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
10.06.2006 at 20:47 #554230
Að Hummer Þóris er rosalegur og vekur mikla athygli,stanslausar myndatökur af bílnum í dag.
Og sándið í pattanum hans Óskars,Úffffffff,,,Bara Magnaaaaað,,enda tæmdist svæðið í öðrum hluta hallarinnar og fylltist básinn hjá 4×4 þegar pattinn var settur í gang (Gargandi snilld til að láta vita af Básnum ).
Flottasti Jeppinn tjaaaaa því er vandsvarað,þeir eru allir hrikalega flottir.
Hvet alla til að fara og sjá sýninguna,hún er bara flott.
Kv
Jóhannes
10.06.2006 at 21:46 #554232Ég held að við sem erum ekki mjög aktífir í þessum klúbb séum ekki að skilja hvað þessi klúbbstarfsemi er í raun mikil vinna ! ég er nú þeirrar "gæfu" aðnjótandi að vinna með einum stjórnar meðlimi þessa klúbbs og ég er ekki að skilja hvað menn eru tilbúnir að leggja á sig mikla vinnu launalaust !!! til þess að við þeir óbreittu megi njóta alls þess sem klúbburinn býður uppá !!!! ég held stundum að við ættum að skammast okkar fyrir heimtufrekju og tilætlunarsemi en nú er komið nóg af bulli en stundum verður maður bara að seigja það sem á hjarta manns hvílir og við þeir mörgu veðum bara að opna veskið einusinni á ári með bros á vör og vera þakklát fyrir þá sem eru til í að vinna launalaust fyrir okkur hina svo verum vinir og verum þakklátir !¨!!!
Kv:Kalli þakkláti
ps: Haukar verða alltaf bestir (eða var það Hamar?)
Maður man aldrei nokkur skapaðan hlut!!!!!!!!!!
11.06.2006 at 02:37 #554234
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
nú að Kalli hafi ekki tekið þessu sem gagnrýni minni á þetta hjá klúbbnum því ég er alls ekki að gera lítið úr því sem fólk leggur á sig því þetta var stórglæsilegt í alla staði en hefði verið gaman ef fylgt hefði með eins og einn jeppi með hinum fornbílunum en eins og ég sagði að þá er ekki hægt að gera öllum allt til hæfis og átti þá við sjálfan mig. En þetta er frábært framtak hjá bílum og sporti að gera þetta og gaman að sjá að þarna voru hinir fjölmörgu klúbbar og verslanir að kynna starfsemi sína og hvað er í boði.
En þetta er góður punktur með dekkjastærðina og gaman að hugsa um hvað viðmiðin breytast man eftir að mágur minn átti Jeepster (skýrir aðdáun mína á þeirri tegund) í kringum 85 og eitthvað eftir það sem var á 36" dekkjum og var þá væntanlega einn af vígalegri bílum á landinu. Í dag þykir það nú ekkert mjög merkilegt.
11.06.2006 at 10:36 #554236Nei Sigurjón ég er ekki viss um hvað það var sem að rak mig í þess ræðusmíð ? Var kannski bara með sjálfan mig í huga .
kv:Kalli bullustampur
11.06.2006 at 13:09 #554238Þetta er greinilega flott sýning. Gaman er að bera þessa nútímabíla saman við t.d. Grundarbílinn sem keyptur var 1907 .Hann var 3900 kg.og mátti bera eitt og hálft tonn .Dekkin voru 1.20 metra há það er um 47 tommu massif og á tvöföldu að aftan . Vélin var 9 hestöfl enda gekk þetta ekki upp og bíllinn var seldur úr landi . Kv. Olgeir
11.06.2006 at 16:59 #554240Sælir félagar ég get ekki verið ykkur sammála um þessa sýningu.
Ég varð fyrir miklum vonbrigðum á þessari sýningu það var allt of lítil lýsing það hefði verið hægt að hafa hvaða hræ þarna inni og samt litið vel út svo léleg fanst mér lýsingin.
En þetta er bara mín skoðun.Eyþór.
11.06.2006 at 17:09 #554242
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
mæli með að fólk skoði grandinn hans Ingó sem er úti flott smíði
11.06.2006 at 18:38 #554244Ég var að vinna þarna í gær og í morgun. Mín tilfinning fyrir þessu er að fólk var mjög ánægt með þessa sýningu og það hafði mikinn áhuga fyrir klúbbnum okkar. Þegar ég fór heim í dag voru um 30 nýir aðilar búnir að skrá sig í klúbbinn og við vorum búin að selja slatta af bókum, fánum, könnum, geisladiskum og fleira. Ég er ekki í nokkrum vafa um að þátttaka í svona sýningu sé mjög góð fyrir klúbbinn og er flott kynning á honum.
