Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Bílar og breytingar
This topic contains 11 replies, has 1 voice, and was last updated by Einar Elí Magnússon 20 years, 12 months ago.
-
CreatorTopic
-
30.10.2004 at 00:24 #194752
AnonymousGóðan daginn, ég er með sjálfskiptan Cherokee ´90 með 4.0 lítra vélinni óbreyttan, 31″ kemst undir en langar í stærra. Til að koma 33″ undir eðalvagninn þarf að breyta mikið eða er nóg að skera aðeins úr og setja gúmmíkant innan í orginal brettakantana. Hann er á gormum að framan en blöðum að aftan. Hin spurningin er hvort hann verði ægilega máttlaus við þetta stærri dekk þar sem hann er frekar hátt gíraður?
Kveðja Sigurður B
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
30.10.2004 at 19:08 #507338
bíllinn er ekkert of mátlaus fyrir 33" en það er spurningin með kantana ég mundi mæla með því að þú mundir fá þér bara nýja kanta fyrir 33" dekk og klippa úr hækkan svo um 2" klossar fást hjá hellu og er ekkert dýrt svo bara að fá sér stigbretti til að hafa bílinn snyrtilegan þú verður ekki svikin af þessu
30.10.2004 at 21:56 #507340Legg til að þú skoðir myndaalbúmið mitt. Þar sjást kantar fyrir 33" cherokee sem kostuðu eitthvað um 8.000 kr. og smá suðuvinnu – og voru nægilega sterkir til að hoppa á þeim.
Útfærsla á útliti er svo bara smekksatriði.
Bíllinn verður latari á þessum dekkjum, en ef vélin og skiptingin eru í frísku standi ættirðu ekki að finna svo mikið fyrir þessu. Svo er alltaf möguleiki að fá sér bara hlutföll.
kv.
Einar Elí
31.10.2004 at 00:07 #507342
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Þetta lítur alveg snilldarlega út og virka öflugir svo ekki sé talað um flott. Verð að skoða þetta, orginal kantarnir verða voðalega ræfilslegir við hliðina á þessu.
Kveðja Sigurður B
01.11.2004 at 23:18 #507344
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Sælir þar sem ég er ekki sá fróðasti um bíla eða breytingar verða spurningar mínar að halda áfram. Hef mér til aðstoðar mann sem er nokkuð lunkinn við að sjóða og nóg af hinu ýmsa efni en þar sem ég hef ekki gert þetta áður þá koma nokkrar spurningar í hugann:
1. Þykkt á efni og þá hvaða efni.
2. Festingar er nóg að skrúfa eða hnoða eða þarf að styrkja á bakvið.
3. Stigbrettið, er þetta bara rifflað járn/ál með prófílum festa undir boddýið og síðan soðið á?
Með von um svör
Kveðja sigurður B
02.11.2004 at 00:08 #507346Sæll.
Verð reyndar að viðurkenna að ég man ekki í svipan hversu þykkt blikkið var, en það var svipað og í boddýinu á bílnum.
Varðandi festingar – þá tók ég þá ákvörðun að þessir kantar væru endanlegir (þó svo að ég sé búinn að selja bílinn og viti lítið um afdrif hans síðan) og því voru þeir soðnir beint í boddýið – fyrst með punktasuðu og svo nánast heilsoðnir alla leið.
Stigbrettið er bara rifflað ál (fínrifflað – ég er með grófrifflað á toyotunni og fannst hitt eiginlega flottara) sem er beygt niður utan til, og svo smá brík undir brettið.
Svo eru soðnar prófílbitar inn í "grindina" og þeir líka soðnir neðst í sílsana, og svo eru skástífur undan miðjum bitunum sem fara neðar í "grindina". Hvor endi á brettunum er svo með smá "tungu" sem er beygð upp og boltuð í brettakantana að framan og aftan. Stigbrettið er svo boltað á sambærilegan hátt við prófílbitana.
Með þessu fæst ein samfella úr stigbrettum og brettaköntum og hvergi loftar á milli, ekki einu sinni á milli boddýs og stigbretta. Þetta gengi ekki á grindarbíl, en hentar fínt fyrir cherokee.
Ég var svo með slitsterkt plast límt ofan á aftari kantana og notaði þá til að standa ofan á þeim þegar ég var að ganga um toppkassann o.þ.h.
Brettakantarnir eru gerðir þannig að blikklengjur eru beygðar (fyrst í ca. 45°, svo aftur í 45° (þá bendir brúnin beint niður) og svo smá brík í 90° fyrir aukinn styrk) fyrir hvern kant. Svo eru bara skornir út fleygar úr beygða hlutanum, lengjan beygð og soðin saman.
Ég get hiklaust sagt að brettabúnaðurinn á þessum bíl var langsamlega sterkasti hlutinn af honum og þó að ég vildi gjarnan eiga heiðurinn af þessari lausn var það pápi gamli sem stakk upp á þessu þegar ég byrjaði að orða breytingarnar við hann.
Vona að þetta nýtist eitthvað – ég var allavega mjög sáttur við þessa lausn og reikna með að gera eitthvað svipað á öðrum bíl sem ég er að fara að breyta í vetur eða næsta sumar. Plastdraslið er bara ekki að gera sig fyrir mig á því verði sem það er á.
kv.
Einar Elí
02.11.2004 at 00:24 #507348Setti fleiri myndir í albúmið mitt, til að gefa þér betri hugmynd um kantana.
kv.
Einar Elí
02.11.2004 at 00:32 #507350
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Smá spurning Granigamli… hvaða speglar eru þetta á djásninu ? Þeir eru slappir hjá mér og svo er orginal staðsetningin frekar dræm og mér sýnist þetta koma betur út með svona trukkaspeglum.
02.11.2004 at 01:48 #507352Sæll Melrakki.
Þessa fékk ég að plokka af gömlum Bronco II sem pápi keypti í slátur.
(Það er löngu viðurkennd staðreynd að án pápa og þessa vefs væri ég algjörlega ófær um að eiga jeppa 😉
Veit þó ekki hvort þeir eru orginal, en ekki mjög ósvipaðir því sem maður sér á þeim ágætu bílum.
kv.
Einar Elí
04.11.2004 at 00:03 #507354
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Búið að redda felgum og dekkjum, verið að skoða efni og fá græjur til að klippa.
Þurftirðu að hækka bílinn mikið upp eða nægði að klippa fyrir 33"
Kveðja Sigurður B
04.11.2004 at 01:26 #507356ég veit til þess að það hafi verið sett 33" undir cheeroke án þess að klippa úr eða setja nýja kanta það voru bara settir upphækkunarklossar frá hellu að framan og hásingin að aftan færð undir fjaðrirnar og var hann bara helvíti flottur en sennilega hafa dekkin aðeins staðið út fyrir kantana.
kveðja Halli
04.11.2004 at 02:30 #507358Gráni gamli (sá svarti í albúminu mínu) var lítið eða ekkert hækkaður á boddýi. Klippurnar og slípirokkurinn sáu um að koma dekkjunum undir, en við þurftum að berja gólfið aðeins inn fyrir aftan framdekkin til að ná góðu "klírans" í kringum dekkin þó að hann legðist aðeins fram.
Iss – það er nóg pláss í þessum bílum hvort eð er

Kv.
Einar Elí
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.
