This topic contains 12 replies, has 1 voice, and was last updated by Ólafur Ólafsson 18 years, 9 months ago.
-
Topic
-
Bílar og Sport verða með stóra mótorsýningu og hafa boðið Ferðaklúbbnum 4×4 að vera með. Þar er um að ræða bás þar sem klúbburinn gæti kynnt starfsemi sýna og verið með 2-3 jeppa. Og kannski fleiri úti. Því leitar klúbburinn eftir áhugasömum einstaklingum, nefndum og deildum til þess að taka þátt í þessu og veita þessu forstöðu, og gera þetta sem veglegast úr garði.
Það vanta hugmyndir t.d af því hvað jeppa ætti að sýna þarna og þá vinsamlegast EKKI copy-Paste myndum að áhugaverðum jeppum inn á þennan þráð, því það minkar sýningargildi þeirra ef það eru jeppar sem lítið hafa sést. Heldur sendið inn ábendingar til stjorn@f4x4.is.Af Bílar og sport .is:
Stórsýningin Bílar & Sport 2006 Slóð http://www.bilarogsport.is/?pid=1623Tímaritið Bílar & Sport hefur nú verið starfrækt í rúmt ár og hafa móttökur áhugafólks og auglýsenda farið fram úr björtustu vonum. Á þessu rúma ári hefur Bílar & Sport tímaritið fest sig í sessi sem traustur miðill áhugamanna um bíla og mótorsport. Frá stofnun þess hefur verið stefnt að því að tengjast bílamarkaðnum og mótorsporti með mjög nánum hætti.
Bílar & Sport hefur verið fræðandi um markaðinn og skapað sér sérstöðu með gagnrýninni umfjöllun um nýja bíla á Íslandi. Markaðurinn í innflutningi á nýjum bílum, vélhjólum, bátum og öðrum vélknúnum farartækjum hefur slegið öll met á síðastliðnum árum og hefur áhugi almennings og kaupgeta aldrei verið meiri. Einnig hefur áhugi á mótorsporti vaxið gífurlega eins og tölur um innflutning vélhjóla og annarra tækja gefa til kynna.
Í ljósi þessa hefur verið tekin ákvörðun um að tengjast markaðnum og félagasamtökum enn sterkari böndum með því að halda Bílar & Sport 2006, stórsýningu bíla og mótorsports á Íslandi. Sýningin verður í anda stóru bílasýninganna sem haldnar eru erlendis en concept-bílar, sportbílar, breyttir jeppar, nýir bílar sem og fornbílar verður meðal þess sem sést. Mótorhjól, vélsleðar, bátar og flugvélar fá sinn skerf einnig sem og önnur tæki og tól sem og þjónustuaðilar sem tengjast bílum og mótorsporti.
Sýningin verður haldin í nýju íþrótta- og sýningarhöllinni í Laugardal dagana 9. – 11. júní. Þar höfum við Íslendingar loksins fengið alvörusýningarhöll sem hægt er að vera stoltur af en þar er öll aðstaða til fyrirmyndar, jafnt fyrir sýnendur sem og gesti en höllin er 16.000 m2 að stærð með aðgengi að útisvæði ásamt toppaðstöðu fyrir ráðstefnuhald og veitingasölu.
Búist er við gífurlegum fjölda fólks þar sem ekki hefur verið haldin slík sýning áður hér á landi en ekki verður eingöngu um að ræða sömu tæki og verið hafa á öðrum minni sýningum heldur er sóst eftir einstökum gripum sem fáir hafa séð og myndað. Sýningin verður einnig kjörið tækifæri fyrir fólk til að gera góð kaup, þar sem mikið verður lagt upp úr tilboðum söluaðila á sýningunni. Eitt helsta markmið sýningarinnar er einmitt að koma kaupendum og seljendum saman á skemmtilegu stefnumóti í glæsilegri sýningarhöll. Það er okkar hlutverk að vekja áhuga og umræðu um bíla og mótorsport á Íslandi, þessi sýning verður liður í áframhaldandi starfi okkar við það.
Nánari upplýsingar um sýninguna, teikningar, sýningarpláss og fleira er og verður aðgengilegt á vefnum http://www.bilarogsport.is. Ef óskað er eftir að hafa samband strax við okkur varðandi sýninguna skal senda tölvupóst á hallur@bilarogsport.is eða hringja í síma 588-7888. .
Sýning
You must be logged in to reply to this topic.