11.06.2006 at 19:31 #554246Ég fór ekki á sýninguna en var að ræða við einn kunningja minn áðan sem ég hef hingað til haldið að hefði engan áhuga á jeppum. Hann sagði mér að það áhugaverðasta hefði verið bás 4×4 og Tomcat bílarnir. Hummerinn vakti sérstaka eftirtekt hjá honum (hafði meiri áhrif en ofursportarinn).
11.06.2006 at 22:42 #554248Ég labbaði þarna í gegn á laugardag og það var tvennt sem mér fannst skemmtilegt að sjá. Annars vegar var það að í hvert skipti sem ég labbaði framhjá 4×4 básnum þurfti ég að taka smá sveig framfyrir hann. Það var til að skemma ekki fyrir þeim sem voru að mynda Hummerinn, hann er örugglega í hópi mest mynduðu bílanna þarna enda virkilega röff. Hitt var það að mér fannst mest traffíkin vera við básin okkar. Þetta var líka flott útfært hjá þeim, þarna voru myndasýningar á tveimur skjáum og uppstillingin á bílunum og básnum flott. Og allavega þegar ég var þarna nóg af manskap til að taka á móti fólki, sem annars var ekkert til að hrópa húrra fyrir. Reyndar alveg rétt hjá Eyþór með lýsinguna hún hefði víða mátt vera betri, sérstaklega ofan í húddið á Patrol/Mustang (Mustrol?) hans Óskars, en það er alltaf gott að finna eitthvað sem má bæta næst.
Kv – Skúli
11.06.2006 at 22:52 #554250Ekki varð ég var við neina myndasýningu þarna í 4×4 básnum, en það hefði mátt vera betri lýsing þarna eins og margir hafa sagt því þetta myrkur gerði myndatöku erfiða. Einnig fannst mér ekki fara mikið fyrir því fókli sem var með eitthvað til sýnis eða sölu. Mér finnst að allir hefðu átt að ganga um svæðið og "garga" (eins og DV salarnir gerðu í gamla daga) til að fá smá athygli.
Annað varðandi básinn okkar er að þar hefði mátt vera kynning á stóru spjaldi, eða eitthvað álíka, sem gæfi lýsingu á deildum innan klúbbsins okkar. Þetta er nefninlega ekki bara stórir bílar.Haffi
11.06.2006 at 23:03 #554252Mín tilfinning var sú að ef maður nálgaðist fólkið of mikið og reyndi að troða einhverju á það,þá urðu akkúrat öfug áhrif,það fældist frá við það.
Ég er allavega þannig að ef viðkomandi reynir að troða einhverju á mann þá fer ég,ég vil skoða hlutina og fá frið til þess,ef hugur minn girnist eitthvað þá spyr ég um aðstoð.
Þetta er einmitt það sem margur vill,fólk er nefnilega orðið þreytt á símasölufólki og áreyti frá söluaðilum, það kaupir ef það vill,og skráir sig í klúbbinn ef það vill.
Það var alveg eins í fífunni í kópavogi á þeirri sýningu,þar kom fólk og skráði sig ef það hafði áhuga,en labbaði í burtu ef maður reyndi að nálgast.
Hvað myndasýningu varðar þá var tjald á toppi Hummers og flottar myndir sýndar á því tjaldi.Mbkv
Jóhannes
11.06.2006 at 23:28 #554254Eitt sem mér finnst magnað við svona atburði eins og þessa sýningu. Þegar leitað er til fólks um að taka þátt og leggja svona málefni lið þá er fátt um svör og fáir bjóða sig fram. Síðan þegar allt er yfirstaðið og fólk er búið að leggja í þetta fleiri tugi klukkustunda þá hafa allir skoðun á hlutunum.
Ég segi húrra fyrir öllu því frábæra fólki sem var þarna að vinna svo gott sem alla síðustu viku og ég skora á aðra sem hafa skoðanir á þessum málum að láta til sín taka næst þegar á þarf að halda.
Kveðja
Einar Lárusson
12.06.2006 at 00:03 #554256Mér fannst þetta flott sýning. En ég er sammála því að lýsingin hefði mátt vera betri. Og annað sem pirraði mig. Sumir bílarnir voru algerlega ómerktir þ.e.a.s vantaði upplýsingar um bílana, vélarstærð, afl og þessháttar.
