This topic contains 47 replies, has 1 voice, and was last updated by Hafþór Atli Hallmundsson 18 years, 7 months ago.
-
Topic
-
Ég vill minna félagsmenn og aðra bílaáhugamenn á sýninguna í höllinni nú um helgina, ég hef aðeins verið í höllinni við vinnuna við uppsetningu 4×4 básins og þvílikt og annað eins. Þegar maður gengur hring um svæðið sést að þetta er örugglega ein sú alflottasta bíla og vélasport sýning sem upp hefur verið sett.
Hrikaleg tryllitæki um öll gólf, þyrlur, bátar, flugvélar, mótorhjól, vélsleðar, risa jeppar með ofur vélar, allt það nýjasta í hljómflutning, og alveg ógeðslega mikið af dóti sem ég hélt að væri ekki til.
það sést alveg langar leiðir að aðstandendur sýningarinnar hafa ákveðið fyrir löngu að gera þetta það flottasta sem sést hefur lengi.
ÉG HELD AÐ ÞAÐ TAKIST.
Sjáumst í höllinni.
You must be logged in to reply to this topic.