Meira að segja Koinisegginn, eða hvað hann heitir, var algerlega ómerktur. Frekar dapurt.
En það klikkaði ekki hjá 4×4 þar voru bílarnir vel merktir og allar upplýsingar sem skipta máli, og líka þær sem skipta ekki máli. 😉 Nema Hummerinn, engar upplýsingar um hann.En flott sýning að langflestu leiti.
Svo býður maður bara spenntur eftir næstu jeppasýningu.
12.06.2006 at 02:10 #554258Það sem ég er að reyna að meina er að það var ekki nógu mikið líf yfir þessu, allavegana miðað við hvað þetta var mikið auglýst og hvaða tæki var talað um að yrðu þarna. Ekki var mikill viðburður eða tilstand um sænska ofurbílinn, engar léttklæddar konur að vafra í kringum hann að bjóða manni að taka þátt í getraun og vinna reynsluakstur. Ekki varð ég var við TomCat grindina á 44" dekkjunum fyrr en ég álpaðist á bak við alla básana, sem mér fannst vera á vitlausum stað og ekkert virtist vera að gerast í þessum básum, allavegan ekkert sem höfðaði til mín. Þarna var til að mynda heill formúlu bíll frá McClaren (og þeir bílar eru nú eitt verkfræðiundur) og ekki vissi ég af honum, fyrr en ég rambaði á hann. Léleg lýsing ásamt furðulega upp röðuðum sýningar gripum olli því sem sagt í mínum huga að þessi sýning stóð ekki alveg undir nafni, Þótt að flestir bílarnir og flest hitt hafi verið flott á að lýta.
Haffi
12.06.2006 at 11:20 #554260Eins og þarna var mikið af flottum tækum verð ég samt að vera sammála Haffa með lýsinguna og uppröðunina. En F4x4 var nú samt með frábærlega vel staðsettan bás, maður sá hann um leið og maður gekk inn í salinn. Það sem mér fannst kannski verst var það hvað það var erfitt að ná tali af sölumönnum fyrirtækja sem höfðu e-ð að selja. Þeir sátu bara úti í horni með vinum sínum og sögðu brandara og hetjusögur. Ég er ekki viss um að svona vinnubrögð viðgengust hjá þeim á virkum dögum.
Hvað sem öllu öðru líður var þetta samt mjög flott sýning og mikið um flott tæki og tól. Það sem stendur uppúr hjá mér var að heyra hljóðið í kvartmílugrindinni, váááá ég fékk gæsahúð í eyrun og undir yljarnar það var magnað.Gæsahúðakveðjur
Ásgeir
14.06.2006 at 10:26 #554262Fyrir hönd Hjálparsveitar vil ég þakka öllum sem tóku þátt í sýningunni fyrir, þeim sem lögðu til bílanna, Ása í GVS fyrir dekkjalánið og öllum þeim sem stóðu að uppsetningu, stóðu í básnum og stóðu í frágangi.
Kveðja Lella
14.06.2006 at 14:08 #554264Var að tala við einn sem komið mikið að sýningunni og spurði út í lýsinguna. Það voru bara ekki til fleiri kastarar á landinu, það var fyrirtæki sem átti að sjá um lýsinguna en gátu ekki útvegað ljós því það voru allir kastarar komnir upp í Egilshöll vegna tónleika, Stöð 2 kom þeim til aðstoðar með að lýsa upp miðjuna á sýninguna. Þetta voru bara byrjanda mistök hjá þeim eins með að merkja öll tæki með uppl. Þeir voru að halda þessa sýningu í fyrsta skipti og veit ég að þetta verður mun betra næst.
15.06.2006 at 23:53 #554266hef "beint frá munni hestsins" að tími skipuleggjenda síðustu daga fyrir sýningu hafi farið í ófyrirséða aðstoð við sýnendur og því varð annað að sitja á hakanaum.
Persónulega fannst mér sýningin það flott að ég fór tvisvar… eða er ég bara svona slow? 😉
Annars fann ég mynd af FJ cruiser (sem var á sýningunni) í albúminu hjá MHN sem vakti athygli mína…https://old.f4x4.is/new/photoalbum/?file=cars/4577/32417
… hvaða vír er þetta sem liðast þarna eftir öllu? Getur verið að þetta eigi að vera svona?
kv.
EE.
16.06.2006 at 19:31 #554268Sæll Einar Elí
Getur verið að þetta sé einhver voða fínn rafmagnsvír í abs skynjara?
Veit annars ekki.
Kveðja
Arnór
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.